bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Perur sem ekki eru sprungnar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8551 |
Page 1 of 2 |
Author: | gummio [ Mon 13. Dec 2004 17:32 ] |
Post subject: | Perur sem ekki eru sprungnar |
Sælir snillingar. Kann einhver ráð við þessu? Það er leiðindaböggur í bílnum mínum sem lýsir sér þannig að tölvan segir að perur séu sprungnar sem eru það samt ekki. Þetta lýsir sér þannig að þegar ég set bílinn í gang, stend á bremsunni og kveiki á ljósunum þá kemur melding um að aðalljós, ljós að aftan, númeraplötuljós og bremsuljós séu farin. Ef ég hins vegar kveiki ekki á ljósunum þá kemur tölvan ekki með meldingu um að bremsuljósin séu farin. Þetta á aðallega við þegar bíllinn er kaldur. Ef hann er orðinn heitur þá gerist þetta yfirleitt ekki. Bíllinn er E34 540i. |
Author: | Bjarki [ Mon 13. Dec 2004 17:46 ] |
Post subject: | |
Hef lent í þessu með aftermarket afturljós í e36. Veit ekki hvað veldur né hvað það er sem check control module'inn skynjar þegar pera springur. Það hlýtur að vera til lausn á þessu vandamáli eins og öllu öðru. Ertu með upprunaleg afturljós eða aftermarket? |
Author: | gummio [ Mon 13. Dec 2004 17:57 ] |
Post subject: | |
Afturljósin eru upprunaleg. |
Author: | Jss [ Mon 13. Dec 2004 19:42 ] |
Post subject: | |
Ég myndi telja það nokkuð ef ekki mjög líklegt að Light control module-ið (LKM) sé bilað/ónýtt hjá þér, þetta á það svolítið til að gerast í E34. ![]() (LKM = Licht Kontrol Modul á þýskunni ef mig misminnir ekki) |
Author: | Steinieini [ Mon 13. Dec 2004 19:55 ] |
Post subject: | |
Minn er með sömu veiki, segir Abbendligt og fleirra þótt ekkert sé að, E34, hvað er þetta dýrt stykki og hvað er mikið mál að repleisa ![]() |
Author: | gummio [ Mon 13. Dec 2004 19:56 ] |
Post subject: | |
Úfff.. Licht Kontrol Modul, þetta hljómar eins og hlutur sem er ekki nokkur leið að vita hvort er bilaður eða ekki? Jss, veistu hvar þetta er staðsett? |
Author: | iar [ Mon 13. Dec 2004 23:29 ] |
Post subject: | |
Er þetta ekki leiðbeiningar um LCM í E34? http://www.totalbmwmag.co.uk/HandsOn/TechJan04.pdf |
Author: | Dr. E31 [ Tue 14. Dec 2004 00:16 ] |
Post subject: | |
Bíllinn minn gerði þetta fyrst þegar eg fékk hann, ég tók mig bara til og skypti um ALLAR perur í bílnum, þá hætti þetta. Spurning?!? ![]() |
Author: | Einsii [ Tue 14. Dec 2004 08:31 ] |
Post subject: | |
check tölvan hlítur að vera að lesa eitthvað viðnám sem breitist við að peran fari.. þannig að það getur vel verið að lélegar eða bara eitthvað asnalegar perur séu að rugla þetta.. bara prufa einsog doktorinn seigir að skipta um allar perur og sjá hvað gerist |
Author: | gummio [ Tue 14. Dec 2004 09:34 ] |
Post subject: | |
Takk fyrir ábendingarnar félagar. Eftir að hafa lesið leiðbeiningarnar um LKM-ið þá held ég að ég byrji bara á því að prófa að skipta um allar perur ![]() |
Author: | Nökkvi [ Tue 14. Dec 2004 10:40 ] |
Post subject: | |
Ef þú ferð út í að skipta um allar perur í bílnum væri ekki vitlaust að hreinsa kontaktana í leiðinni. Skýtugir kontaktar geta orsakað að tölvan skynjar þetta sem sprungna peru. |
Author: | Bjarki [ Tue 14. Dec 2004 11:15 ] |
Post subject: | |
endilega að pósta hvað kemur út úr þessu. |
Author: | Bjarki [ Thu 16. Dec 2004 01:18 ] |
Post subject: | |
Aðeins út fyrir efnið en samt tengt. Var að tengja check control í bíl sem var upphaflega ekki með tékkcontrol. Til þess að light control module viti þegar pera springur þá þarf að vera einn vír frá þessu boxi og að perunni. Einn í stöðuljós að aftan hægra megin annar vinstramegin sama með bremusljósin og númeraplötuljósin. Tók smá tíma að fatta þetta allt og fá allt til að virka en tókst á endanum ![]() Nauðsynlegt að vera með check-control! |
Author: | gummio [ Thu 16. Dec 2004 15:52 ] |
Post subject: | |
Ég tók frá kvöldstund og skipti um allar perur en villumeldingin er enn til staðar. Ég reyndi að hreinsa alla tengla og spreyjaði í þá WD-40 og einnig í öll tengi sem ég fann. Skrýtið samt með bremsuljósin. Eins og ég tók fram áður, þá kemur aldrei melding um þau séu farin nema þegar ljósarofin er annaðhvort á park eða aðalljósum. |
Author: | Bjarki [ Thu 16. Dec 2004 15:57 ] |
Post subject: | |
gummio wrote: spreyjaði í þá WD-40 og einnig í öll tengi sem ég fann.
WD-40 er gott efni en það einangrar og er ekki gott á svona tengi. Verður að nota einhvern góðan contact treatment, líka selt í spray-brúsum. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |