bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Silly question
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8785
Page 1 of 3

Author:  gunnar [ Thu 06. Jan 2005 13:58 ]
Post subject:  Silly question

Jæja, ég er að skipta um bremsudiska og klossa á E36 320ia bílnum mínum.

Búinn að losa dekkin af, losa smelluna og svona.. Búinn að ná dælunni af og allt í góðu.. EN! Bíllinn virðist vera í bremsu útaf bremsurnar ríghalda klossunum. Ég er ekki með hann í handbremsu eða neitt. Prufaði að setja hann í neutral en það losnaði ekkert. Vitiði af hverju þetta er svona ?

Author:  gstuning [ Thu 06. Jan 2005 14:01 ]
Post subject: 

Ef klossarnir eru enn "á" diskunum þá þarftu bara að banka þá af, þeir eru ekki fastir við diskanna heldur eru þeir bara búnir að "setjast" á járnið í kringum sig og festast

Ef þú ert búinn að ná dæluni af þá geta ekki klossarnir haldið diskunum

Author:  fart [ Thu 06. Jan 2005 14:02 ]
Post subject: 

Þarftu ekki bara að losa ventilinn og blæða kerfið?

Author:  gunnar [ Thu 06. Jan 2005 14:03 ]
Post subject: 

Fart: Jah nú veit ég ekki :oops:

Sko ég er búinn að ná öðrum disknum af. En það var eiginlega bara með ofbeldi. Hann var orðinn svo eyddur að ég bara þvingaði hann úr. Hann vildi samt ekkert koma auðveldlega

Author:  oskard [ Thu 06. Jan 2005 14:06 ]
Post subject: 

eru klossarnir fastir á disknum eða inni í dælunni ?

Author:  gstuning [ Thu 06. Jan 2005 14:08 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Fart: Jah nú veit ég ekki :oops:

Sko ég er búinn að ná öðrum disknum af. En það var eiginlega bara með ofbeldi. Hann var orðinn svo eyddur að ég bara þvingaði hann úr. Hann vildi samt ekkert koma auðveldlega


Nú hefði verið að vera búinn að versla sér Haynes bókina eða Bentley ;)

Author:  gunnar [ Thu 06. Jan 2005 14:08 ]
Post subject: 

hmm hehe ég er búinn að taka dæluna af. Og sensorinn. þannig þeir sitja eiginlega bara á disknum. á svona tveim gaurum sem dælan fer ofan á.

Author:  fart [ Thu 06. Jan 2005 14:13 ]
Post subject: 

Quote:
Sko ég er búinn að ná öðrum disknum af. En það var eiginlega bara með ofbeldi. Hann var orðinn svo eyddur að ég bara þvingaði hann úr. Hann vildi samt ekkert koma auðveldlega???


Þarft ekki að taka diskin af.

Ég á Hanes bók, bæði E36 og E30, ég skal bara lána þér E36 bókina. Ég reikna ekki með að þurfa að nota þetta aftur.

Author:  gunnar [ Thu 06. Jan 2005 14:16 ]
Post subject: 

heyrðu fart, geturu gefið mér símann hjá þér? Má ég ekki kaupa hana af þér bara ? :oops:

En já. Hinn klossinn er kominn af.. Hann var greinilega bara rotnaður þarna fastur eða eitthvað... um leið og ég setti smá afl með skrúfjárni á þetta þá losnaði þetta.

Image

Orðið svona hjá mér :)

Næst er bara að losa diskinn :)

Author:  gstuning [ Thu 06. Jan 2005 14:28 ]
Post subject: 

fart wrote:
Quote:
Sko ég er búinn að ná öðrum disknum af. En það var eiginlega bara með ofbeldi. Hann var orðinn svo eyddur að ég bara þvingaði hann úr. Hann vildi samt ekkert koma auðveldlega???


Þarft ekki að taka diskin af.

Ég á Hanes bók, bæði E36 og E30, ég skal bara lána þér E36 bókina. Ég reikna ekki með að þurfa að nota þetta aftur.


Ef hann ætlar að skipta um diska líka þá þarf hann að gera það ;)

Author:  fart [ Thu 06. Jan 2005 15:21 ]
Post subject: 

sorry, las bara klossa, sé þetta núna.

8567334, hringdu í mig á eftir. BTW þú þarft að fá þér bíltúr í hafnarfjörð, og ég þarf smá tíma til að finna bókina.

Author:  gunnar [ Fri 07. Jan 2005 13:20 ]
Post subject: 

Djöfulsins helvíti. Boltinn til að losa diskinn (þarf sexkant á hann, sést á myndinni hjá felguskrúfgöngunum) Ég bara næ þessu ekki af! WD40 virkar ekki. Plús ég á engann nógu stórann og massífann sexkant til að þola almennilegt álag. Hræddur líka um að snuða skrúfuna.

Any suggestions?

Author:  oskard [ Fri 07. Jan 2005 13:27 ]
Post subject: 

þá er bara að kaupa betri sex kannt :)

Author:  jonthor [ Fri 07. Jan 2005 13:29 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Djöfulsins helvíti. Boltinn til að losa diskinn (þarf sexkant á hann, sést á myndinni hjá felguskrúfgöngunum) Ég bara næ þessu ekki af! WD40 virkar ekki. Plús ég á engann nógu stórann og massífann sexkant til að þola almennilegt álag. Hræddur líka um að snuða skrúfuna.

Any suggestions?


Þú klikkaðir eiginlega svolítið. Þú ert búinn að losa bremsudæluna af, en það sem þú hefðir átt að gera er að losa boltan sem heldur disknum áður en þú tókst hana af, láta einhvern standa á bremsunni og losa svo, ég sé ekki alveg hvernig þú átt að losa þessa skrúfu án þess að setja dæluna og diskana aftur á!.

Svo mæli ég með því að þú finnir þér mjög góðan sexkant í þetta og kaupir þér annan svona bolta hjá B&L, ekki nota þennan aftur þegar þú ert búinn að ná honum úr (nema auðvitað að hann skemmist ekki neitt)

Author:  gunnar [ Fri 07. Jan 2005 13:38 ]
Post subject: 

meinaru útaf því diskurinn snýst bara þegar ég tek á þessu?

setti nú bara í handbremsu? er það ekki í lagi?

En já ég var nú eiginlega búinn að átta mig á því að ég myndi þurfa kaupa nýjan svona bolta.. hann er ekki alveg heill greyið :oops:

Kannski er það bara ég en mér finnst heimskulegt að hafa svona mikið átak á sexkanti (þ.e.a.s að hafa láta skrúfuna vera fyrir sexkant ). Hvað þá svona litlum. Búinn að snúa einn í sundur.. þetta er alveg pikkfast þetta helvíti

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/