bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 06:52

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 
Author Message
 Post subject: Felguþrif... messy shit
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 11:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Ég tók felgurnar undan að aftan áðan til að láta umfelga þær og við mér blasti ófögur sjón. Felgurnar eru svona líka drulluógeðslegaskítugar að innan að ég hef bara aldrei séð nokkuð þessu líkt. Ég hafði ágæta hugmynd um að þær væru skítugar en það margfaldaðist þegar ég hvolfdi þeim. Því hef ég ákveðið að þrífa þær duglega. Hvað er best að nota til að ná þessari uppsöfnuðu tjöru? Hversu grófan bursta er óhætt að nota á felgurnar?

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 12:45 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 04. Jul 2004 14:59
Posts: 112
Eg hef nú oftast notað einhvern góðan tjöruhreinsi og uppþvottaburstan hennar mömmu gömlu :wink:

_________________
BMW 316i E36
Golf 1,4 ´96 seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 12:50 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 23. Jan 2004 11:37
Posts: 721
mér finnst góður tjöruhreinsir ágætur á eitthvað svona ógeð, en ég nota mjúkann tannbursta... getur orðið seinlegt en það allavega burstar ekki felgurnar í döðlur

_________________
There's rear wheel drive, and there's wrong wheel drive......
SheDevil
Chevy Suburban 1981 í skúrnum
Chevy Suburban 1982 hættur í löggunni
E32 750il 1991 farinn
E32 750il 1990 seldur
E32 750il 1994 stolið
E23 735i 1984 pressaður


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 13:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég fékk E39 bílinn minn á skítugustu felgum ever og það eina sem dugði á þær var Wurth álhreinsir og uppþvottabursti. Maður þarf bara að passa sig dálítið hvernig maður notar hreinsinn því þetta er sýra en þetta virkar líka flott.

Bóna svo bara vel á eftir svo þetta gerist ekki aftur.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 14:16 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Ég tók felgurnar á probe-inu gjörsamlega í gegn, með tannbursa og eitthverskonar potta mottu, eitthvað til að þvo potta or some (pabbi gamli naskur á svona dót) en sprautaði Sám yfir þetta allt fyrst og lét liggja á í smá tíma

Image

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 15:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Segið mér eitt, ég keypti mér bursta sem er sérstaklega gerður til að skrúbba felgur, en hann er svo helvíti stífur og groddaralegur, plasthár að sjálfsögðu en ég er bara að pæla hvort maður geti rispað felguna með þessu?

annars hef ég bara alltaf notað uppþvottabursta.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 23. Nov 2004 16:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Væri ekki líka "bakhliðin" á svampinum frá Sonax hentugur í svona
drullumall. Ég hef allavega notað hann með góðum árangri.
Fínt að nota einhvern gamlan svamp í þetta, þar sem þetta eyðileggur
hann .. :roll:
Image

Annars ágætis yfirlit fyrir bónvörur sem ég rakst á:
http://www.sonax.is/vorur.html

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 01:57 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 06. Jul 2004 13:58
Posts: 70
Location: Mosfellsbæ
Gluða Felguhreini frá Autoglym á þetta. Það er einhver sýra í því sem leysir upp ALLA drullu! Og svo bara uppþvotta bursta eða tannbursta á erfiðustu blettina!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 11:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Ég nota felguhreinsi frá Concept sem inniheldur ekki sýru og hann alveg þrælvirkar, virkar betur en mörg efnin sem innihalda sýru. ;) Engin ástæða til að vera nota sýruviðbjóð á felgurnar ef hægt er að komast hjá því. ;)

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 13:45 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 06. Jul 2004 13:58
Posts: 70
Location: Mosfellsbæ
Jss wrote:
Ég nota felguhreinsi frá Concept sem inniheldur ekki sýru og hann alveg þrælvirkar, virkar betur en mörg efnin sem innihalda sýru. ;) Engin ástæða til að vera nota sýruviðbjóð á felgurnar ef hægt er að komast hjá því. ;)


Ekki eins og sýran í autoglym efninu sé eitthvað hættuleg.

Svo bara þegar maður er búin að þrífa þær allar, þá er gott að bóna þær til að fá húð yfir þær. Haldast hreinar í langan tíma og hrinda frá sér drullu! :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 16:57 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 21. Aug 2003 20:07
Posts: 114
Location: Ísland
Maggi wrote:
Jss wrote:
Ég nota felguhreinsi frá Concept sem inniheldur ekki sýru og hann alveg þrælvirkar, virkar betur en mörg efnin sem innihalda sýru. ;) Engin ástæða til að vera nota sýruviðbjóð á felgurnar ef hægt er að komast hjá því. ;)


Ekki eins og sýran í autoglym efninu sé eitthvað hættuleg.

Svo bara þegar maður er búin að þrífa þær allar, þá er gott að bóna þær til að fá húð yfir þær. Haldast hreinar í langan tíma og hrinda frá sér drullu! :)


Ég held að Jss hafi ekkert verið að meina að sýrann væri eitthvað hættulegt eða slæm en felguhreinsir eins þessi frá Concept sem er ekki með sýru þegar að hann svínvirkar eins og hann gerir þá held ég að það sé ekki verra.

Annars verð ég að mæla með felguhreinsinum, virkaði betur á felgurnar mínar en terpentína. Svo verð ég líka að mæla með BMW felguburstanum þrælvirkar á BMW Style 32 felgurnar, myndi ekki leggja í að þrífa þær án hans :wink: :D

_________________
Skarphéðinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 17:02 
ég nota nú bara tjöruhreinsi og tusku... :)


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 17:18 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Wed 19. May 2004 12:59
Posts: 425
já, ég nota bara tjöruheinsir og háþrýstidælu


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 24. Nov 2004 20:29 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Jun 2003 12:33
Posts: 965
Jss wrote:
Ég nota felguhreinsi frá Concept sem inniheldur ekki sýru og hann alveg þrælvirkar, virkar betur en mörg efnin sem innihalda sýru. ;) Engin ástæða til að vera nota sýruviðbjóð á felgurnar ef hægt er að komast hjá því. ;)


Ég þreif heila hlið og afturhluta á nýlegum LC 100 sem var allur útí ryðguðu járnryki eftir að hann rústaði bremsuklossunum rækilega og það festist á lakkinu, felguhreinsirinn þrælvirkaði og það sast ekki á lakkinu né gummílistunum, bara nota slatta af vatni og tusku :wink:

_________________
BMW 325XI E46 '02
BMW X5 E53 '02


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 14 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group