bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

..inn í skúr
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8345
Page 1 of 1

Author:  Einsii [ Sun 28. Nov 2004 17:27 ]
Post subject:  ..inn í skúr

Ok þar sem ég er kominn á leiðindarmál með peninga var ég alvarlega farinn að spá í að selja bílinn, en því tími ég auðvita alls ekki og hef ég þessvegna ákveðið að leggja honum þangað til skólinn er buinn eða framm á sumar.
En er það eitthvað sérstagt sem ég þarf að gera áður en honum er lagt sona lengi, eitthvað í sambandi við vökva eða eitthvað???
ég nenni ekki að sækja bílinn í maí og þurfa að byrja á að gera við eitthvað af því hann þoldi ekki biðini.

Author:  Bjarkih [ Sun 28. Nov 2004 20:34 ]
Post subject: 

Er ekki bara nóg að heimsækja hann svona 1-2svar í mánuði og starta honum og keyra kannski eins og einn hring til að rótera dekkjum og koma í veg fyrir að bremsur ryðgi fastar?

Author:  Jökull [ Sun 28. Nov 2004 20:51 ]
Post subject: 

ég myndi skipta um alla vökva!! en ég man ekki hvor vélarolían ekta eða gerfi olía fari betur með vélina óhreifða

Author:  gunnar [ Sun 28. Nov 2004 22:07 ]
Post subject: 

Var það líka ekki að aftengja rafgeyminn úta eitthverri ástæðu ?

Author:  Dr. E31 [ Mon 29. Nov 2004 00:55 ]
Post subject: 

Ég hef lagt svarta mínum núna síðustu 3 vetur og hef ekkert annað gert en að skipta um um vökva þ.e. olíu, frostlög, og allt hitt. Og muna líka að taka rafgeiminn úr því það getur frosið á honum (ef bíllinn er geimdur úti).

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/