bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

316 E30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7773
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Wed 13. Oct 2004 09:28 ]
Post subject:  316 E30

Mig langaði að vita eitt, það er E30 316 1987 módel af bíl sem ég veit um, blöndungsdolla, með vöðvastýri og alles :)

Það er nokkuð sem mig langar að vita bara til fróðleiks, er mikið mál að skipta um mótor í þessum bílum? Þ.e.a.s setja td, 325 mótor í hann útaf þetta er blöndungsbíll ?

Og annað, vöðvastýrið illræmda er helvíti skemmtilegt en væri þó skárra að hafa vökvastýri, er mikið mál að setja vökvastýri í þessa bíla?

Eins með klukkumælinn í mælaborðinu, er hægt að setja snúningsmæli í þetta og úr hvaða árgerðum passar það þá?

Einnig veit einhver hvað þessi bílar eru í hö ? tog og svo framvegis..

Allar upplýsingar vel þegnar...

Takk fyrir

Author:  Bjarki [ Wed 13. Oct 2004 11:12 ]
Post subject: 

Það mun vanta bensínsnúrur veit ég með swap frá ekki i bíl í i bíl. En vökvastýrið er lítið mál þ.e. þegar þú ert kominn með allt sem til þarf. Örugglega mesta vesenið að setja hjólið fyrir vökvastýrisdæluna upp á vélina. Gerði þetta seinast í gær.
Má vera helvíti gott boddy til að eyða öllum þessum tíma í þetta.

Author:  oskard [ Wed 13. Oct 2004 16:25 ]
Post subject: 

þú þarft að leggaj bensínslöngur og setja bensíndælu í bílinn ef þú ætlar
að fara úr blöndung í non blöndung

Author:  gunnar [ Wed 13. Oct 2004 17:35 ]
Post subject: 

Ég skil :? Smá vesen sem sagt. En er þetta ekki alveg vesenins virði ef maður er mjög ROSALEGA gott eintak af E30 ?

Author:  oskard [ Wed 13. Oct 2004 17:37 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Ég skil :? Smá vesen sem sagt. En er þetta ekki alveg vesenins virði ef maður er mjög ROSALEGA gott eintak af E30 ?



held það fari nú bara eftir því hversu rosalega þig langi í 325i :)

öruglega ódýrara fyrir þig að flytja inn já eða kaupa af alpina bíl
þar sem að ef þú vilt converta 316 í 325i þá þarftu að skipta um
næstum því allt í bílnum nema skelina og innréttingu :)

td eru ekki nógu góðar bremsur í 316 fyrir 2,5 vél osfv

Author:  gunnar [ Wed 13. Oct 2004 17:39 ]
Post subject: 

Skil, hvað með 318 vél eða jafnvel 320? Sama vesenið þar á bæ eða ? Blöndungsdollan er nú svo sem alveg nóg, er að hugsa um svona bíl til að rússast á í skólanum í vetur. Eina sem hann vantar væri þá bara læst drif :)
Hvað ætli svona E30 blöndungs 316 sé að eyða ?

Author:  oskard [ Wed 13. Oct 2004 17:47 ]
Post subject: 

það er lang þægilegast að swapa í 320 þar sem að það er líka m20
vél í 320 eins og í 325. Bremsurnar eru samt enþá skálar að aftan
nema að þú fáir þér touring eða cabrio.

Author:  gunnar [ Wed 13. Oct 2004 18:13 ]
Post subject: 

Nú jæja, þá er spurning um að henda kannski bara 320 mótor í hann. :)

En hvernig er það, er svona E30 ólæstur ekki algjört skull í snjó ?

Author:  oskard [ Wed 13. Oct 2004 18:16 ]
Post subject: 

gunnar wrote:
Nú jæja, þá er spurning um að henda kannski bara 320 mótor í hann. :)

En hvernig er það, er svona E30 ólæstur ekki algjört skull í snjó ?


það er aljgörlega nákvæmlega jafn mikið vesen að setja vél úr 320 í
þennan bíl og úr 325 :)

Sambandi við snjó ættiru nú að komast allt sem þú þarf svo framarlega
að þú sér á góðum vetrardekkjum en að sjálfsögðu hjálpar læsingin mikið

Author:  gunnar [ Wed 13. Oct 2004 18:18 ]
Post subject: 

AHhhh ég skil, er svona að spá hvort ég eigi að leggja E36 bílnum mínum í "vetur", og snattast á E30. Kemur allt í ljós :)

Author:  arnib [ Wed 13. Oct 2004 19:17 ]
Post subject: 

oskard wrote:
það er lang þægilegast að swapa í 320 þar sem að það er líka m20
vél í 320 eins og í 325. Bremsurnar eru samt enþá skálar að aftan
nema að þú fáir þér touring eða cabrio.


Hérna var óskar að meina að það væri lang þægilegast að swappa ofan í 320i bíl af öllu því sem maður gæti viljað swappa ofan í :)

320i -> 325i = plug-n-play.

Author:  gunnar [ Thu 14. Oct 2004 10:07 ]
Post subject: 

Yes, ég miskildi þetta aðeins,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/