bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

m40b16 of hár snúningur í lausagangi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8878
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Wed 12. Jan 2005 20:41 ]
Post subject:  m40b16 of hár snúningur í lausagangi

Hvað getur verið að plata tölvuna? Bíllinn gengur alveg vel þ.e. mjög jafnt en bara allt of hár snúningur. Ekki snúningshraðamælir en hann bara spólar af stað í snjónum.
Ég giska á e-n skynjara en kveiki ekki alveg hvaða skynjara ætti að prófa að skipa um því þetta gerist þegar vélin er alveg köld.
Bíllinn byrjaði að láta svona eftir að hann varð rafmagnslaus og ég gaf honum start og lét hann svo ganga í 10mín kom þá að honum og það rauk upp úr húddinu. Þá lak kælikerfið með vatnslöngu í miðstöðinni. Ég herti hosuklemmuna, skiptu um lok á forðabúrið sem á náttúrlega að hleypa þessum þrýstingi út og bætti á kerfið það sem tapaðist. Startaði svo bílnum og ætlaði að fara að lofttæma en þá bara fór vélinn að snúast svona rosalega hratt. Vélin hefur mjög ósennilega náð að ofhitna eitthvað því þetta voru bara um 10 mín í lausagangi og frekar kalt úti. Vírinn frá bensíngjöfinni er ekki fastur í mesta eða eitthvað álíka, hann er alveg réttur.

Author:  gstuning [ Wed 12. Jan 2005 20:56 ]
Post subject: 

Hmm,

Getur verið einhver vacuum leki, einhver minniháttar?

Er bílinn að öllu öðru leiti alveg eins í akstri
fer hann alltaf strax í gang og svona án erfiðleika?

Author:  grettir [ Wed 12. Jan 2005 21:09 ]
Post subject: 

Búinn að athuga hvort mottan er nokkuð að ýta á bensíngjöfina? Trúðu mér, það gerist :shock:

Author:  Bjarki [ Wed 12. Jan 2005 21:38 ]
Post subject: 

Vírinn í vélinni er óstrekktur þannig mottan er á réttum stað, a.m.k. ekki röngum. En ég veit um a.m.k. eina vacuum slöngu sem er komin vel á tíma. Á meira að segja aðra í öðrum bíl, mun skipta henni út hið snarasta.

Author:  moog [ Thu 13. Jan 2005 09:31 ]
Post subject: 

Er Bjarkinn að rústa bílnum mínum? ;)

Author:  RA [ Thu 13. Jan 2005 20:19 ]
Post subject: 

Ég hef heyrt að tölvurnar geti verið viðkvæmar fyrir að þiggja start. Ég myndi hringja upp á B&L og spyrja að því? :argh: :bawl: :drunk:

Author:  Bjarki [ Sat 15. Jan 2005 17:01 ]
Post subject: 

þetta er komið :oops:
samkvæmt bókunum þá er það bara bensínvírinn eða slöngur. Ég fór að yfirfara þetta og það var bara bensínvírinn aðeins togaður til þannig þetta tók ekki nema andartak loksins þegar kom sæmilegt veður og ég nennti að kíkja á þetta. :lol:

Author:  grettir [ Sat 15. Jan 2005 17:56 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
þetta er komið :oops:
samkvæmt bókunum þá er það bara bensínvírinn eða slöngur. Ég fór að yfirfara þetta og það var bara bensínvírinn aðeins togaður til þannig þetta tók ekki nema andartak loksins þegar kom sæmilegt veður og ég nennti að kíkja á þetta. :lol:


Gott að heyra. Mér datt þetta með mottuna bara í hug því mottan mín rann til eitthvað um daginn og vagninn fór að ganga á tæplega 2000 snúningum, sem er afleitt :shock:

Author:  iar [ Sat 15. Jan 2005 17:58 ]
Post subject: 

Frábært hjá þér Bjarki að pósta lausninni á málinu. :clap:

Það á eflaust eftir að nýtast öðrum seinna meir.

Author:  bebecar [ Sat 15. Jan 2005 18:01 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Bjarki wrote:
þetta er komið :oops:
samkvæmt bókunum þá er það bara bensínvírinn eða slöngur. Ég fór að yfirfara þetta og það var bara bensínvírinn aðeins togaður til þannig þetta tók ekki nema andartak loksins þegar kom sæmilegt veður og ég nennti að kíkja á þetta. :lol:


Gott að heyra. Mér datt þetta með mottuna bara í hug því mottan mín rann til eitthvað um daginn og vagninn fór að ganga á tæplega 2000 snúningum, sem er afleitt :shock:


Ég hef lennt í svona mottuveseni sjálfur - á botngjöf upp Hverfisgötuna :shock: Ekki gaman, mundi þó eftir heilræði frá ökukennaranum mínum og sparkaði í mottuna og það virkaði strax, sem betur fer :roll:

Author:  Bjarki [ Sat 15. Jan 2005 21:12 ]
Post subject: 

iar wrote:
Frábært hjá þér Bjarki að pósta lausninni á málinu. :clap:

Það á eflaust eftir að nýtast öðrum seinna meir.


maður verður að klára dæmið hvort sem maður er klár eða klaufskur! Stundum klár stund klaufi en alltaf gaman af þessu.

Author:  saemi [ Sat 15. Jan 2005 21:40 ]
Post subject: 

Hehe, já svona "mottuvesen", kannast við það. Lenti í þessu einu sinni eftir að ég botnaði 745i bílinn minn gamla út úr hringtorgi. Frekar asnalegt að geta ekki slegið af þá :shock:

Eina sem ég gat gert var að drepa á bílnum :D

Author:  bebecar [ Sun 16. Jan 2005 08:19 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Hehe, já svona "mottuvesen", kannast við það. Lenti í þessu einu sinni eftir að ég botnaði 745i bílinn minn gamla út úr hringtorgi. Frekar asnalegt að geta ekki slegið af þá :shock:

Eina sem ég gat gert var að drepa á bílnum :D


:shock: ÁIIII - það er miklu verra heldur en að botn standa Mazda 626 :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/