bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Olíuskipti á sjálfskiptingu?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9151
Page 1 of 1

Author:  lettinn [ Tue 01. Feb 2005 17:12 ]
Post subject:  Olíuskipti á sjálfskiptingu?

Hvernig er það, ég var að heyra að það ætti að vera einhver eilífðarolía á sjálfskiptingunni á e-36 bílnum mínum, er eitthvað til í því? Á maður þá bara að láta þetta vera eða hafið þið snillingarnir eitthvað svar við þessu?

Author:  Höfuðpaurinn [ Thu 03. Feb 2005 11:12 ]
Post subject: 

ég ætla nú ekki að kalla sjálfan mig einhvern bmw snilling en ég hef aldrei heyrt um eilífðarolíu á sjálfskiptingu áður... hef bara heyrt hvað mönnum finnst réttur tími á milli skiptingu á olíu og síu á þeim mislangur..
hef alveg heyrt menn tala um 40-100 þús. km. eftir bílum, mjög algengt er svona 60-80 þús. km. og að mínu mati myndi ég bara skipta ef það er orðið mjög langt síðan það var gert síðast... held að þú tapir engu á því. annars geturu líka alltaf bjallað í b&l eða tb og spurt þá!

Author:  Logi [ Thu 03. Feb 2005 11:45 ]
Post subject: 

BMW gefur það upp að aldrei þurfi að skipta um olíu á sjálfskiptingum (man ekki alveg hvenær það var byrjað á þessu). Ef sjálfskiptingin er hins vegar farin að hegða sér eitthvað undarlega er hægt að skipta um olíu.... Tala bara við þá í B&L eða TB!

Author:  oskard [ Thu 03. Feb 2005 14:44 ]
Post subject: 

Logi wrote:
BMW gefur það upp að aldrei þurfi að skipta um olíu á sjálfskiptingum (man ekki alveg hvenær það var byrjað á þessu). Ef sjálfskiptingin er hins vegar farin að hegða sér eitthvað undarlega er hægt að skipta um olíu.... Tala bara við þá í B&L eða TB!


sama er um drifin í nýrri bílum þau eru sealuð og það á aldrei að skipta um á þeim :)

Author:  jonthor [ Thu 03. Feb 2005 14:50 ]
Post subject: 

Já, ég leitaði mikið að þessu fyrir minn bíl. En það er á tékklistanum fyrir inspection II á E36 að skipta um olíu. Sumir segja hins vegar að það þurfi ekki að skipta um olíu á skiptingunni og drifinu. Eftir að hafa skoðað þetta allt saman vel þá sannfærðist ég um að það er þess virði að skipta um þetta á mínum ( sem er beinskiptur) í inspection II þ.e. á 75k fresti. Er einmitt nýbúinn að láta skipta um hjá mér.

Author:  oskard [ Thu 03. Feb 2005 14:52 ]
Post subject: 

jonthor wrote:
Já, ég leitaði mikið að þessu fyrir minn bíl. En það er á tékklistanum fyrir inspection II á E36 að skipta um olíu. Sumir segja hins vegar að það þurfi ekki að skipta um olíu á skiptingunni og drifinu. Eftir að hafa skoðað þetta allt saman vel þá sannfærðist ég um að það er þess virði að skipta um þetta á mínum ( sem er beinskiptur) í inspection II þ.e. á 75k fresti. Er einmitt nýbúinn að láta skipta um hjá mér.


svona af forvitni veistu hvort það var sett sjáfskiptingarolía eða gírolía
þegar það var skipt um ?

Author:  Halli [ Thu 03. Feb 2005 23:59 ]
Post subject: 

Ef þetta er sjálfskiftur bíll þa myndi ég láta skipta um síu og vökva
ég mæli með T.B

Author:  jonthor [ Fri 04. Feb 2005 08:34 ]
Post subject: 

oskard wrote:
jonthor wrote:
Já, ég leitaði mikið að þessu fyrir minn bíl. En það er á tékklistanum fyrir inspection II á E36 að skipta um olíu. Sumir segja hins vegar að það þurfi ekki að skipta um olíu á skiptingunni og drifinu. Eftir að hafa skoðað þetta allt saman vel þá sannfærðist ég um að það er þess virði að skipta um þetta á mínum ( sem er beinskiptur) í inspection II þ.e. á 75k fresti. Er einmitt nýbúinn að láta skipta um hjá mér.


svona af forvitni veistu hvort það var sett sjáfskiptingarolía eða gírolía
þegar það var skipt um ?


Hef ekki Guðmund, en af því sem ég hef lesið þá virðast menn ekki vera að nota sömu olíu þegar þeir eru að skipta um þetta sjálfir.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/