bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Samlæsingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=805
Page 1 of 1

Author:  saevar [ Wed 12. Feb 2003 14:19 ]
Post subject:  Samlæsingar

Núna vantar mér smá hjálp.

Ég lenti í því í morgun, eins og aðra morgna í frostinu, að ég gat ekki lokað hurðinni bílstjóra meginn. Það var ekkert vandamál bara færa aðeins til í læsingunni búinn að gera það oft. En núna get ég ekki læst bílstjórahurðinni. Ég get ekki séð annað en að þetta sé eins stillt báðum megin þeas járnin í læsingunni.

Síðan er ég aðeins búinn að hamast við að læsa og aflæsa en ekkert gerist nema það læsast allar aðrar hurðir. Og eftir svona 2 mín þá hættir samlæsingin líka að virka. Þá þarf ég að fara inn og taka úr lás farþega meginn og þá virkar samlæsingin aftur. En samlæsingin virkar ekki inni þegar ég set í lás, bara úti. :shock:

Ég er búinn að prufa að fara farþega megin og snúa lyklinum í botn rangsælis og bíða í nokkrar sekúndur. Það ætti að samstilla samlæsinguna.

---------
Síðan er það annað gamalt vandamál. Þegar ég fékk fyrst bílinn þá var ekki hægt að læsa skottinu. Þá fór ég og hamaðist aðeins á læsingunni og náði að tvílæsa skottinu. Þeas að þá fer það framhjá samlæsingunni og bara master lykill á að geta opnað það. En vandamálið er að ég get ekki opnað skottið eftir það, næ bara ekki að snúa lyklinum nógu langt. Ég held nú reyndar að sílendirinn þar sé bara bara ónýtur.
---------

Vitið þið um einhverja lausn á þessu hjá mér :?:

Author:  gstuning [ Wed 12. Feb 2003 14:48 ]
Post subject: 

Mér sýnist vera tæring í vírunum sem fara í samlæsinga tölvuna þína,
þ.e þeir eru að shorta villum í lásanna og svona


Farþegahurðinn á blæjunni tvílæstist og það þarf að nota central til að aflæsa, ekki búinn að því enn því að samlæsinga plöggið er svo tært
Enginn lykill virkar á tvílæsingu,

Sama með skottið hjá þér

Og bílstjóra hurðin er dottin út út samlæsinga kerfinu,

Author:  saevar [ Wed 12. Feb 2003 15:27 ]
Post subject: 

En það er bara alls ekki hægt að læsa bílstjóra hurðinni hjá mér. Hvorki með lykil né að ýta takkanum niður.

Author:  gstuning [ Wed 12. Feb 2003 17:59 ]
Post subject: 

ÞÁ er cylenderinn ónýttur fáðu þér annan úr öðrum E32 og vertu með tvo lykla

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/