bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

drif undir e30
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7708
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Thu 07. Oct 2004 23:49 ]
Post subject:  drif undir e30

Var að vandræðast með það í allt kvöld að koma læstu drifi í 320i boddý. Ekkert gekk :twisted:
Fyrst var eins og drifskaftið væri fyrir þ.e. drifið kæmist ekki nógu mikið fram þannig ég tók drifskaftið undan þá ætti þetta nú að vera auðvelt bara tjakka upp og skrúfa en allt kom fyrir ekki ég get bara fest tvær skrúfur og svo upphengjuna. Það tekst ekki að koma hinum í, bara eins og götin séu á vitlausum stað!
Drifið er úr '86 325i, sem ég reif, það er risastórt en þegar það lá við hliðina á 320i drifinu þá var afstaðan á festingum og inntakinu fyrir drifskaftið alveg sú sama, á að líta a.m.k.
Bíllinn sem ég er að skrúfa þetta í er '88, ég hef áður skrúfað þetta í '89 boddý og það var ekkert mál!
Ég get ekki séð að nein partanúmer hafi breyst!

Author:  Stefan325i [ Sat 09. Oct 2004 16:54 ]
Post subject: 

þetta á að passa það er

boltarnir sem þú ert með gæti verið forskrufaðir eða ónítir
það gæti verið eithvað í skrúfgangnum á bílnum.

þetta er ekki það skemtilegasta í heimi að möndla þetta í, en læstur e30 er hlutur sem enginn ætti að vera án í þessum heimi.

Author:  Alpina [ Sat 09. Oct 2004 17:20 ]
Post subject: 

Stefan325i wrote:
læstur e30 er hlutur sem enginn ætti að vera án í þessum heimi.


gæti alveg keypt þessa kollgátu

Author:  hlynurst [ Sat 09. Oct 2004 19:04 ]
Post subject: 

Sammála þessu. :wink:

Author:  rutur325i [ Sun 10. Oct 2004 00:31 ]
Post subject: 

drifskaptið er nottla lengra í 320 en það er bara gírkassin sem er styttri held ég .....

Author:  arnib [ Sun 10. Oct 2004 04:37 ]
Post subject: 

rutur325i wrote:
drifskaptið er nottla lengra í 320 en það er bara gírkassin sem er styttri held ég .....


Rétt.

Reyndar eru drifin auðvitað ekki eins, en þau eru jafn "löng" og passa á milli.

Enda er bara fremri hluti drifskaftsins lengri, upphengjan á sama stað og aftari hlutinn jafn langur.

Author:  Twincam [ Sun 10. Oct 2004 07:05 ]
Post subject: 

en hvernig er það með 323 vélar og kassa... er drifskaftið þar jafn langt og í 325 eða 320?? :roll:

Author:  oskard [ Sun 10. Oct 2004 12:35 ]
Post subject: 

arnib wrote:
rutur325i wrote:
drifskaptið er nottla lengra í 320 en það er bara gírkassin sem er styttri held ég .....


Rétt.

Reyndar eru drifin auðvitað ekki eins, en þau eru jafn "löng" og passa á milli.

Enda er bara fremri hluti drifskaftsins lengri, upphengjan á sama stað og aftari hlutinn jafn langur.


reyndar eru báðir hlutarnir lengri :)

Author:  Stefan325i [ Sun 10. Oct 2004 15:35 ]
Post subject: 

Twincam wrote:
en hvernig er það með 323 vélar og kassa... er drifskaftið þar jafn langt og í 325 eða 320?? :roll:



323i er með gertag 260 kassanum sama og 325i en 320 er með gertag 240 þaða kassi er styttri en 260 þessvegna er drifskaftið lengra í 320 bílnum.

Drifið skiptir ekki máli því þau eru jafn löng bara misjafnlega breið.

Meira olíumagm í stórum drifum. Þau þekkjast með því að það eru 2 boltar af néðan í stað 1 á litlum drifum.

Bílar sem komu með stórum drifum voru

323i 320is (ítalski) 325i 325e m3 og e28 allir.en það þarf að skipta um rass á þeim

Author:  Bjarki [ Sun 10. Oct 2004 23:21 ]
Post subject: 

Þetta er komið undir og tók ekkert langan tíma bara taka sér smá frí og mæta svo ferskur aftur í skúrinn og þá gengur alltaf allt vel. 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/