bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sá spyr sem ekki veit...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7989
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Sun 31. Oct 2004 01:20 ]
Post subject:  Sá spyr sem ekki veit...

En já.. :oops:

Hvað er Vacuum? :oops:

Author:  arnib [ Sun 31. Oct 2004 02:30 ]
Post subject: 

Vacuum er "útlenska" fyrir undirþrýsting.

Undirþrýstingur er þegar að þrýstingur er undir venjulegum þrýstingi andrúmsloftsins.

Við sjávarmál er mældur loftþrýstingur 1 bar eða 14,5 Psi sirka.
Í soggreinunum á vélum (non-turbo) er undirþrýstingur vegna þess að vélin vill soga inn meira loft en hún fær, og þessi undirþrýstingur er notaður í ýmis kerfi, s.s. bremsur, lausagangsstýringar, kveikjuflýtingu/seinkun og slíkt.

Í túrbó bílum er aftur á móti yfirþrýstingur í soggreininni (á gjöf/boosti), sem er einmitt það sem gefur þér meiri kraft, (meiri þrýstingur á loftinu => meira loft fer inn í cylinderinn), en það getur líka skapað vandræði einmitt með svona vakúm tengd kerfi ef ekki er gert ráð fyrir túrbínu frá byrjun.

Author:  Jónas [ Sun 31. Oct 2004 13:15 ]
Post subject: 

Ah, takk fyrir gott svar! ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/