bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hraðamæla vesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=8061
Page 1 of 1

Author:  hallei [ Thu 04. Nov 2004 21:50 ]
Post subject:  Hraðamæla vesen

E30 316 (1800 blöndungs)
Hraðamælirinn hætti allt í einu að virka fyrir nokkrum dögum vantar upplýsingar um hvort að það sé barki eða nemi einhverstaðar eða hvort það sé eitthvað annað, allar upplýsingar þegnar

P.s. mér var bent á að tjekka á öryggi nr 10 og það var ekki sprungið

Author:  arnib [ Fri 05. Nov 2004 00:01 ]
Post subject: 

Núna er ég ekki alveg viss hvort að þessar upplýsingar gildi um bílinn þinn þar sem hann er gamall og með þessari tilteknu vél.

Ég ætla samt að láta vaða.

Í þeim e30 bílum sem ég hef unnið eitthvað í hefur hraðamælirinn fengið sitt merki frá drifinu sjálfu.
Ef þú skríður undir bílinn að aftan sérðu drifið í miðjunni, og neðan úr body-inu kemur vír sem tengist í það.

Að öllum líkindum er hann bara slitinn eða tengið orðið lélegt, og þú ættir að sjá það strax hvað málið er.
Þetta er ekki flókinn rafmagnsvír, heldur bara tvær línur saman, og smá lagni með lóðbolta og tin ætti að geta bjargað hverju sem er þarna ( eða víravafningur og teip!)

Ég veit hreinlega ekki hvort að það sé eitthvað öryggi á þessu kerfi.

Author:  hallei [ Fri 05. Nov 2004 00:07 ]
Post subject:  hraðamælir

takka ter prufum það

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/