Ég er í þessum skrifuðu að skipta um kertin í bílnum. Búinn að taka þetta allt í sundur og notaði tólið sem fylgir með bmw-unum til að ná út kertunum. Gallinn er að ég get ekki notað torkmælirinn minn til að torka nýju kertin í. Eru menn með einhverja þumalputtareglur sem ég get notað til að festa þetta rétt með tólinu frá BMW, eða a.m.k. þangað til að ég græja stykki sem ég get notað til að klára málið?
Ég er búinn að taka þetta allt í sundur og er tilbúinn að setja saman, svo skjót svör væru góð ef hægt er
Ég ætla að skipta um kælivökvann á meðan og koma aftur upp eftir smá stund og athuga með svör.