Þegar ég loksins virðist vera búinn að komast fyrir vandamálið að framan, þá sýnist mér að diskarnir að aftan séu verptir. Það eru svona 2-3 mánuðir síðan ég fór að heyra hljóð frá þeim, en þar sem ég vissi að á þeim tíma voru diskarnir að framan verptir gerði ég ráð fyrir því að hljóðið væri að koma þaðan.
Ég er búinn að kaupa nýja diska að aftan og borða. Hins vegar af reynslunni þori ég ekki að skipta um þetta strax fyrr en ég veit ástæðuna fyrir því að þeir verptust. Ég veit að það var tiltölulega nýlega búið að skipta um þetta þegar ég keypti bílinn fyrir 1,5 ári síðan.
Ég var að skipta um dempara að aftan. Getur verið að diskarnir hafi verptst út af ónýtum dempurum? Ég held að legurnar séu ekki farnar og þá dettur mér ekki mikið annað í hug! Ég hef verið að leita að þessu á forumum en ekkert fundið!
Einhverjar hugmyndir áður en ég ræðst í að skipta um diskana að aftan bara til að komast að því að þeir verpist aftur nokkrum mánuðum seinna!!!
Hvernig er þetta með aðra E36 bíla hér á spjallinu? Það hafa væntanlega einhverjir lent í svipuðum vandræðum með titring. Eru menn almennt að sætta sig bara við þetta? Er ég bara svona fanatískur?
