bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nokkrir punktar í sambandi við ljós og Xenon
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8844
Page 1 of 3

Author:  Svezel [ Tue 11. Jan 2005 13:12 ]
Post subject:  Nokkrir punktar í sambandi við ljós og Xenon

Mér datt í hug að skrifa hér smá pistil um xenon og ljós eftir að margir hafa verið að spyrja mig um slíkt.

1. Fjöldi K í xenon kitti segir ekki til um ljósmagn eða gæði! Þetta segir til um lit bjarmans og er mælieining á hita litarins. Maður sér oft á ebay 8000k eða jafnvel 10000K og það er auglýst sem eitthvað mega gott. Það er bara rugl og segir bara að birtan af ljósunum er mjög blá og blár litur er ekki góður til lýsingar.

OEM kit eru oftast í kringum 5000K enda vita BMW og fleiri að af því er mesta birtan. 6000-6500K er alveg í lagi og mjög flott en allt yfir það er bara show off.

2. Það er ekkert mál að kaupa þetta af ebay eða álíka stað á netinu. Pantaðu bara ljós sem eru gefin upp fyrir sömu perutegund og þú notar. Passaðu þig bara á að það er töluvert af vitleysingum á ebay og sendu alltaf póst á seljanda áður en þú býður í/kaupir vöruna.

3. Það er ekkert mál að tengja þetta! Plug and play eins og það gerist best en eina vandamálið getur verið að festa ballast og stundum þarf að bora í ljóskerin til að koma snúrum út. Annars bara kökubiti.

4. Láttu stilla ljósin ef þú sérð að þau eru ekki rétt. Illa stillt xenon ljós með kolvitlausan brennipunkt er það sem kemur óorði á xenon.

Það er í raun ekkert mál að gera a.m.k. grunn stillingar sjálfur með því að leggja nálægt vegg og stilla ljósin þ.a. þau lýsi bæði í sömu línu og ekki upp í loft.. Það eru stilliskrúfur aftan á ölum ljósum og ef þær virka ekki þá er bara að hliðra ljóskerinu aðeins til á festingunum, en þeir hafa einmitt stillingar líka.

Vona að þetta hjálpi einhverjum

Author:  gunnar [ Tue 11. Jan 2005 13:19 ]
Post subject: 

Takk fyrir þetta Sveinbjörn. :)

Author:  fart [ Tue 11. Jan 2005 14:07 ]
Post subject: 

Fylgja ekki sjálfvirkir hæðastillar í svona kittum?

Ljósin hjá mér eru alveg massíft fljót að hæðastilla sig eftir því hvernig bíllinn er.

Author:  Svezel [ Tue 11. Jan 2005 14:24 ]
Post subject: 

fart wrote:
Fylgja ekki sjálfvirkir hæðastillar í svona kittum?

Ljósin hjá mér eru alveg massíft fljót að hæðastilla sig eftir því hvernig bíllinn er.


Nei.

Hæðarstillarinn er inni í sjálfu ljóskerinu og því ekki innifalið í neinu aftermarket xenon.

Já og ég gleymdi að minnast á það að ef menn eru með dagljósabúnað þá er mælt með því að aftengja hann áður en xenon er sett í.

Author:  oskard [ Tue 11. Jan 2005 14:25 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
fart wrote:
Fylgja ekki sjálfvirkir hæðastillar í svona kittum?

Ljósin hjá mér eru alveg massíft fljót að hæðastilla sig eftir því hvernig bíllinn er.


Nei.

Hæðarstillarinn er inni í sjálfu ljóskerinu og því ekki innifalið í neinu aftermarket xenon.

Já og ég gleymdi að minnast á það að ef menn eru með dagljósabúnað þá er mælt með því að aftengja hann áður en xenon er sett í.


afhverju ?

Author:  Svezel [ Tue 11. Jan 2005 14:30 ]
Post subject: 

Ég held að það sé afþví að dagljósabúnaurinn kveikir á ljósunum um leið og svissinn fer á "ON" en svo slekkur hann á þeim þegar maður er að starta bílnum. Það fer illa með startarann fyrir perururnar og leiðir til styttri endingar.

Annars er ég ekki klár afhverju það er en þetta er alltaf tekið fram í ísetningarleiðbeiningum

Author:  Steinieini [ Tue 11. Jan 2005 14:55 ]
Post subject: 

Aðeins pínku off topic; Hefur einhver hookað Angel eyes í E34, ef svo er væri mjög gott ef hann myndi nenna "gæda" mig aðeins in :wink:

Author:  fart [ Tue 11. Jan 2005 15:00 ]
Post subject: 

OT: sá E34 með Angel Eyes í morgun.

Back to the topic.

Skynjarinn fyrir hæðarstillirinn er á afturöxlin en að sjálfsögðu er hæðastillirinn sjálfur inni í ljóskerinu, en það er s.s. ekki sjálfvirk hæðarstilling á aftermarket xenon?

Varðandi dagljós og Xenon þá sagði Bjarki B&L gúru ekkert varðandi það að stilla inn dagljósin á mínum. Sé ekki betur en allir þessir Porsche jeppar, BMW E60 + X5,Range Rover, Audi A6 og VW Touareg sem standa hérna fyrir utan séu allir með dagljós.

Author:  arnib [ Tue 11. Jan 2005 16:01 ]
Post subject: 

fart wrote:
Varðandi dagljós og Xenon þá sagði Bjarki B&L gúru ekkert varðandi það að stilla inn dagljósin á mínum. Sé ekki betur en allir þessir Porsche jeppar, BMW E60 + X5,Range Rover, Audi A6 og VW Touareg sem standa hérna fyrir utan séu allir með dagljós.


En þeir eru líklega ekki með after-market xenon ljós, og þar af leiðandi gerir dagljósa búnaðurinn þeirra líklega ráð fyrir þessu vandamáli.

Þ.e. dagljósabúnaður í venjulegum bíl kveikir strax á perunum þegar bíllinn fer á on, þar sem að venjulegar perur þola flöktið í rafmagninu ágætlega við startið.

Dagljósabúnaður fyrir venjulegar perur ætti semsagt að vera aftengdur þegar sett er Xenon í bílinn, þar sem að þær (eða ballastið) þola þá sennilega illa flöktið við startið.

Ég geri ráð fyrir því að dagljósabúnaður sem myndi skynja ekki bara að bíllinn væri á ON, heldur einnig í lausagangi og myndi _þá_ starta ljósunum upp væri sennilega í lagi að hafa tengdan!

Author:  fart [ Tue 11. Jan 2005 16:09 ]
Post subject: 

skil, Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. :)

Author:  Þórir [ Tue 07. Mar 2006 20:07 ]
Post subject: 

Jæja. Hérna er maður að grafa upp ansi gamlan þráð en samt sem áður afskaplega gagnlegan.

En mig langaði að spyrja þig Svezel, Xenon kónginn. Hvað er helst að varast þegar maður fer að setja svona í? Þú ert nú búinn að gera þetta nokkrum sinnum og hefur mestu reynsluna í þessu.

Kv.
Þórir I.

Author:  Alpina [ Tue 07. Mar 2006 21:51 ]
Post subject: 

arnib wrote:
fart wrote:
Varðandi dagljós og Xenon þá sagði Bjarki B&L gúru ekkert varðandi það að stilla inn dagljósin á mínum. Sé ekki betur en allir þessir Porsche jeppar, BMW E60 + X5,Range Rover, Audi A6 og VW Touareg sem standa hérna fyrir utan séu allir með dagljós.


En þeir eru líklega ekki með after-market xenon ljós, og þar af leiðandi gerir dagljósa búnaðurinn þeirra líklega ráð fyrir þessu vandamáli.

Þ.e. dagljósabúnaður í venjulegum bíl kveikir strax á perunum þegar bíllinn fer á on, þar sem að venjulegar perur þola flöktið í rafmagninu ágætlega við startið.

Dagljósabúnaður fyrir venjulegar perur ætti semsagt að vera aftengdur þegar sett er Xenon í bílinn, þar sem að þær (eða ballastið) þola þá sennilega illa flöktið við startið.






Ég geri ráð fyrir því að dagljósabúnaður sem myndi skynja ekki bara að bíllinn væri á ON, heldur einnig í lausagangi og myndi _þá_ starta ljósunum upp væri sennilega í lagi að hafa tengdan!



þú hér :roll: :roll: :roll: ekkert sést inn á kraftinum lengi

Author:  Svezel [ Tue 07. Mar 2006 22:09 ]
Post subject: 

Þórir wrote:
Jæja. Hérna er maður að grafa upp ansi gamlan þráð en samt sem áður afskaplega gagnlegan.

En mig langaði að spyrja þig Svezel, Xenon kónginn. Hvað er helst að varast þegar maður fer að setja svona í? Þú ert nú búinn að gera þetta nokkrum sinnum og hefur mestu reynsluna í þessu.

Kv.
Þórir I.


Ganga vel frá spennunum, fara mjög gætilega með perurnar, passa að allar tengingar sé vel varðar og vel gengið frá þeim

Author:  Þórir [ Tue 07. Mar 2006 23:02 ]
Post subject: 

Takk kærlega fyrir það.

Kv.
Þórir I.

Author:  íbbi_ [ Wed 08. Mar 2006 16:16 ]
Post subject: 

bíllin minn er með orginal Xenon, með sjálfvirkri hæðastillingu, hann kveikir ljósin leið og ég svissa á og þegar ég starta fara þau alveg niður og svo upp aftur og stoppa í einhverri áhveðini stöðu

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/