bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Framsæti í E36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8320
Page 1 of 2

Author:  gunnar [ Fri 26. Nov 2004 22:28 ]
Post subject:  Framsæti í E36

Mig langaði bara að vita hvort eitthver hérna hefði gert þetta ?

http://www.logun.org/manualseat.htm

Ef svo er, kannski koma með smá betri lýsingu á þessu á íslensku,

það stendur á síðunni að maður geti stútað beltinu ef maður gerir þetta vitlaust.

Endilega commenta þetta

Author:  Kombo [ Fri 26. Nov 2004 22:56 ]
Post subject: 

smá forvitni hérna en hvað ertu að reyna að gera?

Author:  Djofullinn [ Fri 26. Nov 2004 22:58 ]
Post subject: 

Kombo wrote:
smá forvitni hérna en hvað ertu að reyna að gera?
Laga squeaky seats væntanlega.............

Author:  gunnar [ Fri 26. Nov 2004 23:00 ]
Post subject: 

Þarf bara að losna aðeins við framsætin í smá stund... ;)

En já maður reynir kannski að laga þetta í sætunum í leiðinni. Er að tengja líka græjur í hann þannig það er fínt að losna aðeins við þau, og þrífa líka undir þeim.

Author:  Kombo [ Fri 26. Nov 2004 23:01 ]
Post subject: 

ég er bara svo ógeðslega lélegur í að lesa ensku en skil hana mjög vel og get talað slatta :wink:

Author:  Wolf [ Fri 26. Nov 2004 23:54 ]
Post subject:  .

Það er ekkert mál að henda sætunum úr, (toppur nr 17 og Torx nr 50 eða 55 til að losa beltið frá stólnum. Mér finnst hrikalega ólíklegt að þér takist að skemma eitthvað.....

Author:  gunnar [ Sat 27. Nov 2004 17:48 ]
Post subject: 

Wolf, er þetta á síðunni sem sagt ekkert satt eða ? Þarf ég ekkert að losa þetta dótarí þarna til þess að beltin læsist ekki?

Ég er ekki alveg að fatta þetta :oops:

Author:  grettir [ Sat 27. Nov 2004 18:08 ]
Post subject: 

Ég tók sætið úr mínum til að sjóða bolta sem slitnaði upp úr og ég losaði ekkert beltið, dró stólinn bara útfyrir bílinn rétt á meðan, hangandi í beltinu.
Ekkert hrikalegt mál. Aðalmálið var að ná teppinu nógu mikið frá án þess að þurfa að hreinsa innréttinguna úr :D

Author:  Wolf [ Sun 28. Nov 2004 00:51 ]
Post subject:  .

Þú þarft ekkert að eiga við beltisstrekkjarann þegar þú tekur sætið úr, þetta kemur bara allt með stólnum... Ég er ekki alveg að fatta hvernig beltið á að læsast ???. Ég tók stólana úr, og losaði svo strekkjarana þannig að allt beltis unitið hékk á þessum "stórviðkvæma skynjara vír" sem er verið að sýna og færði þetta svo yfir á nýju sætin. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt, ekkert læstist eða festist á nokkurn hátt. Það eina sem mér dettur í hug er að báðir beltisstrekkjararnir hjá mér séu bilaðir, og þess vegna hafi ekkert gerst.... kanski ólíklegt :roll: En manni sýnist á þessari síðu að þetta sé stórvafasamt mál.... sem ég hafði ekki hugmynd um þá.

Author:  gunnar [ Sun 28. Nov 2004 01:26 ]
Post subject: 

Já mér akkúrat sýndist á þessari síðu að maður þarf að passa sig gríðarlega...

Búinn að vera hálf ragur við þetta útaf því mig langar nátturulega ekkert til að kippa beltunum úr sambandi.. :oops:

Hvernig losaðiru svo afturbekkinn? Var það ekkert mál heldur ?

Author:  bjahja [ Sun 28. Nov 2004 07:53 ]
Post subject: 

Maður togar bara sætin út og losar ekkert beltið, eina sem þú þarft að passa þig´a er airbag skynjarinn í farþegasætinu. Ekki gamann að fá helvítis ljósið í mælabprðið :evil: :evil: :evil:

Author:  gunnar [ Sun 28. Nov 2004 10:55 ]
Post subject: 

Tek ég sem sagt bara beltið með öllu draslinu?

Hefur þú tekið þín sæti úr bjarni ?

Author:  Gunni [ Sun 28. Nov 2004 12:41 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Tek ég sem sagt bara beltið með öllu draslinu?

Hefur þú tekið þín sæti úr bjarni ?


Ég hef tekið sæti úr E36 bíl bara til að þrífa undir þeim. Ég skrúfaði bara 4 bolta sem festa sætið við gólfið og tók svo sætið úr með beltinu og öllu, þ.e. togaði beltið bara með út. Ekkert mál!

Author:  gunnar [ Sun 28. Nov 2004 12:44 ]
Post subject: 

Ok hendi mér í þetta :oops:

Losaðiru ekki beltið alveg frá? þ.e.a.s bara tókst það með út eða ?

Author:  Gunni [ Sun 28. Nov 2004 15:10 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ok hendi mér í þetta :oops:

Losaðiru ekki beltið alveg frá? þ.e.a.s bara tókst það með út eða ?


losaði beltið ekkert, dró það bara út með sætinu.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/