bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Losa afturstuðara
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=794
Page 1 of 1

Author:  bjahja [ Tue 11. Feb 2003 15:52 ]
Post subject:  Losa afturstuðara

Ég þarf að losa afturstuðaran af bílnum vegna þess að ég ætla að taka krókin af. En ég á ekki bók (er að fara að panta). Getur einhver leiðbeint mér?

Ég er að tala um 1997 E36

Takk

Author:  Flicker [ Tue 11. Feb 2003 17:14 ]
Post subject: 

ég man ekki alveg hvernig þetta var gert á mínum bíl þegar ég fékk mér kittið... en ég held að það séu allavega sleðar sitthvoru megin sem stuðarinn rennist inní.

Síðan er held ég stikki sem er eins og T í laginu og er holt að innan eins og rör... það fer bolti í gegnum toppinn á T-inu s.s. þetta lárétta og í stuðarann sjálfan... þetta er á 2 stöðum á stuðaranum...

síðan er lóðrétti hlutinn á T-inu rent upp á eitthvað rör á bílnum og þar er það held ég boltað saman...

ég held að þetta sé gert svona... en gerði þetta ekki sjálfur á sínum tíma...
vonandi hjálpar þetta eitthvað

Author:  bjahja [ Tue 11. Feb 2003 21:56 ]
Post subject: 

Já þetta hjálpaði ég leit undir bílinn áðan og sá þetta. Kippi honum líklega af á morgun þegar það er bjart.
Mig langar í bílskúr :?

Author:  Dr. E31 [ Tue 11. Feb 2003 23:30 ]
Post subject: 

Já, mig langar líka í bílskúr!! :cry:

Author:  Haffi [ Wed 12. Feb 2003 09:20 ]
Post subject: 

Kemur krókurinn út í gegnum stuðaran að aftan eða undan bílnum ? :)

Ég er með einhverjar Kick ass festingar undir mínum bíl fyrir krók sem kemur bara undan stuðaranum.

Author:  GHR [ Wed 12. Feb 2003 12:49 ]
Post subject: 

bjahja og Dr. e31 : Þið fáið mína sammúð yfir að hafa ekki bílskúr. Ég gæti ekki átt bíl annars - draumur að komast inn og gera hvað sem maður vill. Ætli ég ætti ekki bara Nissan Micru ef ég væri ekki með skúr - bilar aldrei neitt

Author:  bjahja [ Wed 12. Feb 2003 15:22 ]
Post subject: 

Haffi: Krókurinn kemur undan stuðaranum. Þetta er massa stór krókur, hann er festur fyrir aftan stuðaran og undir bílnum. Ég vil bara losna við hann ég er ekki að fara að draga neitt eða neinn.

BMW 750IA: Já þetta er ekkert smá óðolandi, við eigum reyndar bílskúr en hann er bara fullur af dótaríi, ég held að ég fari að taka til í honum. Það er mest pirrandi að þvo hann í 2 stiga hita, alveg að drepast úr kulda :cry:

Author:  Bjarki [ Wed 12. Feb 2003 18:16 ]
Post subject: 

Kannski frekar langt frá upphaflega umræðuefninu en ég mæli með loðfóðruðum gúmmívetlingum þegar þú ert að þrífa bílinn í kulda.

Author:  Halli [ Wed 12. Feb 2003 18:55 ]
Post subject: 

hvað ætlar þú að gera við krókin? 8)
P.S er bara með 100 fermetra plás sem eg kem inn
5 bílum

Author:  bjahja [ Wed 12. Feb 2003 19:10 ]
Post subject: 

Ef þú vilt kaupa þennan eðalkrók sem er með rafmagnstengi þá skal ég láta þig vita þegar hann er kominn af :lol:

Já ég verð að fá mér svoleiðis Bjarki :)

Author:  Halli [ Wed 12. Feb 2003 19:13 ]
Post subject: 

Látu mig endilega vita :lol: 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/