bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vélarhiti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8853
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Tue 11. Jan 2005 17:30 ]
Post subject:  Vélarhiti

520i 89 árgerð..

Skipti um viftukúplingu um helgina og einnig báðar viftureimarnar í leiðinni.

Vandinn lýsir sér þannig að þegar að ég er stopp á ljósum rís hitamælirinn aðeins og fer í 3/4.. svo þegar að ég legg af stað lækkar hann aftur..

Hvað þarf ég að athuga?

Næstu helgi verður skipt um kælivökva í bílnum, á ég að skipta um vatnslás í leiðinni, gæti þetta verið hann?

Kveðja

Author:  Eggert [ Tue 11. Jan 2005 17:31 ]
Post subject: 

Án þess að ég hafi persónulega reynslu af þessu, þá las ég um svipað vandamál, reyndar í 535i, að þá væri það vatnsdælan sem er biluð.

Kannsi að aðrir kraftsmenn commenti á það.

Author:  flamatron [ Tue 11. Jan 2005 17:50 ]
Post subject: 

Þett var líka að gerast á mözdunni minni,,, ég skipti um kælivökva, og vatslás,, og það er allt í lagi núna.

Author:  oskard [ Tue 11. Jan 2005 18:56 ]
Post subject: 

vatnslás væri sniðugt að skipta um, er vatnskassinn kanski bara orðinn slappur ?

Author:  Jónas [ Tue 11. Jan 2005 19:06 ]
Post subject: 

Jæja, ætla allavegna að byrja á vatnslásnum, sjá til hvort þetta reddist þá :)

Author:  grettir [ Tue 11. Jan 2005 21:11 ]
Post subject: 

Dælan hjá mér fór í fyrravetur, lýsti sér nokkurn veginn svona. Maður heyrði samt glamur í dælunni, svo ef þinn er alveg silent, þá er það líklega lásinn.

Author:  Jónas [ Tue 11. Jan 2005 21:25 ]
Post subject: 

Heyrist ekkert glamur..

Author:  Jónas [ Sat 15. Jan 2005 20:57 ]
Post subject: 

Jæja, nóg var gert um helgina og vil ég þakka gaurnum sem var að vinna á verkstæðinu hjá tækniþjónustu bifreiða fyrir að redda helginni :roll:

Annars, þar sem að gert var í dag var það að skipt var um klossa og handbremsuborða að aftan, allt var í hönki þar, og diskar renndir.

Síðan var vatnslás skipt út og nýtt kælivatn sett á kerfið. Þar með lagaðist vélarhitamálið... :)

Annars tók ég síðan eftir því að það eru nýir demparar í honum, allan hringinn, það er ágætt :)

Jæja, þá er það sem gert hefur verið frá því að ég fékk hann

Skipt um viftukúplingu.
Nýr miðjukútur undir honum.
Miðstöð tekinn úr, þrifin og fleira.
Kastarar endurtengdir og lagfærðir
nýir handbremsuborðar
nýir klossar að aftan
hvít stefnuljós að framan


Jæja, þá er listinn kominn held ég, og fátt er eftir, næstu helgi verður ryð þrifið og dyttað aðeins að því, það verður síðan tekið í gegn þegar veðrið fer að skána aðeins:)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/