bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Perur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8488
Page 1 of 1

Author:  Duce [ Wed 08. Dec 2004 12:18 ]
Post subject:  Perur

jæja var í BNA að versla mér smá stuff í bílinn og fékk ég í kaupæti

einhverjar svona wannaB aðalljósaperur... þær eru 100w .. spurningin

er .. eru þær ekki of sterkar ?

er ekki vanalega e-ð um 60w í venjulegum perum í aðalljós..

danke

Author:  Einsii [ Wed 08. Dec 2004 13:15 ]
Post subject: 

Ég mindi láta þær eiga sig.. Þær eru altof sterkar fyrir ljósin.. Strax og þú færir að rúnta mikið á heitum deigi þá myndirðu skemma jósin.. Það voru brædd glerin á E36 bílnum sem ég átti.. Trúlega þá of sterkar perur

Author:  benni MS [ Wed 08. Dec 2004 15:43 ]
Post subject: 

ég myndi ekki taka áhættuna á því! þær eiga það til að skemma ef ekki bara eyðileggja ljósin, rétt eins og Einsii sagði :)

Author:  RA [ Sat 11. Dec 2004 12:07 ]
Post subject: 

Það eru alveg til 100w perur í 12v rafkerfi bíla en þær eru H1

Hins vegar eru H4 (algengustu aðalljósaperurnar) oftast 60/55w fyrir 12v

Vörubílar eða stærri tæki nota 75/70w 24v

Ætli það standi ekki á kúplinum hvað megi vera sterkar perur í wöttum, ég er ekki viss. Allavega er 100w stórt stökk úr 60/55w, ef þú veist ekkert meira um kúpulinn slepptu þessu þá


Image

Author:  IceDev [ Sat 11. Dec 2004 14:01 ]
Post subject: 

Pylsupera :)

Author:  jens [ Sat 11. Dec 2004 20:08 ]
Post subject: 

Var að skoða svona wannaB xenon perur í Bílanaust sem voru gefnar upp 4300K. Er það rétt skilið hjá mér að því hærri sem Kelv talan er því fjólubláari er birtan, hvaða perur af þessum Bnaust perum á maður að taka.

Author:  jth [ Sat 11. Dec 2004 20:59 ]
Post subject: 

jens wrote:
Var að skoða svona wannaB xenon perur í Bílanaust sem voru gefnar upp 4300K. Er það rétt skilið hjá mér að því hærri sem Kelv talan er því fjólubláari er birtan, hvaða perur af þessum Bnaust perum á maður að taka..


Enga.

Spauglaust, þá er enginn ávinningur af Xenon-look perum. Þetta look er á kostnað birtumagns, í íslenskum veðurskilyrðum er það bara kjánalegt. Þar fyrir utan eru flestar ef ekki allar þessar perur með langtum styttri líftíma og því í raun á okurverði.

Þetta er rétt skilið hjá þér með litrófið:
Image

4300K er nokkuð nærri hvítri birtu sólarljóss - besta nýtingin hvað varðar ljósmagn vs. lit, og þreytir nætursjón minnst.

Það er hægt að fá Xenon kit á spottprís víða á netinu, t.d. kittið sem Kull var að selja á 10k http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=8518&highlight=xenon.
Ég myndi hinsvegar fara varlega í að skella slíku kitti í bíl sem er ekki með projector kastara - Xenon perur í hefðbundin ljósker blæða ljósmagni út um allt.
Gott dæmi um pottþétta aftermarket ísetningu þegar projector ljós voru til staðar er hjá Dr.E31: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?p=85418#85418
Image

Author:  RA [ Sun 12. Dec 2004 01:49 ]
Post subject: 

jens wrote:
Var að skoða svona wannaB xenon perur í Bílanaust sem voru gefnar upp 4300K. Er það rétt skilið hjá mér að því hærri sem Kelv talan er því fjólubláari er birtan, hvaða perur af þessum Bnaust perum á maður að taka.


Þú ert væntanlega að tala um þessar á 2200kr stk. Veit ekki til þessa að því heitari því fjólublárri held frekar liturinn sé í kristalglerinu. Halogenpera gefur frá sér allt litfrófið (hvítt) að mestu. Því ætti birtan að vera hvít óháð hita. Spurning hvernig gas er í perunni veit ekki. :wink:

Author:  RA [ Sun 12. Dec 2004 01:53 ]
Post subject: 

jth!!

einmitt það sem ég vildi sagt hafa

við vorum greinilega að skrifa þetta á sama tíma! :wink:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/