bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Víbringur þegar maður gefur í
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=807
Page 1 of 2

Author:  GHR [ Wed 12. Feb 2003 19:10 ]
Post subject:  Víbringur þegar maður gefur í

Þegar ég gef aðeins í (örlítið meira en venjuleg afakeyrsla) þá verður maður var við frekar mikinn víbring sem hættir strax þegar gjöfinni er sleppt. Jafnvægisstöngin að framan er laus - eitthverjar festingar brotnar af, getur það verið að valda þessu ???????

Annars held ég líka að hjöruliður eða eitthverjar fóðringar séu lélegar / ónýtar

Hefur eitthver lent í þessu :?


* Var að keyra upp breiðholtsbrekkuna áðan og var á c.a 80 km og ætlaði fram úr bíl - gaf allt í botn, kickdownið skiptir niður og djöfulsins SUDDA POWER er í þessu apparati á ferðinni. Kemur mér mjög á óvart sé hann standard. Örugglega kominn með kubb og þessar snilldarsíur eru sko að make það.



Síðan vildi ég vita hvort eitthver gæti sagt mér hvernig maður fær eyðslu pr. 100 km ??? Það komu engar tölur hjá mér - allt annað virkar t.d. l/hr
Þarf maður að fylla tankinn og eitthvað svoleiðis leiðindi - mæla aksturinn og skrá hann og................

Author:  Halli [ Wed 12. Feb 2003 19:18 ]
Post subject: 

ath hvort það koma högg undan miðjum bílnum ef svo er þá
er það drifskaftsupphengja ef ekki er þetta mjög líklega höruliðskross.
Sambandi við eyðsluna þá fyllirðu bílin (helst sjálfur)keyrir 100 km
og fyllir hann aftur(helst sjálfur)þá færðu út eyðsl per 100km :lol:

Author:  GHR [ Wed 12. Feb 2003 19:21 ]
Post subject: 

Halli wrote:
ath hvort það koma högg undan miðjum bílnum ef svo er þá
er það drifskaftsupphengja ef ekki er þetta mjög líklega höruliðskross.
Sambandi við eyðsluna þá fyllirðu bílin (helst sjálfur)keyrir 100 km
og fyllir hann aftur(helst sjálfur)þá færðu út eyðsl per 100km
:lol:


Fattar tölvan það sjálf eða þarf maður að stilla þetta sjálfur inn í OBC ???

Þarf maður að fylla?? Tími ekki 10.000 kalli í bensín :?

Author:  Bjarki [ Wed 12. Feb 2003 22:56 ]
Post subject: 

Tölvan á að "fatta" þetta strax það er hún sýnir alltaf eyðsluna pr. 100 km frá því að hún var reset'tuð seinast, það eru tvö minni á henni. Ýtir 2x á verbrauch takkann til að sjá hvaða tala er vistuð í minni tvö. Ég nota minni eitt fyrir tankinn og minni tvö fyrir eyðslu frá upphafi.
Þú getur náttúrlega alveg keyrt meira en 100 km ef þú ætlar að fylla tankinn og mæla eyðsluna þannig. Ég mæli með því að fylla tankinn og mæla hann og bera saman við tölvuna og skella inn leiðréttingarstuðli ef þess þarf.
Ég fylli bílinn minn alltaf þó það kosti 8þ maður þarf bara að kaupa bensín sjaldnar, kemur á sama stað niður :!:
Í sambandi við þennan titring þá er ýmislegt sem slitnar í þessum bílum sérstaklega í 750 því þeir eru miklu þyngri og kraftmeiri, hérna er skemmtileg mynd af dóti sem gæti þurft að skipta um að framan.
Image
Annars er ég ekki sérfræðingur í þessu.

Author:  GHR [ Wed 12. Feb 2003 23:35 ]
Post subject: 

Takk Bjarki :)
Þurftiru sjálfur að skipta um alla þessa hluti sem þú sýnir þarna á myndinni??? Var það ekki svakalega dýrt?

Author:  Dr. E31 [ Thu 13. Feb 2003 00:43 ]
Post subject: 

Mótorpúðar? Bara uppástunga.

Author:  Bjarki [ Thu 13. Feb 2003 08:43 ]
Post subject: 

Ég er bara búinn að skipta um rauðu stöngina miðjustöngina (center tie rod). Þetta er frekar dýr pakki sérstaklega hérna heima. Bíllinn minn er allt í lagi í akstri en maður svona veit af þessu. Ætla að skipta um eitthvað næsta sumar þá verður skemmtilegra að keyra bílinn.
Veit einhver hvað gormar endast lengi? Oft þegar maður les um svona hjá mönnum þá eru þeir að skipta um gormana líka. Mér hefði aldrei dottið það í hug en er það eitthvað sem maður á að hugsa um?

Author:  hlynurst [ Thu 13. Feb 2003 12:10 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Ég mæli með því að fylla tankinn og mæla hann og bera saman við tölvuna og skella inn leiðréttingarstuðli ef þess þarf.


What...? Leiðréttingarstuðull? Hvernig breytir þú þessu. Ég veit að tölvan mín er ekki að mæla alveg rétt. Hélt að þetta væri bara frávik sem tölvan ætti erfitt með að finna út.

Author:  GHR [ Thu 13. Feb 2003 23:55 ]
Post subject: 

Dr. E31 wrote:
Mótorpúðar? Bara uppástunga.


Já, það er spurning. Mér var líka búinn að detta það í hug :roll:
Athugum bara hvað skoðunarkallinn setur út á :?

Author:  hlynurst [ Thu 13. Feb 2003 23:56 ]
Post subject: 

Farðu síðan að láta sjá þig á þessu bíl maður! Ég er alltaf að horfa á þessa mynd sem er í avatar! Held alltaf að þetta er bíllinn þinn! Verður hann ekki bara eins og þessi. Djöfull flottur! :twisted:

Author:  Bjarki [ Fri 14. Feb 2003 09:45 ]
Post subject: 

hlynurst wrote:
What...? Leiðréttingarstuðull? Hvernig breytir þú þessu. Ég veit að tölvan mín er ekki að mæla alveg rétt. Hélt að þetta væri bara frávik sem tölvan ætti erfitt með að finna út.


Þetta eru leiðbeiningar fyrir E34 og E32 fengnar af http://home.iae.nl/users/bts/obc.htm


*2
The average fuel consumption value can be calibrated from the OBC. Function 20 is used for this.
Fill the fuel tank to the maximum. Reset the day trip counter. Run the fuel tank nearly empty and fill the fuel tank again to the maximum. This will give you the fuel consumption.

New Correction Value = Old Correction Value * OBC Fuel consumption (in MPG or l/100Km) / Actual Fuel Consumption (in MPG or l/100Km)
or
New Correction Value = Old Correction Value * OBC Fuel consumption (in MPG or l/100Km) / Actual Fuel Consumption (in MPG or l/100Km)
Please let me know which one, I didn't check.

Man ekki alveg eftir hvaða formúlu ég notaði en þetta virkaði.

Author:  hlynurst [ Fri 14. Feb 2003 12:24 ]
Post subject: 

Þakka þér fyrir þetta. Ég prufa þetta næst þegar ég fylli.

Author:  Propane [ Mon 03. Mar 2003 12:08 ]
Post subject: 

Láttu einhvern glápa ofan á vélina, meðan þú juggar honum fram og til baka þegar hann er í handbremsu, ef að vélin skreikar aðeins þá þarf að skipta um mótorpúðana.

Author:  SpeedGirl [ Mon 03. Mar 2003 16:13 ]
Post subject: 

Ég er að lenda í því sama...... fæ svona víbríngshljóð þegar ég gef í, en það er svona eiginlega nær því að vera undir bílnum þarsem gírkassinn er. Og það er líka svoooooo hátt. Veit ekkert hvað það er, en mér var sagt að það gæti verið pústið að rekast utaní eitthvað annað...... i dont have a clue. Reyndar hljómar þetta eins og það liggi málmur á drifskaptinu eða það sé að nuddast uppí bílinn, veit ekki. Hugsanlega það. Svo er líka alveg rosalegt högg þegar ég skipti um gír, eitthvað orðið slappt af aftan :shock: Liggur fyrir mikil vinna í þessum garmi og fer það allt að rúlla af stað vonandi mjög bráðlega. Það eru alveg mest furðulegu hljóðin sem koma úr honum stundum, og ég stundum held að hann komist ekki mikið lengra, stundum er svo agalegt ventlaglamur í honum að það er sárt að hlusta á það. Enda langar mig að setja aðra vél í sem amk lekur ekki. Eitt það furðulegasta sem ég hef séð er þegar ég bætti á hann smá olíu áðan.......... Og það rauk all svakalega úr vélinni þegar það var opnað olíulokið, og svo rauk alveg helmingi meira þegar það var hellt á hann. Hann er líka að kvarta undan kælivatni, en það er alveg nóg á honum........... Hann á sér marga drauga þessi held ég :shock:

Author:  Bjarki [ Mon 03. Mar 2003 21:18 ]
Post subject: 

Hvað gafstu fyrir drekann?

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/