bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Eitthver klár í rafmagni ???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=834
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Sat 15. Feb 2003 12:33 ]
Post subject:  Eitthver klár í rafmagni ???

Vandamálið mitt hljómar svona (allavega eitt af mörgum :lol: )

Annað stefnuljósið virkar ekki hjá mér, það er ekki sprungin pera og þetta er rétt tengt. Það kemur bara ekkert ljós, NEMA þegar ég ýti á air condition takkann þá festist ljósið inni (blikkar ekki) þó svo ég sé ekki með stefnuljósin inni???
Ég myndi halda að jarðtenging væri orðin skítug eða eitthvað en ég er búinn að þrífa allar jarðtengingar sem ég fann. Rafmagn er ekki mitt sterkasta fag - svo ef eitthver hérna er góður í svoleiðis má hann láta ljós sitt skína :D
* Eru kannski eitthver relay eða öryggi sem stjórna þessu

Síðan er annað fyrst ég er byrjaður. Það er a/c dælan. Þegar ég kveikti á henni þá heyrðist svona leiðinlegt læti eins og það væri loft inná henni eða bara ekkert inná henni. Það hætti reyndar fljótlega en það kemur ekki mikill kuldi - er freonið ekki bara búið. Hver fyllir á svoleiðis???

Takk

Author:  Bjarki [ Sat 15. Feb 2003 13:47 ]
Post subject: 

Held það sé mjög dýrt að láta gera við svona AC kerfi. Veit ekki hverjir kunna á þetta en það hljóta að vera einhverjir því það er slatti af bílum með AC hérna heima.

Author:  Halli [ Sat 15. Feb 2003 16:21 ]
Post subject: 

það er ekki svo dýrt það er fyrirtæki í kópavogi
sem gerir þetta.
Ég skal ath hvaða fyrirtæki þetta er 8)

Author:  GHR [ Mon 17. Feb 2003 19:20 ]
Post subject: 

Halli wrote:
það er ekki svo dýrt það er fyrirtæki í kópavogi
sem gerir þetta.
Ég skal ath hvaða fyrirtæki þetta er 8)



Varstu búinn að athuga málið Halli???

Author:  Halli [ Tue 18. Feb 2003 07:38 ]
Post subject: 

gleymdi mér ath þetta á eftir :oops:

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 11:59 ]
Post subject: 

í sambandi við stefnuljósið, Ljósakarmurinn er oftast jarðtengdur, þannig að skrúfurnar sem að notaðar eru til þess að festa ljósið, þurfa að leiða rafmagn og vera í tiltölulega góðu ástandi.

Author:  GHR [ Mon 03. Mar 2003 12:19 ]
Post subject: 

Propane wrote:
í sambandi við stefnuljósið, Ljósakarmurinn er oftast jarðtengdur, þannig að skrúfurnar sem að notaðar eru til þess að festa ljósið, þurfa að leiða rafmagn og vera í tiltölulega góðu ástandi.


Já, ég vissi það. Ég er búinn að ath. allt sem mér dettur í hug en engin lausn :? Bíllinn fer niður í T.B á miðvikudag og þeir ætla redda ljósamálunum hjá mér ásamt fleiru sem er nýbbyrjað að hrjá mig :evil:

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 12:23 ]
Post subject: 

En ertu búinn að Tjekka hvort að það komi straumur á stefnuljósið þegar þú gefur því straum?

Author:  GHR [ Mon 03. Mar 2003 12:28 ]
Post subject: 

Propane wrote:
En ertu búinn að Tjekka hvort að það komi straumur á stefnuljósið þegar þú gefur því straum?



Jább, með rafmagnsmæli = enginn current :?
Skrýtið samt að ljósið festist inni þegar ég kveikti á a/c???

Síðan eru háuljósin líka í bulli :x , eru alltaf föst á þegar maðr kveikir ljósin??? Leiðinlegt svona rafmagnsvandræði :?

Author:  hlynurst [ Mon 03. Mar 2003 12:31 ]
Post subject: 

Þú ert búinn að vera helvíti duglegur að gera við bílinn. Hann verður gott eintak þegar þú ert búinn að ljúka þér af...

Author:  GHR [ Mon 03. Mar 2003 12:36 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
Þú ert búinn að vera helvíti duglegur að gera við bílinn. Hann verður gott eintak þegar þú ert búinn að ljúka þér af...


Takk hlynur :) Vona það, allavega stefni ég á að gera þetta mjög gott eintak. Eftir þetta leiðinlega atvik, þá fékk ég eiginlega aftur þennan mikla áhuga á honum og ætla ekkert að vera spara né fúska neitt heldur gera hann almennilegan. Maður tímir ekki að láta svona bíl grotna niður með árunum

Author:  Propane [ Tue 04. Mar 2003 11:00 ]
Post subject: 

Það er mjög líklegt að þetta sé bílun í ljósarelayinum, Þú getur lagað þetta með smávegis fúski: Tengt inn á stefnuljós af sömu hlið og í gegnum relay. (kostar ca 300kall) ef þú notar ekki relay, þá dofnar stefnuljósið sem að þú tengir inn á. Eins og ég segi, þá er þetta soldið fúsk. En varðandi þetta með A/Cið þá hlítur þetta að vera relay-boxið fyrir ljósin sem að er bilað/brunnið yfir. Það er eflaust heldur dýrara vandamál. Hugsanlega fer A/C í gegnum sama box, en ég þori ekki að fara með það nema að ég sjá rafmagns-diagram yfir bílinn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/