hjortur wrote:
Jæja, bmwinn minn fær að hvíla sig inní skúr í vetur.
Er eitthvað sérstakt sem að þið mælið með.
Þrífa hann massíft að innan og utan.
Hreyfa hann öðru hverju svo að dekkinn verði ekki með flata bletti
Setja eitthvað inn í hann til að draga í sig rakann.
Láta hann ganga öðru hverju eða geyma það vegna þess að hann fær aldrei að hitna allmennilega ?
Setja rafgeyminn á almennilegt hleðslutæki (sem yfirhleður ekki)?
Notiði eitthvað í bensínið til að það skemmist ekki ?
1. Það er rétt að þrífa eins og hver getur best gert, þá líka innan í brettunum sem er oft fullt af sandi og drullu
2. það er þá betra að setja hann á kubba undir hann miðjan svo að hann sifji ekkert á dekkjunum og aðra kubba undir spyrnar að framan og aftan til að demparinn sé mögulega ekki í lengstu stöðu
3. Hafa þá frekar glugga lítið opin til að lofta vel um bílinn
4. ef þú ætlar að láta hann ganga þá ættiru að fara keyra hann en ekki bara láta hann sitja
5. Ef þú ert á öðrum bíl þá geturru svissað rafgeymun annarslagið eða fengið þér snjallt hleðslutæki sem veit hvað það er að gera
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
