bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vetrardvalinn.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8848
Page 1 of 1

Author:  hjortur [ Tue 11. Jan 2005 14:31 ]
Post subject:  Vetrardvalinn.

Jæja, bmwinn minn fær að hvíla sig inní skúr í vetur.

Er eitthvað sérstakt sem að þið mælið með.

Þrífa hann massíft að innan og utan.
Hreyfa hann öðru hverju svo að dekkinn verði ekki með flata bletti
Setja eitthvað inn í hann til að draga í sig rakann.
Láta hann ganga öðru hverju eða geyma það vegna þess að hann fær aldrei að hitna allmennilega ?
Setja rafgeyminn á almennilegt hleðslutæki (sem yfirhleður ekki)?

Notiði eitthvað í bensínið til að það skemmist ekki ?

Author:  gstuning [ Tue 11. Jan 2005 16:24 ]
Post subject:  Re: Vetrardvalinn.

hjortur wrote:
Jæja, bmwinn minn fær að hvíla sig inní skúr í vetur.

Er eitthvað sérstakt sem að þið mælið með.

Þrífa hann massíft að innan og utan.
Hreyfa hann öðru hverju svo að dekkinn verði ekki með flata bletti
Setja eitthvað inn í hann til að draga í sig rakann.
Láta hann ganga öðru hverju eða geyma það vegna þess að hann fær aldrei að hitna allmennilega ?
Setja rafgeyminn á almennilegt hleðslutæki (sem yfirhleður ekki)?

Notiði eitthvað í bensínið til að það skemmist ekki ?


1. Það er rétt að þrífa eins og hver getur best gert, þá líka innan í brettunum sem er oft fullt af sandi og drullu
2. það er þá betra að setja hann á kubba undir hann miðjan svo að hann sifji ekkert á dekkjunum og aðra kubba undir spyrnar að framan og aftan til að demparinn sé mögulega ekki í lengstu stöðu
3. Hafa þá frekar glugga lítið opin til að lofta vel um bílinn
4. ef þú ætlar að láta hann ganga þá ættiru að fara keyra hann en ekki bara láta hann sitja
5. Ef þú ert á öðrum bíl þá geturru svissað rafgeymun annarslagið eða fengið þér snjallt hleðslutæki sem veit hvað það er að gera

Author:  hjortur [ Tue 11. Jan 2005 17:16 ]
Post subject: 

Hann er kominn af sumardekkjunum og búið að breiða yfir þau þannig að ég hef ekki áhyggjur af þeim.
Það er 2 metra skafl fyrir framan bílskúrinn þannig að það er ekki option að hreyfa hann fram að þeim tíma sem snjóa leysir.
Ég myndi halda að það væri betra að setja hann ekki í gang heldur en að láta hann ganga lausagang.

Hafiði rekist á alvöru hleðslutæki fyrir rafgeyma sem hætta að hlaða þegar geymarnir eru orðnir fullir ?

Author:  Höfuðpaurinn [ Tue 11. Jan 2005 21:47 ]
Post subject: 

þú þarft nú ekkert að hafa áhyggjur af bensíninu..
og fyrst hann stendur inni í skúr þarftu heldur ekkert að láta hann ganga, ég myndi frekar bara skipta um olíur og síur þegar þú tekur hann út til að vélin fái premium smurningu..jafnvel skella einhverjum bætiefnum með til að mýkja allt upp..
með geyminn get ég ekki hjálpað þér því ég síðast þegar ég lét bíl standa svona yfir vetur þá var hann ekki yfirfullur af tölvudrasli svo ég tók hann bara úr sambandi og skellti honum bara í hleðslu daginn áður en ég tók bílinn í notkun..

Author:  gstuning [ Tue 11. Jan 2005 22:34 ]
Post subject: 

hjortur wrote:
Hann er kominn af sumardekkjunum og búið að breiða yfir þau þannig að ég hef ekki áhyggjur af þeim.
Það er 2 metra skafl fyrir framan bílskúrinn þannig að það er ekki option að hreyfa hann fram að þeim tíma sem snjóa leysir.
Ég myndi halda að það væri betra að setja hann ekki í gang heldur en að láta hann ganga lausagang.

Hafiði rekist á alvöru hleðslutæki fyrir rafgeyma sem hætta að hlaða þegar geymarnir eru orðnir fullir ?


Það eru til svoleiðis tæki
www.demon-tweeks.com

Author:  gunnar [ Wed 12. Jan 2005 13:14 ]
Post subject: 

Ertu að fara láta hann standa eitthvað meira en 3-4 mánuði? Þarf nú ekki að ganga svona langt með marga af þessum hlutum.

Author:  hjortur [ Wed 12. Jan 2005 13:57 ]
Post subject: 

Veit að þetta er allt of langt gengið í mínu tilfelli. Ég er aðallega að pæla því að það kemur fyrir að maður hjálpar einhverjum að koma bíl fyrir í geymslu og alls konar þannig fikti.

einnig á ég snjósleða sem er bílskúrsbúi of stóran hluta á árinu. Ég hef lent í veseni með það að bensínið skemmist á geymslu.

Author:  oskard [ Wed 12. Jan 2005 14:03 ]
Post subject: 

það sem skiptir mestu máli er að skipta um olíu á vélinni áður en þú startar bílnum eftir dvalann

Author:  RA [ Thu 13. Jan 2005 22:32 ]
Post subject: 

Rúnar veit hvað hann syngur :wink:

http://www.stjarna.is/forum/viewtopic.p ... ght=standa

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/