bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Meiri bremsuvandamál https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8837 |
Page 1 of 1 |
Author: | jonthor [ Tue 11. Jan 2005 10:29 ] |
Post subject: | Meiri bremsuvandamál |
Þegar ég loksins virðist vera búinn að komast fyrir vandamálið að framan, þá sýnist mér að diskarnir að aftan séu verptir. Það eru svona 2-3 mánuðir síðan ég fór að heyra hljóð frá þeim, en þar sem ég vissi að á þeim tíma voru diskarnir að framan verptir gerði ég ráð fyrir því að hljóðið væri að koma þaðan. Ég er búinn að kaupa nýja diska að aftan og borða. Hins vegar af reynslunni þori ég ekki að skipta um þetta strax fyrr en ég veit ástæðuna fyrir því að þeir verptust. Ég veit að það var tiltölulega nýlega búið að skipta um þetta þegar ég keypti bílinn fyrir 1,5 ári síðan. Ég var að skipta um dempara að aftan. Getur verið að diskarnir hafi verptst út af ónýtum dempurum? Ég held að legurnar séu ekki farnar og þá dettur mér ekki mikið annað í hug! Ég hef verið að leita að þessu á forumum en ekkert fundið! Einhverjar hugmyndir áður en ég ræðst í að skipta um diskana að aftan bara til að komast að því að þeir verpist aftur nokkrum mánuðum seinna!!! Hvernig er þetta með aðra E36 bíla hér á spjallinu? Það hafa væntanlega einhverjir lent í svipuðum vandræðum með titring. Eru menn almennt að sætta sig bara við þetta? Er ég bara svona fanatískur? ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 11. Jan 2005 10:35 ] |
Post subject: | |
Ég setti nýja handbremsuborða þegar ég setti nýja diska, þótt að það hafi verið í minnstu stillingu þá komust diskarnir ekki auðveldlega uppá hvað þá snúast, þannig að ég keyrði í smá handbremsu, það getur warpað disk að keyra svoleiðis, kannski er það sem hefur gerst hjá þér |
Author: | saemi [ Tue 11. Jan 2005 10:35 ] |
Post subject: | |
Án þess að ég þekki til E36 varðandi hjólabúnað, þá geta ónýtar gúmmífóðringar líka valdið víbringi við bremsun. Ég geri ráð fyrir að það sé það sem sé að pirra þig. Mér finnst mjög ólíklegt að diskarnir að aftan geti verpst, ekki nema kannski ef handbremsan hafi gleymst á. Annars er ekki það mikið átak á afturbremsunum að þær ættu að geta hitnað svo mikið ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 11. Jan 2005 10:41 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Án þess að ég þekki til E36 varðandi hjólabúnað, þá geta ónýtar gúmmífóðringar líka valdið víbringi við bremsun. Ég geri ráð fyrir að það sé það sem sé að pirra þig.
Mér finnst mjög ólíklegt að diskarnir að aftan geti verpst, ekki nema kannski ef handbremsan hafi gleymst á. Annars er ekki það mikið átak á afturbremsunum að þær ættu að geta hitnað svo mikið ![]() Þær geta hitnað nefninlega allsvakalega ef þetta er á ![]() Mínar voru einu sinni vel heitar, en diskurinn warpaðist ekki þrátt fyrir það samt |
Author: | jonthor [ Tue 11. Jan 2005 10:42 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Án þess að ég þekki til E36 varðandi hjólabúnað, þá geta ónýtar gúmmífóðringar líka valdið víbringi við bremsun. Ég geri ráð fyrir að það sé það sem sé að pirra þig.
Mér finnst mjög ólíklegt að diskarnir að aftan geti verpst, ekki nema kannski ef handbremsan hafi gleymst á. Annars er ekki það mikið átak á afturbremsunum að þær ættu að geta hitnað svo mikið ![]() Skrítið, ég hef samt verið að lesa um þetta og á þeim forumum sem ég hef lesið um hafa menn lýst þessu vandamáli nákvæmlega eins og það er hjá mér og talið þetta vera verptur diskur. Það er þannig að ég heyri diskinn rekast í borðana (geri ég ráð fyrir) nákvæmlega einu sinni á hverjum hring sem dekkið snýst, þetta heyrist alveg upp að svona 30km/klst. Ertu að tala um ónýtar gúmmífóðringar að aftan? |
Author: | jonthor [ Tue 11. Jan 2005 10:45 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: saemi wrote: Án þess að ég þekki til E36 varðandi hjólabúnað, þá geta ónýtar gúmmífóðringar líka valdið víbringi við bremsun. Ég geri ráð fyrir að það sé það sem sé að pirra þig. Mér finnst mjög ólíklegt að diskarnir að aftan geti verpst, ekki nema kannski ef handbremsan hafi gleymst á. Annars er ekki það mikið átak á afturbremsunum að þær ættu að geta hitnað svo mikið ![]() Þær geta hitnað nefninlega allsvakalega ef þetta er á ![]() Mínar voru einu sinni vel heitar, en diskurinn warpaðist ekki þrátt fyrir það samt Ég myndi líklegast taka eftir því ef handbremsan væri að hluta til á. Ég þykist sannfærður um að hafa aldrei keyrt með hana á, það er mjög augljóst ef svo er! Hún virðist reyndar bara vera tengd öðru megin og það er einmitt það hljól sem lætin koma frá! Handbremsan tekur sem sagt bara í öðru megin! |
Author: | gstuning [ Tue 11. Jan 2005 10:50 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: gstuning wrote: saemi wrote: Án þess að ég þekki til E36 varðandi hjólabúnað, þá geta ónýtar gúmmífóðringar líka valdið víbringi við bremsun. Ég geri ráð fyrir að það sé það sem sé að pirra þig. Mér finnst mjög ólíklegt að diskarnir að aftan geti verpst, ekki nema kannski ef handbremsan hafi gleymst á. Annars er ekki það mikið átak á afturbremsunum að þær ættu að geta hitnað svo mikið ![]() Þær geta hitnað nefninlega allsvakalega ef þetta er á ![]() Mínar voru einu sinni vel heitar, en diskurinn warpaðist ekki þrátt fyrir það samt Ég myndi líklegast taka eftir því ef handbremsan væri að hluta til á. Hún virðist reyndar bara vera tengd öðru megin og það er einmitt það hljól sem lætin koma frá! Handbremsan tekur sem sagt bara í öðru megin! ég veit ekki hvernig hún er stillt en það sem þú þarft að gera er að prufa að stilla hana aftur Ef þetta er eins og á E30 þá geturru hert á köplunum undir handbremsunni, þannig geturru prufað að slaka á þeim meginn sem lætin eru að koma frá, þá þarftu samt að toga aðeins betur bara í HB til að bremsa dekkin. |
Author: | saemi [ Tue 11. Jan 2005 10:53 ] |
Post subject: | |
Ef að eina vandamálið er að þú heyrir klossana nuddast í diskinn, þá myndi ég ekki halda að þetta væri neitt vandamál. Ef að ekkert finnst að í bremsun þá sé ég ekki neina ástæðu til að vera að skipta um diska. Það heyrist oft svona hljóð bara við það að bíllinn standi í nokkurn tíma óhreyfður. Þá ryðgar diskurinn og klossinn gerir far í hann og það heyrist í hvert skipti sem þetta far fer aftur framhjá klossunum. |
Author: | gstuning [ Tue 11. Jan 2005 10:58 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Ef að eina vandamálið er að þú heyrir klossana nuddast í diskinn, þá myndi ég ekki halda að þetta væri neitt vandamál. Ef að ekkert finnst að í bremsun þá sé ég ekki neina ástæðu til að vera að skipta um diska.
Það heyrist oft svona hljóð bara við það að bíllinn standi í nokkurn tíma óhreyfður. Þá ryðgar diskurinn og klossinn gerir far í hann og það heyrist í hvert skipti sem þetta far fer aftur framhjá klossunum. Það sem þetta getur líka verið að fastur gormur á endurkomunni fyrir hb barkanna, þ.e þegar er togað er í þá togar gormurinn ekki borðanna inn aftur og skilur þá eftir í smá pínu handbremsu |
Author: | jonthor [ Tue 11. Jan 2005 12:29 ] |
Post subject: | |
Ef læti væru eina vandamálið þá hefði allavega ekki farið og keypt diskana. Alltaf fram að þessu þegar ég lét renna diskana eða skipti um þá sjálfur að framan þá fór allur titringur í bremsum í byrjun. Þegar ég gerði það síðast fór hann ekki alveg, en hann virðist vera farinn að framan (er öðrvísi en áður). Það er sem sagt titringur núna þegar ég bremsa og ég er sannfærður um að það er verptur annar diskurinn, bara spurning af hverju. Gæti verið best að opna þetta og skoða gormana í handbremsunni. Hann virðist hins vegar alveg sleppa þegar handbremsan er ekki á. Handbremsan bremsar hins vegar bara öðru megin. Kunniði skýringu á því? Dottinn úr sambandi? |
Author: | gstuning [ Tue 11. Jan 2005 13:09 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: Ef læti væru eina vandamálið þá hefði allavega ekki farið og keypt diskana.
Alltaf fram að þessu þegar ég lét renna diskana eða skipti um þá sjálfur að framan þá fór allur titringur í bremsum í byrjun. Þegar ég gerði það síðast fór hann ekki alveg, en hann virðist vera farinn að framan (er öðrvísi en áður). Það er sem sagt titringur núna þegar ég bremsa og ég er sannfærður um að það er verptur annar diskurinn, bara spurning af hverju. Gæti verið best að opna þetta og skoða gormana í handbremsunni. Hann virðist hins vegar alveg sleppa þegar handbremsan er ekki á. Handbremsan bremsar hins vegar bara öðru megin. Kunniði skýringu á því? Dottinn úr sambandi? Einn vírinn í öðrum barkanum er teygðari enn hinn, þ.e hann togar ekki jafn mikið í arminn til að ýta borðunum útá við |
Author: | saemi [ Tue 11. Jan 2005 14:43 ] |
Post subject: | |
Getur líka verið fastur vír eða mekanismi. Það kemur iðulega fyrir að þetta festist allt saman af notkunarleysi þegar þetta eldist. |
Author: | srr [ Tue 11. Jan 2005 20:45 ] |
Post subject: | |
Ég vona að ég verði ekki drepinn fyrir þetta en handbremsan í mözdunni minni var handónýt. Vandamálið með hana var "leverinn", þeas það sem barkinn teygir í og þetta ýtir borðunum út í skálina. Það unit var alveg orðið fast og ryðgað til andskotans. Á þessum lever, þeas hlutanum af honum sem er fyrir innan bakplötuna, er sjálfstilling sem ýtir borðunum lengra út í skálina eftir því sem þeir eyðast. Einnig var var það mekkanó bilað, þeas tennurnar sem stilltu borðana lengra út voru sorfnir í burtu. Kostaði marga þúsundkalla hvor lever hjá Ræsi, þurfti að skipta um báðu megin ![]() Veit ekki hvort þetta lýsi einhverjum skilningi á mitt vandamál ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Wed 12. Jan 2005 20:31 ] |
Post subject: | |
jonthor wrote: Ef læti væru eina vandamálið þá hefði allavega ekki farið og keypt diskana.
Alltaf fram að þessu þegar ég lét renna diskana eða skipti um þá sjálfur að framan þá fór allur titringur í bremsum í byrjun. Þegar ég gerði það síðast fór hann ekki alveg, en hann virðist vera farinn að framan (er öðrvísi en áður). Það er sem sagt titringur núna þegar ég bremsa og ég er sannfærður um að það er verptur annar diskurinn, bara spurning af hverju. Gæti verið best að opna þetta og skoða gormana í handbremsunni. Hann virðist hins vegar alveg sleppa þegar handbremsan er ekki á. Handbremsan bremsar hins vegar bara öðru megin. Kunniði skýringu á því? Dottinn úr sambandi? það er barki fyrir sitthvort hjólið senilega slitinn getur tekið leðrið af handbremsunni og strekkt á henni þar 10 topur langur. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |