bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Titringur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8380
Page 1 of 1

Author:  jonthor [ Tue 30. Nov 2004 21:43 ]
Post subject:  Titringur

Jæja þá er málið loxins leyst. Þegar ég keypti bílinn þá var smá titringur í bremsunum. Ég er búinn að eyða endalausum tíma og peningum í að reyna að gera við þetta. Bremsdiskarnir verptust alltaf með tímanum öðru megin svo ég hef þurft að kaupa 3 pör og láta renna einu sinni. Einnig búinn að skipta nokkrum sinnum um bremsuborða, búinn að skipta um guide pins í bremsucalipernum, allar fóðringar, legur. You name it, ég er búinn að skipta um það eða láta skipta um það. Ekki dugði neitt. Ég las endalaust á forumunum um þetta og er búinn að vera ansi ráðalaus.

Á endanum kom í ljós að bremsu caliperinn sjálfur var að valda þessu. Ég gerði hann upp í gær og fannst hann líta vel út, þéttur og fínn. Sá einhverjar rákir inni í honum en datt ekki í hug að það væri málið. bíllinn varð bara verri eftir uppgerðina ef eitthvað var svo ég ákvað ég að kaupa nýjan caliper og var að setja hann í ... voilá, þetta var málið. 1 ári og örugglega 150k seinna er þetta loksins leyst.

Ég vildi sem sagt benda ykkur á þetta sem eruð með smá víbring hjá ykkur sem virðist koma aftur eftir að skipt er um diskana að þá er ekki ólíklegt að það þurfi að skipta um eða laga caliperinn. Kemur auðvitað líka til greina, það sem ég taldi upp hér fyrir ofan :D

Mikil gleði á mínu heimili í dag!

Image
Þetta er reyndar ekki mynd frá því áðan, en vá hvað ég er búinn að taka þetta oft í sundur og setja saman!!! Halli takk fyrir öll góð ráð í gegnum síma! :D

Author:  Halli [ Wed 01. Dec 2004 00:44 ]
Post subject: 

verði þér að goðu þú orðinn góður í viðgerðum á bmw :lol:

Author:  Kristjan [ Wed 01. Dec 2004 00:44 ]
Post subject: 

Djöfulsins bömmer, ég var að uppgötva það að önnur framfelgan hjá mér er beygluð :(

En gott að þú náðir að leysa málið og gallinn orðinn svolítið skítugur í leiðinni :D

Author:  jonthor [ Wed 01. Dec 2004 07:30 ]
Post subject: 

hahah já hann er orðinn skítugur :D

Author:  bebecar [ Wed 01. Dec 2004 08:26 ]
Post subject: 

Auðvitað frábært að þú sért búin að finna út úr þessu... en þvílíkt svekkelsi að standa í svona...

Author:  Djofullinn [ Wed 01. Dec 2004 08:50 ]
Post subject: 

Flott hjá þér mar! En ég segi nú bara sama og Ingvar, súrt að eyða öllum eþssum peningum en þú ert þá allavega búinn að endurnýja heilmikið :)

Author:  gstuning [ Wed 01. Dec 2004 08:56 ]
Post subject: 

Glæsilegur skóli fyrir þig myndi ég bara segja

Mjög vel af sér vikið

Author:  jonthor [ Wed 01. Dec 2004 09:01 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Glæsilegur skóli fyrir þig myndi ég bara segja

Mjög vel af sér vikið


Takk takk og jú, þetta vour flest allt slithlutir sem hefði hvort eð er þurft að skipta um eventually :D

Author:  gunnar [ Wed 01. Dec 2004 13:35 ]
Post subject: 

Til hamingju,

það er einmitt smá titringur í mínum E36, hann er mest þegar ég bremsa... Lagaðist alveg heilann helling eftir að ég skipti um dekk. En þó ekki alveg farinn..

Hann eykst eftir því sem meiri hraða ég bremsa úr.

Author:  jonthor [ Wed 01. Dec 2004 14:21 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Til hamingju,

það er einmitt smá titringur í mínum E36, hann er mest þegar ég bremsa... Lagaðist alveg heilann helling eftir að ég skipti um dekk. En þó ekki alveg farinn..

Hann eykst eftir því sem meiri hraða ég bremsa úr.


Já, titringurinn fór nefninlega alveg upp að svona 90km/klst ef ég skipti um disk. Um leið og ég bremsaði á meiri hraða en það með nýja diska þá var örlítill titingur. Þetta var svona í hvert skipti sem ég setti nýja diska í og með tímanum verptist diskurinn vegna þess að bremsuborðarnir voru að rekast í diskinn. Það er ekki ólíklegt að þú þurfit að taka caliperinn í sundur og skipta um gúmmí, eða jafnvel nýjan eins og ég. Reyndar er líka algengt að control arm (afsakið veit ekki hvað þetta heitir á íslensku) fari á þessum aldri.

Author:  gstuning [ Wed 01. Dec 2004 15:14 ]
Post subject: 

Control Arm = Spyrna

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/