bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Miðstöðvarskrölt..
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8536
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Sat 11. Dec 2004 18:58 ]
Post subject:  Miðstöðvarskrölt..

Þegar ég er með miðstöðina á stillingu 1-2 virkar hún ekki, en í botni virkar hún.. en stundum byrja að koma undarleg hljóð, einhversskonar blanda af skrölti og ískri..

Mótorinn eða?

Umræddur bíll er 520i..

Author:  Einsii [ Sat 11. Dec 2004 19:18 ]
Post subject: 

ískrið er trúlega úr legunum á miðstöðvarmótornum

Author:  Jónas [ Sat 11. Dec 2004 19:23 ]
Post subject: 

Þannig að það er bara sniðugast að skipta um mótor ef maður fær hann ódýrt?

Author:  jens [ Sat 11. Dec 2004 20:04 ]
Post subject: 

Það er möguleiki að ankerið í mótornum sé orðið svo stíft í fóðringunum að fyrsti og annar hraði gefi ekki nóg afl til að snúa en á mesta hraða hafi hann nóg afl til að snúa. Taktu mótorinn úr og þá sérða strax hvað er að plaga þig.

Author:  Bjarki [ Sun 12. Dec 2004 00:11 ]
Post subject: 

ef hún virkar bara í botni þá eru þetta viðnámin.

Author:  Jónas [ Sun 12. Dec 2004 00:24 ]
Post subject: 

Þannig að það væri sniðugast að taka mótorinn úr og þrífa öll tengi og svona., smella aftur í og prófa?

Það er alveg svakalegt að koma bílnum ekki fyrir í bílskúrnum, hann er of stór :oops: .. maður nennir ekki að gera neitt í kuldanum : :lol:
:wink:

Author:  Jónas [ Sun 12. Dec 2004 16:37 ]
Post subject: 

Og eitt enn.. smá "dautt" slag í stýri, ekki mikið en nóg svo að maður finnur aðeins fyrir því.. af hverju getur það stafað?

Author:  Joolli [ Sun 12. Dec 2004 18:34 ]
Post subject:  Re: Miðstöðvarskrölt..

Jónas wrote:
Þegar ég er með miðstöðina á stillingu 1-2 virkar hún ekki, en í botni virkar hún.. en stundum byrja að koma undarleg hljóð, einhversskonar blanda af skrölti og ískri..

Mótorinn eða?

Umræddur bíll er 520i..

Skiptu bara um mótorinn. Ég prufaði að smyrja mótorinn hjá mér en hann byrjaði að ískra strax aftur. Ég skipti svo bara um mótorinn og allt er nú í góðu :)

Author:  RA [ Sun 12. Dec 2004 20:54 ]
Post subject: 

Ískrið gæti komið frá viftunni sjálfri þegar hún nuddast útí veggi miðstöðvarhússins. Það gerist vegna þess að fóðringarnar í mótornum sjálfum eru orðnar ónýtar og viftan ef farinn af braut og slæst í húsið. Þá er eðlilegt að mótorinn knýi ekki viftuna þegar hún liggur útí vegginn nema á hæstu stillingu (mestur kraftur mótorsins)

Ég er búinn að skipta um tvo mótora í sitthvorum Benzanum, býst við að þetta sé svona svipað í þessum bílum. Þó ég viti það ekki.

Ef þetta er raunin (hann liggur útí vegg þú finnur það þegar þú reynir að snúa mótornum/viftunni með handafli) hentu þá mótornum og reddaðu þér öðrum eins notuðum. :wink:

Author:  Bjarki [ Sun 12. Dec 2004 23:53 ]
Post subject: 

Jónas wrote:
Og eitt enn.. smá "dautt" slag í stýri, ekki mikið en nóg svo að maður finnur aðeins fyrir því.. af hverju getur það stafað?

Slit í miðjustönginni, stýrisendunum eða stykkinu sem færir aflið frá stýrisvélinni út í miðjustöngina. Svo getur líka verið smá slit í stýrisvélinni sjálfri. Hef lesið um það að það sé hægt að stilla svona stýrisvélar eitthvað en hef þó aldrei gert það.

http://www.bmwe34.net/E34main/Maintenan ... ng_box.htm
http://www.bmwe34.net/E34main/Maintenan ... g_link.htm

og ég fann það sem ég las :lol:

Author:  Jónas [ Mon 13. Dec 2004 11:27 ]
Post subject: 

Ah, þakka fyrir þetta, kíki á þetta sem fyrst ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/