bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Loftnet
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7979
Page 1 of 1

Author:  Joolli [ Sat 30. Oct 2004 01:36 ]
Post subject:  Loftnet

Það er svolítið léleg "viðtakan" þegar ég hlusta á Radio Reykjavík... Ég veit ekki hvort þetta sé hjá mér eða lélegur búnaður hjá þeim en hvað ætti ég að byrja á að kíkja á?

Veriði fyndnir og segiði loftnetið... :roll:

Það sem ég meina er hvar og hvort það sé eitthvað sem fer með tímanum einhverstaðar?

Author:  Nonni [ Sat 30. Oct 2004 04:20 ]
Post subject: 

Þetta er aðallega upp á Vatnsenda, þar virðist signalið ruglast við FM957. Annars hef ég nú lent í því að tapa Radio Reykjavík annarsstaðar á höfuðborgasvæðinu. Einn vinur minn vælir samfleitt undan því að geta næstum ekki náð Radio Reykjavík í bílnum.

Vandamálið hlýtur þá að liggja hjá þeim

Author:  gunnar [ Sat 30. Oct 2004 11:11 ]
Post subject: 

Hef oft lent í slæmri útsendingu hjá Radio Reykjavík, annað hvort það eða gæðin á lögunum þeirra er svona léleg :oops:

Author:  iar [ Sat 30. Oct 2004 11:23 ]
Post subject: 

Ég hef ekki tekið eftir neinum vandræðum með móttöku á Radio Reykjavík þó ég hlusti nokkuð mikið á þá. Reyndar er ég svoldill rásaflakkari svo það er kannski ekki að marka..

Author:  Joolli [ Mon 01. Nov 2004 12:31 ]
Post subject: 

Ég var ekki alveg nógu skýr. Sko... Ég veit að Radio Reykjavík er með frekar veikt signal en það á samt að nást sæmilega innan Reykjavíkur svæðissins... Svo ég var að pæla hvað væri líklegasti valdurinn á að loftnetið hjá mér er svona lélegt :)
Ætli snúran sé ekki bara orðin léleg eða eitthvað... :roll:

Author:  Bjarki [ Mon 01. Nov 2004 14:20 ]
Post subject: 

Tékkaðu á festingunni þar sem loftnetssnúran er fest í loftnetið. Svo eru margir snillingar á ferð þegar verið að tengja græjur í bíla og það getur verið að loftnetstengið sé illa fest á snúruna. Svona það sem ég myndi byrja að tékka.

Author:  Kristjan [ Mon 01. Nov 2004 16:44 ]
Post subject: 

Er ekki hægt að fá loftnetsmagnara í bíla?

Author:  Bimmarinn [ Tue 02. Nov 2004 19:04 ]
Post subject: 

Ég er sammála Kristjáni

Author:  F2 [ Tue 02. Nov 2004 20:02 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Er ekki hægt að fá loftnetsmagnara í bíla?


það er hægt.. það er nú bara orginal í bílnum mínum.. það er örþunnur vír í rúðunni hja mér sem maður varla sér og er þetta magnað upp með svona.. bara sniðugt,,, ekkert heavy loftnet á bílnum sem á eftir að ryðga í kringum or sum

Author:  Bjarki [ Tue 02. Nov 2004 22:22 ]
Post subject: 

F2 wrote:
Kristjan wrote:
Er ekki hægt að fá loftnetsmagnara í bíla?


það er hægt.. það er nú bara orginal í bílnum mínum.. það er örþunnur vír í rúðunni hja mér sem maður varla sér og er þetta magnað upp með svona.. bara sniðugt,,, ekkert heavy loftnet á bílnum sem á eftir að ryðga í kringum or sum


Það eru svona loftnetsmagnarar í öllum loftnetslausum BMW'um. Þeir eru oftast bakvið klæðningunna á hliðinni á bílnum framan við afturrúðuna. Eiga það til að bila.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/