bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spyrnufóðringar.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7821
Page 1 of 1

Author:  flint [ Sun 17. Oct 2004 00:22 ]
Post subject:  Spyrnufóðringar.

Jæja nú er kominn tími á að skipta um þær. leiðilegt bank sem kemur. Veit einhver hvort það sé mikið mál?

Author:  Eggert [ Sun 17. Oct 2004 01:59 ]
Post subject:  Re: Spyrnufóðringar.

flint wrote:
Jæja nú er kominn tími á að skipta um þær. leiðilegt bank sem kemur. Veit einhver hvort það sé mikið mál?


Ég er einnig að lenda í leiðindarbanki þegar ég keyri uppá litla kanta og í holur.

Er þetta þannig hjá þér?

Author:  bjahja [ Sun 17. Oct 2004 08:16 ]
Post subject:  Re: Spyrnufóðringar.

Eggert wrote:
flint wrote:
Jæja nú er kominn tími á að skipta um þær. leiðilegt bank sem kemur. Veit einhver hvort það sé mikið mál?


Ég er einnig að lenda í leiðindarbanki þegar ég keyri uppá litla kanta og í holur.

Er þetta þannig hjá þér?

Já......það er þannig

Author:  flint [ Sun 17. Oct 2004 21:17 ]
Post subject:  Re: Spyrnufóðringar.

Já það kemur helvítis bank. ég tjekkaði undir bílinn og fóðringin er farin í sundur. Næst á dagskrá er að skipta um þetta.

Author:  Eggert [ Mon 18. Oct 2004 01:59 ]
Post subject: 

Veistu hvort þetta sé kostnaðarsamt og hvort það sé mikið mál að skipta um þessar fóðringar?

Author:  bjahja [ Mon 18. Oct 2004 02:38 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Veistu hvort þetta sé kostnaðarsamt og hvort það sé mikið mál að skipta um þessar fóðringar?

Hún kostar einhvern 2600 minnir mig og það tekur mann sem þekkir til bara nokkrar mínútur að redda þessu í mínu tilviki Halli ;) bara fínn gaur

Author:  BMW_Owner [ Tue 26. Oct 2004 11:50 ]
Post subject: 

þetta er minnsta mál í heimi 2 skrúfur og stykkið undan skella hinum í og baddarabúmm en samt var miðjan á púðanum ennþá föst á spyrnunni var basl að náþví af :? nothing else

kv.BMW_Owner

Author:  saemi [ Tue 26. Oct 2004 17:37 ]
Post subject: 

:hmm:

Eruð þið að tala um fóðringarnar að aftan, "subframe" fóðringarnar. Ef svo er, þá er þetta akki alveg wham bamm. Getur tekið dágóðan tíma að ná þeim gömlu úr.

Author:  Wolf [ Tue 26. Oct 2004 19:36 ]
Post subject:  .

Það getur nú verið bölvað puð að ná þessu af og að troða þessu uppá aftur..... Ég gæti líka ímyndað mér að það sé mjög óþægilegt að reyna þetta án þess að bíllinn sé á lyftu eða álíka.... (ég er reyndar að tala um að framan)

Author:  Halli [ Tue 26. Oct 2004 23:24 ]
Post subject:  Re: .

Wolf wrote:
Það getur nú verið bölvað puð að ná þessu af og að troða þessu uppá aftur..... Ég gæti líka ímyndað mér að það sé mjög óþægilegt að reyna þetta án þess að bíllinn sé á lyftu eða álíka.... (ég er reyndar að tala um að framan)

Þetta er ekkert mál að gera þetta á gólfi eða bara út á plani ef þú er með kunnáttu við að gera við bíla

Author:  Wolf [ Wed 27. Oct 2004 19:52 ]
Post subject:  .

Ég er ekki einhver svaka snillingur í bílaviðgerðum, en alls enginn illi heldur... ég lenti bara í því að þegar ég var að skipta um þetta á mínum E36 að þetta var alveg hrikalega fast á, og gekk alls ekki auðveldlega uppá aftur.... Þessvegna datt mér í hug að það væri kanski ekki þægilegt að liggja undir bílnum í einhverju puði. En þú mátt endilega upplýsa hvernig þú gerir þetta svona auðveldlega.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/