bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
svaðalegt vesen ! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=854 |
Page 1 of 2 |
Author: | morgvin [ Tue 18. Feb 2003 14:01 ] |
Post subject: | svaðalegt vesen ! |
Ég var að keyra í gær og alltaf þegar ég beygji til hægri þá heyrist eitthvað svaðalegt hljóð, eins og vinstra aftur dekkið sé að nuddast utan í bílinn, svo virðist sem dempararnir séu í lagi og ekkert annað virðis rekast í það. Vinur minn sem kann ekkert endalaust á bíla heldur að þetta geti verið úr bremsunum að aftan en mér þykir það ólíklegt. Dettur ykkur eitthvað í hug ? eða ætti maður að fara og látat líta á þetta ? svo er eitt í viðbót bremsuljósið er alltaf annað slagið að kvikna en hverfur síðan bara eftir smá stund veit ekki hvað það gæti verið en þið ? |
Author: | morgvin [ Tue 18. Feb 2003 14:02 ] |
Post subject: | |
já þetta er e34 518i '91 |
Author: | GHR [ Tue 18. Feb 2003 14:27 ] |
Post subject: | |
Allavega þetta með bremsuljósið þá er þetta örugglega eitthvað í sambandi við bremsurofann (brake light circuit) Nálinn / pinninn er örugglega eitthvað stífur og leiðinlegur. Myndi skjóta á það. Fyrst þegar ég fékk bílinn voru bremsuljósin alltaf á, keypti annan bremsurofa (notaðan hjá Bílstarti) og tengdi. Lenti þá í sömu vandræðum og þú svo ég fór aðeins að fikta í pinnanum og WHALLA. Skotgekk. Þetta með lætin lætin er hins vegar annað mál. Getur verið svo margt ![]() Hvernig eru þessi læti??? Er þetta eitthverjir dynkir eða??? Gæti alveg verið afturbremsur. Lenti í þessu á Benzanum mínum þegar afturdælurnar voru orðnar smá lausar. |
Author: | Guest [ Tue 18. Feb 2003 18:43 ] |
Post subject: | |
nei þetta er eins og hjólið sé að nuddast utan í eitthvað en það sést ekkert neinstaðar. |
Author: | bjahja [ Tue 18. Feb 2003 20:50 ] |
Post subject: | |
Varstu á miklum hraða. Ég var um daginn að taka aflíðandi beygju á ágætis hraða og eins og allstaðar á Íslandi var ójafna í veginum og í overdrive-inu mínu fór ég yfir hana og dekkið rakst uppí ![]() |
Author: | Guest [ Tue 18. Feb 2003 21:31 ] |
Post subject: | |
neibb þetta geris í hverri einustu hægri beygju sem ég tek, en bara aðeins í hægri beygjum. |
Author: | Halli [ Tue 18. Feb 2003 22:33 ] |
Post subject: | |
athugaðu hvort hann sé laus á hjólalegu ![]() |
Author: | flamatron [ Wed 19. Feb 2003 09:34 ] |
Post subject: | |
Prófaðu að tjakka hann upp, og taka dekkið af. ´ Gáðu hvort eithvað sé laust? |
Author: | Guest [ Wed 19. Feb 2003 12:41 ] |
Post subject: | |
already done. tjakkaði hann upp heilann meter svo ég gæti séð það alveg og ekkert virtist laust. |
Author: | DXERON [ Fri 21. Feb 2003 00:22 ] |
Post subject: | |
lyftu honum vinstra megin að framan ef þér fynnst hljóðin vera að framan annars að aftan... bara nóg til að snúa hjólinu(þarft ekki að fara 1 meter) taktu á hjólinu uppi og niðri samtímis og reyndu að rugga því ef þú getur hreyft það eitthvað til hliðar þá er hjólalega sennilega farin... oftast er legan farin þeim megin sem þyngd bílsins leggst á í beyjum... en um að gera að chekka á öllum hjólum..... Davíð Freyr |
Author: | Guest [ Fri 21. Feb 2003 17:17 ] |
Post subject: | |
þakka þurfti einmitt að heira eitthvað svona, þetta er líklegast lega kallinn sagði það líla í gærkveldi þannig að ég athuga það. |
Author: | Propane [ Mon 03. Mar 2003 12:03 ] |
Post subject: | |
Svo er annað sem að getur verið. Utan um öxulleguna, er karmur sem að gæti verið búinn að beyglast, þannig að þegar þú tekur beyju og bílinn hallast örlítið til hliðar, þá rekst karmurinn utan í leguna, og framkallar þetta hljóð. Það þarf að taka þann hluta af öxlinum úr bílnum til þess að laga þetta. B&L myndu skipta um öxulinn, en best er að láta einhvern fúskkall gera við þetta ef að maður hefur ekki lægni í það sjálfur. Minnir að svona öxull kosti einhver glás. Athugaði hvort að öxulhosan sé laus, hún losnar oft þegar þetta gerist. |
Author: | Propane [ Mon 03. Mar 2003 12:05 ] |
Post subject: | |
Annað, ertu alveg pottþéttur á að þetta komi að aftan? er þetta titringur eða bara leiðinlegt hljóð? |
Author: | morgvin [ Sun 09. Mar 2003 20:15 ] |
Post subject: | |
Bara hljóð. enginn víbríngur, er að fara með ílinn bráðlega til kærasta systur minnar sem er bíla smiður læt hann komast að þessu. |
Author: | bebecar [ Mon 10. Mar 2003 11:04 ] |
Post subject: | |
Smá input hérna... Kemur þetta hljóð alltaf í hægri beygju, eða bara við inngjöf, bara þegar þú sleppir gjöfinni eða bara þegar þú bremsar eða bara þegar þú sleppir gjöf eða sleppir bremsu? Skilur þú hvað ég er að fara? Ef það kemur t.d. við ekki við inngjöf en akkúrat þegar þú sleppir henni í beygju þá eru þetta líklegast boddípúðarnir að aftan - reyndar er það líkara smellum en ekki viðvarandi hljóð. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |