bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

e39 vandamál
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8556
Page 1 of 1

Author:  ramrecon [ Tue 14. Dec 2004 10:40 ]
Post subject:  e39 vandamál

jæja núna rak ég mig á eitthvað vandamál held ég, bíllinn fer ekki í gang hjá mér.. alltíeinu bara vildi hann ekki fara í gang.
Þannig er með málið að það kveiknar á öllum rafmagnstækjum og öllu en þegar ég reyni að starta kemur svona högg hljóð og rafmagnstækin hoppa og það heyrist svona högg vinstra megin við blokkina þar bakvið og svo þegar ég sest inní bílinn og reyni að starta og fer út og kem við boddíið þá fæ ég alltaf straum, spurning hvort það leiði út einhverstaðar eða eitthva, allar hugmyndir eru vel þegnar.

Author:  fart [ Tue 14. Dec 2004 11:14 ]
Post subject: 

Prufaðu annan lykil. Lenti í því um daginn að imobilæserinn í bílnum tók yfir þar sem að kubburinn í lyklinum dó..

Gat opnað, öll stjórtæki virkuðu, gat svissað á, en startarinn vildi ekki snúa.

Author:  ta [ Tue 14. Dec 2004 11:38 ]
Post subject: 

lenti í samskonar máli, virtist eins og öll tæki
fengu straum, en billinn startaði ekki.
reyndist vera slappur geymir.
athugaðu það,

þetta var á e39 528i

Author:  íbbi_ [ Tue 14. Dec 2004 12:08 ]
Post subject: 

þegar geymirin er slappur getur einmitt já komið bara klikk í startarann sem er væntanlega bankið vinstra megin við blokkina, einnig gæti verið að startarinn sjálfur sé farin, eða jafnvel að það sé bara spansgræna á geymasamböndunum,

Author:  Stefan325i [ Tue 14. Dec 2004 12:20 ]
Post subject: 

ef þú færð straum frá boddýinu þá held ég að það sé meir að en að þú sért að nota vitlausan lykill.

ég gæti trúðað að það sé útleiðsla sem er að taka mikið frá batteríinu og víst að þetta kemur þegar þú startar þá grunar mig startarinn,

en vonandi er þetta bara vitlaus lykill :)

Author:  Ozeki [ Tue 14. Dec 2004 17:31 ]
Post subject: 

Á mínum gamla 520i lenti ég í því sama - einn góðan veðurdaginn fór hann bara ekki gang. Fór yfir allt, startaði fínt og ekkert að því - sprengdi bara ekki múkk ..
Gafst upp og sendi hann niður í B&L, þar lágu þeir í honum í eh 3 tíma áður en þeir komust að því að öryggið fyrir bensíndæluna var ónýtt.
Ég (og þeir) voru búnnir að grandskoða allt öryggjaboxið .. en þeir komust sem sé að því að bensíndælan gaf ekkert (búið að opna niður í tank) og sáu þá að hún fékk bara enga spennu.

Það stutta af því langa er sem sé að öryggið var ónýtt, það var bara engin leið að sjá það á því. Leit út eins og nýtt - viðnámsmældu það meira að segja, en leiddi sem sé bara ekki straum. Nýtt öryggi og allt í fína ..

nýtt öryggi 25kr, annar kostnaður 25.000 :wink:

Author:  Bjarki [ Tue 14. Dec 2004 17:44 ]
Post subject: 

Ozeki wrote:
nýtt öryggi 25kr, annar kostnaður 25.000 :wink:


verdammte scheisse! það er dýrt spaug
samt frekar langur tími fyrir BMW-bifvélavirkja að finna það út að það fór ekki bensín fram í vél. Í öllum DIY viðgerðarbókum þá er þetta nr. 1 á listanum ef vél fer ekki í gang fær hún bensín :lol:

Author:  ramrecon [ Tue 14. Dec 2004 20:14 ]
Post subject: 

:) já mér datt fyrst í hug slappur geymir því að farsíminn í símanum sýndi "Low Battery" svo ég bara gaf honum smá sparks og það fíraði uppí dýrinu :)
bara stuttu eftir að ég póstaði :P þá tók ég eftir þessu low battery.

Og já ESS supercharger málin eru að hreyfast :) þetta kemur betur í ljós í janúar og þáááá eru alveg slatta líkur á því að ég séi að fá 9-10psi ess supercharger frá noregi. Þá er það bara kassi af bjór og drullugalli :clap: :naughty:

Author:  Lindemann [ Tue 14. Dec 2004 21:21 ]
Post subject: 

bíllinn fór bara í fílu........... hann vildi ekki bíða inní skúr í marga mánuði :evil:

:wink:

Author:  Alpina [ Wed 15. Dec 2004 07:31 ]
Post subject: 

ramrecon wrote:

Og já ESS supercharger málin eru að hreyfast Þá er það bara kassi af bjór og drullugalli :clap: :naughty:



án þess að særa viðkomandi.. þá vil ég meina að menn þurfi að vera ALLSGÁÐIR þegar svona aukapakki er smellt í hesthúsið

Author:  ramrecon [ Wed 15. Dec 2004 17:11 ]
Post subject: 

jámm, þetta er engan veginn særandi á neinn hátt heldur hafði ég hugsað mér þetta sem veitingar fyrir mig og þá sem verða með mér í þessu, þar sem þetta er ágætt 16klst verk, þá er gott að mönsa pizzu og súpa á bjór eftir 'a hard days work'.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/