jæja ég tók mig til fyrir svona mánuði síðan og skellti þjófavörn og fjarstýringu á samlæsingar og þetta vesen var ennþá. svo núna í vikunni hætti að virka að læsa honum tvisvar með fjarstýringunni, virkaði bara með lyklinum, þannig að ég tók mig til í dag og kíkti á þetta í skottinu og í bílstjórahurðinni, datt einna helst í hug að það væru þessir tveir mótorar, baðaði þá báða í wd40 og komst að því að þegar ég ýtti takkanum á skottinu eins og langt inn og hægt er, þá tikkar samlæsingin (stundum bara læsist hann eða læsist og opnast aftur). nennti nú ekki að rífa mótorona úr en eftir þessa aðgerð þá læsir hann núna í annaðhvert skipti sem ég nota fjarstýringuna og í hin skiptin þarf að læsa tvisvar til að hann læsist..

spurning um að rífa upp farþegaframhurðina og baða mótorinn þar í wd40..
svo ein spurning svona í lokin, hvar eru nemarnir sem skynja hvort hurð er opin/lokuð? hann er nefnilega bilaður í hægri afturhurðinni.