bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Kælingarmál https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8147 |
Page 1 of 2 |
Author: | Jónas [ Wed 10. Nov 2004 17:02 ] |
Post subject: | Kælingarmál |
Hitamælirinn á það til að rokka upp og niður, helst lengi á miðjunni, fer í næsta strik, smá yfir það, svo aftur niður í miðju og svo upp og niður, virðist hitna pinkumeira ef það er gefið inn.. Lekur enginn kælivökvi og það er nýr vatnslás.. Einhver sem veit hvað gæti verið að? |
Author: | Joolli [ Wed 10. Nov 2004 17:10 ] |
Post subject: | |
Getur verið að viftukúplingin sé að fara? Eða er ekki viftukúpling í þessum bílum annars? |
Author: | Jónas [ Wed 10. Nov 2004 17:15 ] |
Post subject: | |
Viftukúpling.. með enskt orðið yfir það? |
Author: | Wolf [ Wed 10. Nov 2004 18:28 ] |
Post subject: | . |
Hitamælarnir í þessum bílum eiga nú til að verða hálf klikkaðir með aldrinum.... |
Author: | arnib [ Wed 10. Nov 2004 18:32 ] |
Post subject: | |
Jónas wrote: Viftukúpling.. með enskt orðið yfir það?
Fan Coupling, held ég. Þetta er járn-"miðjan" í viftunni þinni. Hún er skrúfuð upp á vélina með öfugum skrúfgangi í þeim tilgangi að hann herðist þegar vélin snýst. Viftuspaðarnir eru síðan boltaðir á viftukúplinguna. |
Author: | Jónas [ Wed 10. Nov 2004 19:10 ] |
Post subject: | |
Ætti ég að skipta um hana? Einhver leið til þess að athuga hvort hún sé slöpp? |
Author: | arnib [ Wed 10. Nov 2004 19:41 ] |
Post subject: | |
Já já. Hafðu slökkt á bílnum, og prufaði að snúa viftunni með höndunum. Hún á að streitast á móti snúningnum. Það er erfitt að lýsa nákvæmlega hversu stíf kúplingin á að vera, en þú getur ímyndað þér að kúplingin sé full af sýrópi, svona.. þykk! Ef að viftan þín snýst mjög auðveldlega í marga hringi þá er hún orðin slöpp og það þarf að skipta um hana. Ég á erfitt með að lýsa þessu betur ![]() |
Author: | gunnar [ Wed 10. Nov 2004 19:43 ] |
Post subject: | |
hehe sehr gut lýsing Árni ![]() ![]() |
Author: | Jónas [ Wed 10. Nov 2004 20:26 ] |
Post subject: | |
Var að koma úr um 25km ferðalagi, mælirinn bifaðist ekki frá miðjunni... ég held að hann sé á fyllerí... sumir byrja snemma.. ![]() Prófaði að snúa viftunni, hún tók ágætlega í |
Author: | oskard [ Wed 10. Nov 2004 20:28 ] |
Post subject: | |
líka hægt að troða td 1/2líters kókflösku í viftuna þegar bíllinn er í gangi, ef hún stoppar þá er hún ónýt ![]() |
Author: | Jónas [ Wed 10. Nov 2004 20:30 ] |
Post subject: | |
Hehe, heeeeld að ég sleppi því ![]() |
Author: | bjahja [ Thu 11. Nov 2004 01:11 ] |
Post subject: | |
arnib wrote: Jónas wrote: Viftukúpling.. með enskt orðið yfir það? Fan Coupling, held ég. Þetta er járn-"miðjan" í viftunni þinni. Hún er skrúfuð upp á vélina með öfugum skrúfgangi í þeim tilgangi að hann herðist þegar vélin snýst. Fan clutch |
Author: | arnib [ Thu 11. Nov 2004 15:03 ] |
Post subject: | |
Það er rétt að Fan Clutch er sennilega oftar notað, en ETK (BMW Partadiskurinn) kallar þetta Fan Coupling ![]() |
Author: | jonthor [ Fri 12. Nov 2004 11:54 ] |
Post subject: | |
Þetta er mjög líklega vandamálið hjá þér. Ég skipti um hana um daginn hjá mér, ekkert mál. Ég myndi hins vegar mæla með því að þú skiptir líka um vatnsdæluna nema þú sért fullviss um að það sé búið að því! |
Author: | bubbi bmw [ Fri 12. Nov 2004 12:36 ] |
Post subject: | |
Ég er líka í vandræðum með hitamælinn í 518 bílnum mínum, hann bara einfaldlega fer ekkert upp, þetta er ekki vatnslásinn og hann er sennilega ekki dottinn úr sambandi. Þegar mig grunaði að viftukúplingin væri farin í bílnum mínum þá athugaði ég bara hvort ég gæti stoppað hana með höndinni, sem og ég gat og það þýddi semsagt að ég þurfti að skipta um. Verra að vera með bæði bilaðan hitamæli og viftukúplingu |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |