bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensín á BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8099
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Sun 07. Nov 2004 14:04 ]
Post subject:  Bensín á BMW

Ég er búinn að vera í smá hugleiðingum, og þið verðið að afsaka ef þetta er í 100 skipti sem þessu er póstað hingað inn, en so be it,

Alla vega, ég var að pæla með bensín á 320 bílinn hjá mér, þar sem ég tek alltaf bensín hjá AO og hef gert undanfarið, en svo var ég að ræða við mann sem virtist nú eitthvað vita um þetta málefni og hann var að segja mér að bensínið hjá AO væri ekki eins gott og td hjá Olíusamráðsfyrirtækjunum.
Man ekki alveg hvað hann talaði um ( var örlítið í glasi en það er bara betra)

Er þetta satt eða ? Einnig, þar sem ég tek 95 okt bensín, ætti maður að taka V-Power eða 98 okt frekar?

Hver er reynslan hjá ykkur með þetta ?

Author:  Alpina [ Sun 07. Nov 2004 14:12 ]
Post subject: 

,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,95...............

Author:  bebecar [ Sun 07. Nov 2004 14:43 ]
Post subject: 

Í meginatriðum er munurinn sá að bensínið hjá AO, Orkunni, ÓB og Esso Express er ekki með hreinsiefnum eins og bensínið sem selt er á þjónustustöðvunum. Það ásamt minni umsetningu tryggir lægra verðið.

Annaðhvort ættir þú að taka 95 okt með bætiefnum, eða kaupa áfram hjá AO og bæta bætiefnunum sjálfur út í (einn brúsi kostar sirka 800 kall og dugar í nokkur skipti)). V-Power er svo með hærri oktantölu 99+ OG bestu bætiefnin sem fást í bensín í dag. Í UK heitir V-Power Optimax og hefur mikið verið skrifað um það, menn deila enn um aukinn kraft, en ekki er mikið deilt um hreinsieiginleika eldsneytisins.

EVO blaðið hefur mikið skrifað um Optimax og ég veit til þess að þeir nota það á alla prófunarbíla og finnst það ágætis meðmæli.

Sjálfur myndi ég aldrei setja óblandað bensín á minn bíl. Í mínum augum er það bara eins og að kaupa ódýrustu vélarolíuna sem ég er viss um að ENGIN gerir á þessu spjalli.

Það má líka kannski bæta því við að V-Power hefur kannski minnstu áhrifin á "normal" vélar en hreinsieiginleikarnir eru alltaf þeir sömu, ef bílvél er full af útfellingum og hefur aldrei notað hreinsiefni þá geta menn lent í "kransæðastíflum" um tíma meðan vélin er hreinsuð út.

Þetta er auglýsingaefni en í grófum dráttum eru þetta kostirnir við V-Power.

Ég hef skrifað um þetta í tugi skipta og ég hef prófað þetta í bak og fyrir og VEIT að þetta virkar sem skyldi, það má hinsvegar alveg deila um hvort þetta sé peninganna virði en þetta er án vafa besta bensín sem fæst á Íslandi fyrir fólksbíla.

http://www.smartsrus.com/What%20is%20Shell%20Optimax.doc

Author:  gunnar [ Sun 07. Nov 2004 15:02 ]
Post subject: 

Ok þá þyrfti ég nú kannski að fara skoða þetta eitthvað með þessi bætiefni, hef tekið á AO í dágóðann tíma og ekki pælt mikið í því. Hvaða bætiefni á maður að kaupa ? Og hvernig blandar maður þetta ?

Author:  bebecar [ Sun 07. Nov 2004 15:29 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ok þá þyrfti ég nú kannski að fara skoða þetta eitthvað með þessi bætiefni, hef tekið á AO í dágóðann tíma og ekki pælt mikið í því. Hvaða bætiefni á maður að kaupa ? Og hvernig blandar maður þetta ?


Sko, annaðhvort kaupir þú eitthvað frá t.d. STP og bætir út í eða tekur tvo-þrjá tanka af V-Power. Ég ímynda mér að V-Power hreinsi betur en íblandað efni miðað við hvað þetta kostar. STP brúsinn kostar t.d. ekki 800 kall út í búð hér hjá mér. Held að það sé okrað á þessu heima.

Author:  gunnar [ Sun 07. Nov 2004 15:34 ]
Post subject: 

Ætti ég að prufa að henda á hann V-Power bensíni svona time to time? Hvað myndiru segja ef maður myndi segja í tönkum, eftir hverja 5 tanka eða eitthvað svoleis ?

Author:  bebecar [ Sun 07. Nov 2004 15:37 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ætti ég að prufa að henda á hann V-Power bensíni svona time to time? Hvað myndiru segja ef maður myndi segja í tönkum, eftir hverja 5 tanka eða eitthvað svoleis ?


Það er nú almennt talað um að tveir til þrír tankar eigi að ná að hreinsa út. Ég myndi nú bara láta það duga og taka svo V-power annað slagi, nú eða bara 95 á þjónustustöð annað slagið.

Ég sjálfur tók nánast alltaf V-Power en líka 98 okt (Orkan Eiðistorgi) og 95 í hallæri... um tíma munaði engu á 98 okt og 95 okt í verði.

það er hinsvegar dýrt að taka alltaf V-Power og eyðslan var svipuð á flestum bílunum nema á E21 bílnum, hann eyddi talsvert meira á 95 okt.

Author:  gunnar [ Sun 07. Nov 2004 15:39 ]
Post subject: 

Skil, prufa að taka 2-3 tanka af þessu sulli, á bíllinn eitthvað að breytast við þetta ?

Author:  Schulii [ Sun 07. Nov 2004 18:25 ]
Post subject: 

Ég segi fyrir mitt leyti að mig langar helst að kaupa bara bensín hjá AO og setja bætiefni útí sjálfur. Þó svo að "in the end" það komi verr út fjárhagslega þá langar mig bara að gera my part í að styðja ekki við bakið á stóru olíufélögunum af ÝMSUM ástæðum.

Hinsvegar er misjafnt virðist vera eftir því hvenær BMW bíllinn þinn er framleiddur hvaða bensín á að setja á hann. T.d er "98 SúPER" miði inní bensínlokinu hjá mér. Minn bíll er framleiddur í okt '86. Ég held að vélar sem komu frá BMW eftir einhvern tíma hafi verið gerðar fyrir 95okt bensín en ég veit bara ekki hvaða vélar það eru. Gamla M20 vélin t.d. held ég að sé gerð fyrir 98 blýbensín..

Kannski er ég að bulla og byggi kannski rökin mín full mikið á límmiða í bensínloki en kannski einhver viti þetta betur..

Author:  Haffi [ Sun 07. Nov 2004 22:00 ]
Post subject: 

V-p0wer all the way

Author:  Joolli [ Sat 27. Nov 2004 04:50 ]
Post subject: 

Ég nýtti mér tilboðið hjá shell og keypti V-Power í nokkra daga og ég er ekki frá því að það sé bara töluvert betri nýting á bensíninu. Ég held þetta sé alveg að borga sig... Fyrir mig allavega.
Haffi wrote:
V-p0wer all the way

Word up nigga!

Author:  Fjarki [ Sat 27. Nov 2004 23:58 ]
Post subject: 

Þetta kemur nú allt úr sama bílnum þannig ég held að það skipti nú ekki miklu máli. Sami bíllinn sem keyrir þetta á flestar stöðvarnar. Stórefast um að bensínið sé eitthvað öðruvísi. Allt sama bensínið, nema náttúrulega hærri oktan bensín.

AO er náttúrulega með sinn útkeyrsluaðila, kaupi alltaf hjá AO nema ég geti það ekki af einhverjum ástæðum. Styrkja gott málefni, ef ekki væri fyrir þá þá væri verðið hærra. Mjög gott bensín.

Author:  force` [ Mon 29. Nov 2004 19:30 ]
Post subject: 

ég tek alltaf hjá Ao ef ég hef tækifæri á því,
STP kostar ca 600kr, þarsem ég keypti það þá amk, fylgist ekki
mikið með verðbreytingum.

annars prófaði ég 98 um daginn og verð að segja að ég fann bara voðalega lítinn mun.

Author:  Haffi [ Mon 29. Nov 2004 19:59 ]
Post subject: 

en fannst þó mun? :)
Reyni að komast hjá því eins og ég get að láta þetta bónus benzín á bílana hjá mér.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/