bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Söluskoðun.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8264
Page 1 of 1

Author:  Kristjan [ Sun 21. Nov 2004 00:01 ]
Post subject:  Söluskoðun.

Nú var ég að hugsa um að fara með minn í söluskoðun svo ég hefði svona góða hugmynd um hvort það sé eitthvað að bílnum áður en ég sel hann svo það komi ekki í hausinn á mér seinna.

Hvað er það helsta sem ég ætti að biðja kallinn um að skoða?

Author:  Thrullerinn [ Sun 21. Nov 2004 01:15 ]
Post subject:  Re: Söluskoðun.

Kristjan wrote:
Nú var ég að hugsa um að fara með minn í söluskoðun svo ég hefði svona góða hugmynd um hvort það sé eitthvað að bílnum áður en ég sel hann svo það komi ekki í hausinn á mér seinna.

Hvað er það helsta sem ég ætti að biðja kallinn um að skoða?


Yfirleitt er það nú í höndum kaupandans að setja bíl í söluskoðun...

Af fenginni reynslu er afskaplega lítið sem getur "komið höggi" á
seljanda, nema ef bíllinn er hjólaskakkur eða eitthvað sem augljóslega
kom ekki í ljós við skoðun.
M.ö.o. ef þú ert sæmilega sáttur við ástand bílsins og þú hefur farið vel
með hann.. þá leyfa kaupanda að sjá um þennan hluta :roll:

Author:  Kristjan [ Sun 21. Nov 2004 01:30 ]
Post subject: 

Hvað með afsöl... hvernig er best að standa að þeim?

Author:  Wolf [ Sun 21. Nov 2004 02:23 ]
Post subject:  .

Þú getur nálgast afsal á næstu skoðunarstöð, þarft 2 votta eldri en 18 ára til að kvitta á afsalið og svo ferð þú með það á næstu skoðunarstöð og greiðir 2500kr fyrir umskráningu...

ps það er ekki lengur hægt að fara með afsöl á pósthús.

Author:  gunnar [ Sun 21. Nov 2004 04:32 ]
Post subject: 

eða hjá dv bara ;)

Author:  Gunni [ Sun 21. Nov 2004 10:52 ]
Post subject: 

Maður fer ekki með afsal á umferðarstofu/skoðunarstöð heldur tilkynningu um eigenda skipti!

Author:  Djofullinn [ Sun 21. Nov 2004 12:52 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Maður fer ekki með afsal á umferðarstofu/skoðunarstöð heldur tilkynningu um eigenda skipti!

Einmitt. Afsöl eru eingöngu fyrir kaupanda og seljanda

Author:  Wolf [ Sun 21. Nov 2004 17:33 ]
Post subject:  .

Ég biðst velvirðingar á þessum mismælum, en að sjálfsögðu meinti ég Eigandaskiptis tilkynninguna :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/