bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá vandræði...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=849
Page 1 of 1

Author:  flint [ Tue 18. Feb 2003 01:47 ]
Post subject:  Smá vandræði...

ég er með 520 bíl og hraðamælirinn dettur stundum út. Bæði hraðamælirinn og eyðslumælirinn en snúningsmælirinn helst alltaf inni. Hann er sjálfskiptur og R D og þessi merki í mælaborðinu koma ekki inn þegar ég skipti. Veit einhver hvað getur verið að?

Author:  Haffi [ Tue 18. Feb 2003 09:08 ]
Post subject: 

gætiru ekki bara þurft að skipta um perur, en hitt vesenið verður að fara til meistaranna.

Author:  Bjarki [ Tue 18. Feb 2003 09:22 ]
Post subject: 

Held að þú þurftir að skipta um þéttana í borðinu það eru leiðbeiningar hvernig á að gera þetta á nokkrum stöðum á netinu, bara að finna réttu leiðbeiningarnar fyrir þitt borð. Þú getur líka skipt um mælaborð en það er víst eitthvað dýrara heldur en nokkrir þéttar!
http://www.bmwe34.net/e34main/maintenance/electrical/capacitors.htm eða http://home.online.no/%7Est-arhol/enge32speedo.htm
Síðari leiðbeiningarnar pössuðu mínu mælaborði. Þéttana færðu í Íhlutum svo þarftu lóðbolta.
Þetta ætti að laga mælana svo er peran örugglega farinn á bakvið D, R, N ljósið, það borgar sig að skipta um allar perurnar í borðinu því þegar þær byrja að fara þá fara þær oftast hver af annari og það er ekkert gaman að vera alltaf að taka þetta úr bílnum. Held að perurnar fáist bara í B&L keypti mínar a.m.k. þar eftir að hafa varið á nokkra staði.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/