bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Heddpakkning- eða heddskipti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8249
Page 1 of 1

Author:  Joolli [ Fri 19. Nov 2004 13:06 ]
Post subject:  Heddpakkning- eða heddskipti

Nú lennti ég í þeirri ólukku að það fraus á hjá mér að ég held.
Heddpakkningin eða heddið er semsagt farið (Froða í olíulokinu). ](*,) :argh:
Nú langar mig að spyrja fróða menn. Gæti maður sem er góður að
finna út úr hlutunum ekki auðveldlega að geta gert þetta með
leiðarvísi sér við hlið? Eða borgar sig að láta gera þetta fyrir sig?

Author:  saemi [ Fri 19. Nov 2004 13:42 ]
Post subject: 

Froða í olíulokinu er eðlilegt. Eða.. það er oft froða í olíulokinu.

Ég myndi vilja fá aðra staðfestingu en þá á því að heddið/pakkningin sé farin. Vatn í olíunni, lélegur gangur, gufustrókur úr pústinu osfrvs.

Author:  Joolli [ Fri 19. Nov 2004 14:20 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Froða í olíulokinu er eðlilegt. Eða.. það er oft froða í olíulokinu.

Ég myndi vilja fá aðra staðfestingu en þá á því að heddið/pakkningin sé farin. Vatn í olíunni, lélegur gangur, gufustrókur úr pústinu osfrvs.

Gangurinn var frekar óreglulegur fyrir. Þ.e.a.s. hann var rokkandi upp og niður. Hann var samt ekki að missa sprengingu bara hraðinn fór niður og hækkaði svo og varð góður, svo eftir nokkrar sek lækkaði hann aftur og hraðaði ganginn og varð svo góður í nokkrar sek og svona gekk þetta. Það er svolítið erfitt að athuga með gufuna því það er svo mikið frost að það kemur alltaf hvítur strókur út úr pústinu. Ég er allavega ekki með kunnáttuna til að dæma um hvort þetta sé gufa eða bara út af frosti. Ég skal athuga með olíuna.

Og takk kærlega fyrir að svara! :)

Author:  Joolli [ Fri 19. Nov 2004 15:10 ]
Post subject: 

Ég er búinn að athuga þetta betur. Það er alveg sami útblástur og áður, ég prufaði að þurka úr tappanum og keyra aðeins og það kom ekkert í tappan. Ég kíkti á olíuna og hún var fín... Reyndar svolítið svört. Þarf að skipta um hana... svo er gangurinn bara eins og áður og hann heldur réttum hita.
To sum up: Hedd'ið og Heddpakkningin er örugglega í lagi. Ég hef sloppið fyrir horn. :) \:D/ [-o< :) :clap: :clap: :clap: :clap:

Author:  jens [ Fri 19. Nov 2004 16:29 ]
Post subject: 

Hvað með kælivatnið hjá þér, þarftu að bæta vatni á bílinn?.

Author:  iar [ Fri 19. Nov 2004 16:29 ]
Post subject: 

Joolli wrote:
To sum up: Hedd'ið og Heddpakkningin er örugglega í lagi. Ég hef sloppið fyrir horn. :) \:D/ [-o< :) :clap: :clap: :clap: :clap:


Besta mál! :clap:

Author:  Kombo [ Fri 19. Nov 2004 16:35 ]
Post subject: 

Ef þú vilt athuga hvort heddpakkninginn sé farinn opnaðu þá vatnskassann og startaðu bílnum heæst þegar hann er kaldur ef það koma loftbólur upp þá er heddpakkninginn farinn annars ekki ´prófaðu þetta :wink:

Author:  íbbi_ [ Fri 19. Nov 2004 17:22 ]
Post subject: 

það fer ekkert á milli mála ef heddpakningin er farin, stundum eru þær samt dáldið lúmskar á því eins og corvettan mín þar sem hann hegðaði sér illa í á milli 4 og 5 þús km og fór svo, en ef heddpakningin er alveg farin fer það ekkert framhjá þér þar sem jú gufustrókurinn er ekki mikill heldur alveg gífurlegur, olían vatnsblandast og verður að sona brúnni drullu og hækkar aðaiens á kvarðanum, síðan jú hverfur vatnið af bílnum, og flr líka þegar það frýs hjá manni er aðalhættan á að skemma blokkina sjálfa

Author:  Joolli [ Sat 20. Nov 2004 00:18 ]
Post subject: 

Kombo wrote:
Ef þú vilt athuga hvort heddpakkninginn sé farinn opnaðu þá vatnskassann og startaðu bílnum heæst þegar hann er kaldur ef það koma loftbólur upp þá er heddpakkninginn farinn annars ekki ´prófaðu þetta :wink:

Ég gerði þetta og það bólar ekkert úr vatnskassanum og vatnið hefur ekki sígið. Þetta hefur eflaust bjargast því að ég brást rétt við. Semsagt drap á honum um leið og ég sá hversu heitur hann var og leyfði honum svo að kólna algjörlega í 2-3 tíma

íbbi_ wrote:
það fer ekkert á milli mála ef heddpakningin er farin, stundum eru þær samt dáldið lúmskar á því eins og corvettan mín þar sem hann hegðaði sér illa í á milli 4 og 5 þús km og fór svo

Var corvettan með stálheddi? Mér skilst allavega að BMW og flestir bílar í dag eru með álheddum sem fara nánast strax. Ég vona allavega að þetta endist hjá mér. :lol:

Author:  íbbi_ [ Sat 20. Nov 2004 14:15 ]
Post subject: 

corvettan var með álheddum, ég hef reyndar heyrt oft í gegnum tíðina að bmw-inn sé sérlega fljótur að ganga frá heddinu

Author:  Kombo [ Sat 20. Nov 2004 15:44 ]
Post subject: 

Joolli wrote:
Kombo wrote:
Ef þú vilt athuga hvort heddpakkninginn sé farinn opnaðu þá vatnskassann og startaðu bílnum heæst þegar hann er kaldur ef það koma loftbólur upp þá er heddpakkninginn farinn annars ekki ´prófaðu þetta :wink:

Ég gerði þetta og það bólar ekkert úr vatnskassanum og vatnið hefur ekki sígið. Þetta hefur eflaust bjargast því að ég brást rétt við. Semsagt drap á honum um leið og ég sá hversu heitur hann var og leyfði honum svo að kólna algjörlega í 2-3 tíma

íbbi_ wrote:
það fer ekkert á milli mála ef heddpakningin er farin, stundum eru þær samt dáldið lúmskar á því eins og corvettan mín þar sem hann hegðaði sér illa í á milli 4 og 5 þús km og fór svo

Var corvettan með stálheddi? Mér skilst allavega að BMW og flestir bílar í dag eru með álheddum sem fara nánast strax. Ég vona allavega að þetta endist hjá mér. :lol:


þú þarft þá ekki hafa neinar áhyggjur en það sem ég veit er að ef bíll ofhitnar þá veikist alltaf heddið því þetta er álhedd í öllum bílum í dag og alveg 10 ár aftur í tímann og jafnvel lengra en heddpakningar fara ekki svo glatt í bmw ég veit um einn sem átti bmw og bíllinn hjá honum var búinn að ofhitna alveg 3-4 sinnum og heddpakninginn fór ekki í þau skipti

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/