bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 10:55

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 13:21 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
já sælir meistarar, ég er nú alveg nýr í þessum bmw bransa og þarf þar af leiðandi smá hjálp:

1. Bilun í samlæsingu sem lýsir sér þannig að ég þarf oftast að læsa tvisvar til að bíllinn læsist; læsi, bíllinn læsist og opnast strax aftur, læsi, bíllinn læstur. Þetta er að öllum líkindu eitthvað í læsingunni í skottinu, þar sem bíllinn á það til að læsast, eða læsa og opna aftur, þegar ég opna skottið.

kannast einhver við þetta eða á ég bara að prófa að rífa innréttinguna úr skottlokinu og baða þetta í WD40

2. Littli km mælirinn er farinn að núllstilla sig upp úr þurru, það er ekkert ákveðið system með það nema að þetta skeður bara svona þegar honum dettur það í hug... getur verið í lagi í viku og svo tekið upp á því að núllstillast í hvert skipti sem bíllinn er hreyfður. (sýnir eitthvað þegar ég drep á bílnum og núll þegar ég starta honum næst)

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 11. Jan 2005 13:37 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
1. prufaðu að aftengja motorinn i skottinu og þá sérðu hvort það sé hann... svo veit ´g ekkert hvernig þú gerir við það :P

2. er ekki battery í mælaborðinu sem gæti verið slapt svo hann tapar minni?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 21. Jan 2005 17:05 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
jæja, drullaðist loksins til að rífa mælaborðið úr honum og fór með það í b&l til að fá betri upplýsingar, það var víst batterý í eldri bílunum en ekki þessum, gaurinn þarna uppfrá sagði að ég þyrfti sennilega að skipta út rafmagnsplötunni sem er í mælaborðinu, gæti kostað 4-10 þús ný, kannski til á partasölu.. en á móti kemur að km mælirinn er innbyggður í mælaborðið og ef ég færi í þá aðgerð þá fengi ég sennilega allt aðra km stöðu á bílinn... nema að einhver þarna úti eigi mælaborð úr svona bíl með akstur upp á 160 þús.
og fyrst mælaborðið var komið úr skipti ég um allar 15-20 perurnar í því þar sem sumar voru búnar og aðrar voru orðnar svartar!

nú er bara að reyna að finna tíma til að kíkja á skottið, er einhver með smá info um það eða verð ég bara að rífa þetta í sundur og sjá hvað kemur í ljós?

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 21. Jan 2005 17:28 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Tékkaðu líka á lögninni með vinstri opnunarjárninu. Rafmagnsvírarnir þar eiga til að nuddast í sundur og valda veseni.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 21. Jan 2005 18:24 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Fri 19. Sep 2003 00:52
Posts: 188
Location: -101-
centralið var með vesen hjá mér endalaust ...

reif upp víralögnina v. opnunarjárnið í skottinu og allt í sundur og vitleysu

þar.... lóðaði og krumpuhólkaði pakkann og það var allt í gúddí eftir það

_________________
Outback 2003
Sixpensari og Pípa

_________________


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Jan 2005 14:37 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
takk, kíki á það þegar ég hef tíma...

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Jan 2005 20:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
prófaðu þetta fyrst:
http://www.bmwe34.net/E34main/Maintenan ... citors.htm

með samlæsingarnar þá var ég með sama vandamálið á e32 en það er langt síðan og ég náði aldrei að laga það. Myndi ekki sætta mig við þetta núna.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 13. Feb 2005 15:51 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Tue 11. Jan 2005 11:01
Posts: 356
jæja ég tók mig til fyrir svona mánuði síðan og skellti þjófavörn og fjarstýringu á samlæsingar og þetta vesen var ennþá. svo núna í vikunni hætti að virka að læsa honum tvisvar með fjarstýringunni, virkaði bara með lyklinum, þannig að ég tók mig til í dag og kíkti á þetta í skottinu og í bílstjórahurðinni, datt einna helst í hug að það væru þessir tveir mótorar, baðaði þá báða í wd40 og komst að því að þegar ég ýtti takkanum á skottinu eins og langt inn og hægt er, þá tikkar samlæsingin (stundum bara læsist hann eða læsist og opnast aftur). nennti nú ekki að rífa mótorona úr en eftir þessa aðgerð þá læsir hann núna í annaðhvert skipti sem ég nota fjarstýringuna og í hin skiptin þarf að læsa tvisvar til að hann læsist.. :? spurning um að rífa upp farþegaframhurðina og baða mótorinn þar í wd40..

svo ein spurning svona í lokin, hvar eru nemarnir sem skynja hvort hurð er opin/lokuð? hann er nefnilega bilaður í hægri afturhurðinni.

_________________
E36 325ia 1993 (seldur)
E34 520i 1992 (seldur)
og eitthvað af öðru dóti


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: .
PostPosted: Sun 13. Feb 2005 23:06 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Wed 11. Jun 2003 00:53
Posts: 764
Það eru pínulítill tittur/rofi í unitinu sem grípur hurðalæsinguna þegar þú lokar. Ef þetta er farið þá á Maggi í bílstart helling af þessu, annars minnir mig líka að þetta sé hræódýrt í bogl (ef það er þá til :roll: )

_________________
"I have not taken any drugs ore anything for a whole week now!" -Oh really? "Yeah, and feel so good I wanna get high!"
-Cheech&Chong

BMW E60 525i xDrive 2008


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 9 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 13 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group