bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vatnslás í E36 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=9009 |
Page 1 of 3 |
Author: | gunnar [ Sun 23. Jan 2005 17:04 ] |
Post subject: | Vatnslás í E36 |
Jæja, vatnslásinn í bílnum hjá mér er farinn. Ætlaði að reyna að skipta um þetta sjálfur. Og kíkti á þetta aðeins sjálfur og las mér til um þetta í Haynes. Þetta lýtur út fyrir að vera smá vesen. Þarf að losa viftuspaðann og fullt af drasli þarna. Þetta virtist alla vega vera aðeins fyrir ofan mína viðgerðargetu. Og í staðinn fyrir að fara með hann beint niður á T.B ætlaði ég að athuga hvort eitthver hérna gæti aðstoðað mig með þetta fyrir smá pening ef hann kann þetta ? Er með góða aðstöðu hérna hjá mér og svona semi nóg af verkfærum. Endilega ef eitthver hefur áhuga á að fá smá auka pening þá má hann hafa samband við mig. |
Author: | ramrecon [ Sun 23. Jan 2005 19:13 ] |
Post subject: | |
veit nú ekki hvort þetta hjálpar til eitthvað, ég er enn að leita í þessu ![]() ![]() |
Author: | gunnar [ Sun 23. Jan 2005 20:48 ] |
Post subject: | |
jú jú þetta er vatnslásinn. Ég veit alveg hvar hann er. Bara málið er að ég er ekki alveg viss um hvað ég á að taka í sundur til að komast að honum. Og er ekki viss um að ég geti sett það almennilega saman aftur ![]() |
Author: | oskard [ Sun 23. Jan 2005 20:52 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: jú jú þetta er vatnslásinn. Ég veit alveg hvar hann er. Bara málið er að ég er ekki alveg viss um hvað ég á að taka í sundur til að komast að honum. Og er ekki viss um að ég geti sett það almennilega saman aftur
![]() kaupa bentley eða haynes, það þýðir ekkert annað ![]() |
Author: | gunnar [ Sun 23. Jan 2005 20:53 ] |
Post subject: | |
Ef þú lest póstinn fyrir ofan þá sérðu að ég kíkti í Haynes. Málið er að þetta drull er með með 3 skiptilyklum af 5 í erfileikastigum. Var að skoða þetta og það virðist vera smá moð að ná viftukúplingunni og því drasli af. |
Author: | jonthor [ Sun 23. Jan 2005 23:12 ] |
Post subject: | |
Neinei, alls ekki, ég gerði þetta um daginn og hef ekki meiri reynslu eða aðstöðu en þú. Það er ekkert mál að taka viftuna af. Þú þarft bara að hafa langan skiptilykil til að halda við. Það eru fín DIY á netinu um þetta. Þú getur þetta alveg sjálfur. Húsið utan um vatnslásinn á það til að brotna með tímanum á þessum bílum svo það er ekkert vitlaust að skipta um það í leiðinni (kostar örugglega innan við 1000kr.) |
Author: | force` [ Sun 23. Jan 2005 23:22 ] |
Post subject: | |
hmmmm..... nú er ég ekki viss hvort að þetta sé líkt m70 vélinni, en það var minnsta mál að skipta um vatnslásinn á honum, tók um 10 mín með því að finna til verkfærin. Veit einhver hvort að þetta sé á sama stað? Ef svo er get ég sagt þér hvernig það var gert hjá mér. |
Author: | gunnar [ Mon 24. Jan 2005 08:29 ] |
Post subject: | |
Til dæmis á E34 var þetta piece of cake. En það er meira mál að komast að þessu í E36. Spurning að maður reyni að losa þetta bara sjálfur. Sakar ekki að reyna alla vega ![]() |
Author: | gstuning [ Mon 24. Jan 2005 08:59 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Til dæmis á E34 var þetta piece of cake. En það er meira mál að komast að þessu í E36. Spurning að maður reyni að losa þetta bara sjálfur. Sakar ekki að reyna alla vega
![]() Segi það bíllinn er hvort eð er inní skúr, þú hefur samt að samkomunni til að klára!! |
Author: | gunnar [ Mon 24. Jan 2005 09:02 ] |
Post subject: | |
Reyndar er ég nú búinn að taka hann út. Setti hann inn um helgina af því að ég var að herða á bremsuborðum og bóna elskuna. Svo var maður að festa örlítið betur og ganga frá þessu græjusystemi sem maður var að setja upp hjá sér. Þannig að maður ætti nú að vera tilbúinn fyrir samkomuna ![]() Spurning um að mæta á álfelgum ef veður leyfir ![]() |
Author: | jonthor [ Mon 24. Jan 2005 09:35 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Til dæmis á E34 var þetta piece of cake. En það er meira mál að komast að þessu í E36. Spurning að maður reyni að losa þetta bara sjálfur. Sakar ekki að reyna alla vega
![]() Ekki spurning, láttu reyna á þetta. Viss um að það gengur vel. Mig minnir að þetta hafi verið leiðbeiningarnar sem ég notaði: http://www.logun.org/therm.htm annars er nóg til af þessu! Ég myndi reyndar ráðleggja þér að skipta um vatnsdæluna líka, ég skipti um vatnslásinn og 2mán seinna fór vatnsdælan hjá mér. Fyrst þú þarft að taka þetta í sundur á annað borð þá er um að gera að skipta um hana líka, hún fer alltaf í þessum bílum. Hér eru leiðbeiningar fyrir það, það er ekkert meira mál: http://www.logun.org/waterpmp.htm gangi þér vel. |
Author: | Ibzen [ Thu 27. Jan 2005 20:31 ] |
Post subject: | |
Ertu búinn að redda þessu Gunni? Hvernig voru sjúkdómseinkennin þegar að vatnslásinn fór hjá þér? Var hann að ofhita sig eða ekkert að hita sig... Ég er í einhverjum vandræðum með þetta á mínum. Hann er mjög lengi að hita sig og hitar sig ekki alveg að fullu. Er þetta eitthvað svipað og var hjá þér? |
Author: | gunnar [ Thu 27. Jan 2005 23:22 ] |
Post subject: | |
Jamm sama shit.. Bíllin hitar sig eiginlega ekkert.. Nema eftir soldið aggressíva keyrslu í svona 20 mín. Svo blæs hann bara svona hlandvolgu í mistöðinni ![]() |
Author: | Jss [ Thu 27. Jan 2005 23:47 ] |
Post subject: | |
Vatnslásar í BMW bila í miklum meirihluta tilfella þannig að bíllinn er kaldur, mjög sjaldan sem menn lenda í því að hann hiti sig um of vegna vatnsláss. |
Author: | Ibzen [ Fri 28. Jan 2005 14:58 ] |
Post subject: | |
Já ég hélt það líka Jss. Ertu búinn að skipa um vatnslásinn Gunni? Er þetta eitthvað mál?[/quote] |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |