bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvað getur valdið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7994
Page 1 of 2

Author:  force` [ Sun 31. Oct 2004 18:10 ]
Post subject:  Hvað getur valdið

að altenator drepist ?
ég er afskaplega forvitin því að ég skil ekkert í svona löguðu.
hélt að altenator væri þokkalega langlíft fyrirbæri,
og ég hélt líka að ef þeir færu, þá dæju þeir bara,
þeas myndu hætta að hlaða ?
or am i wrong ?

Author:  Wolf [ Sun 31. Oct 2004 18:55 ]
Post subject:  .

Það eru nú aðallega kolin í alternatornum sem valda dauða hanns, ætli þau kosti ekki u.þ.b 1000-2000 kr í svona bíl. Svo getur spennu stillirinn líka farið en það er miklu sjaldgæfara.

Author:  gstuning [ Sun 31. Oct 2004 18:57 ]
Post subject: 

Það eru kol inní þeim sem eyðast með tímanum
og það er volt stýring sem viðheldur réttum voltum

þetta fer venjulega og þá er lítið mál að skipta um
annars fara þeir voða sjaldan og lifa út vélina og/eða bílinn

Author:  force` [ Sun 31. Oct 2004 23:13 ]
Post subject: 

já það meikar sens enda er þetta það sama og ég taldi mig vita,
en málið er nú bara það að altenatorinn er brunninn, sökum ofurálags
útaf því að spennustillirinn fór, og hvað veldur því eiginlega ?
ég bara ekki skilja baun..........

Author:  gstuning [ Sun 31. Oct 2004 23:26 ]
Post subject: 

force` wrote:
já það meikar sens enda er þetta það sama og ég taldi mig vita,
en málið er nú bara það að altenatorinn er brunninn, sökum ofurálags
útaf því að spennustillirinn fór, og hvað veldur því eiginlega ?
ég bara ekki skilja baun..........


Spennustillirinn er bara einfaldur rafmagns íhlutir sem getur farið eins og hvað annað

Author:  force` [ Mon 01. Nov 2004 10:32 ]
Post subject: 

veit einhver um einhvern sem liggur á svona pörtum

þarsem minn bíll er enn flokkaður undir "stolinn" eða "missing"
þá get ég ekki notað mína eigin parta, heldur þarf að borga blæðandi
60þúsund kall fyrir einn slíkann ef ég finn engann vara.

gæti orðið geðbiluð, ég var að kaupa hinn bílinn til að auðvelda mér svona
aðstöður og hvað gerist þá ? Jú það kemur eitthvað fífl og eyðileggur
það allt fyrir manni og leggur líf mans alveg í strand.

Author:  gstuning [ Mon 01. Nov 2004 11:17 ]
Post subject: 

force` wrote:
veit einhver um einhvern sem liggur á svona pörtum

þarsem minn bíll er enn flokkaður undir "stolinn" eða "missing"
þá get ég ekki notað mína eigin parta, heldur þarf að borga blæðandi
60þúsund kall fyrir einn slíkann ef ég finn engann vara.

gæti orðið geðbiluð, ég var að kaupa hinn bílinn til að auðvelda mér svona
aðstöður og hvað gerist þá ? Jú það kemur eitthvað fífl og eyðileggur
það allt fyrir manni og leggur líf mans alveg í strand.

hafðu samband við verkstæði sem er góðir í rafmagni,
þeir geta gert við þetta, ég fékk einu sinni alternator fixaðann, kostaði 20kall með nýjum rafgeymir,,

Author:  force` [ Mon 01. Nov 2004 11:21 ]
Post subject: 

þeir sem eru með hann núna, og eru skv TB færir í þessu, segjast ekkert geta gert nema með nýjum altenator, og gæti það farið uppí 120.000 kr sem ég er EKKI reiðubúin að reiða framm fyrir einhvern lásí altenator.....
mér finnst þetta bara klikkun...

veit einhver hérna um einhverja góða rafmagnsgaura jafnvel ?

Author:  VH E36 [ Mon 01. Nov 2004 12:40 ]
Post subject: 

Prófaðu Mögnun Ármúla 32 þetta er hliðar gata. Hann gerir við altenatora og held að hann se mjög sangjarn

Author:  gstuning [ Mon 01. Nov 2004 12:52 ]
Post subject: 

force` wrote:
þeir sem eru með hann núna, og eru skv TB færir í þessu, segjast ekkert geta gert nema með nýjum altenator, og gæti það farið uppí 120.000 kr sem ég er EKKI reiðubúin að reiða framm fyrir einhvern lásí altenator.....
mér finnst þetta bara klikkun...

veit einhver hérna um einhverja góða rafmagnsgaura jafnvel ?


Hvað sögðu þeir að væri að?
Ef það eru sjálfir vírarnir sem eru farnir í steik eða eitthvað sem er í raun ekki hægt að skipta um á einfaldann hátt þá er bara að redda öðrum,

Allt annað í alternatora kostar klink

Author:  Bimmarinn [ Tue 02. Nov 2004 19:01 ]
Post subject: 

Ertu með mikið af aukarafmagni í bílnum, s.s. græjur Vegasljós eða þ.h.s.? það gæti verið vandamálið, of mikið keyrt áfram á of litlu og þess vegna hafi spennustillirinn farið í upphafi, hver veit?

Author:  Tommi Camaro [ Tue 02. Nov 2004 21:00 ]
Post subject: 

þettta er bara gamalt

Author:  Bimmarinn [ Tue 02. Nov 2004 22:16 ]
Post subject: 

Ég spyr bara vegna þess að ég veit um fólk sem að hefur verið að lenda í vandræðum útaf akkurat svona aukadóti, ég er að vísu með græjur og ljós en ég passa mig að overloada ekki kerfið, svo að mér datt þetta bara í hug :idea:

Author:  force` [ Thu 04. Nov 2004 12:39 ]
Post subject: 

hvað er bara svona gamalt tommi ?

já ég er með græjur í bílnum, og var einmitt búin að reikna það út að þetta var of mikið, þó það hefði ekki átt að vera það.

Author:  Alpina [ Thu 04. Nov 2004 14:29 ]
Post subject: 

120k alternator.......hmmmm ekki liklegt eda hvad

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/