bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Aukahljóð í E36 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7660 |
Page 1 of 1 |
Author: | BMWmania [ Mon 04. Oct 2004 22:43 ] |
Post subject: | Aukahljóð í E36 |
Það heyrist einhver hvinur vinstra megin að framan á bílnum mínum. Eitthvað aukahljóð sem ég fatta ekki.........voða lágt bara en samt..... Einhverjar hugmyndir um hvað þetta gæti verið? |
Author: | gstuning [ Mon 04. Oct 2004 22:55 ] |
Post subject: | |
Eru bremsuklossarnir að verða búnir? hvað er hann ekinn, er einhver séns að þetta sé hjólelega, Er þetta innan í honum eða utan farþegarrýmisins? |
Author: | BMWmania [ Mon 04. Oct 2004 22:58 ] |
Post subject: | |
Hann er ekinn 100 þús km, og ég er búin að keyra bílinn einhverja 20þús km síðan ég fékk hann. Veit í rauninni ekkert um klossana, gæti verið að þeir væru langt komnir. Hljóðið er utan við finnst mér, en það er mjög lágt, erfitt að greina hvaðan það kemur. |
Author: | Alpina [ Mon 04. Oct 2004 23:02 ] |
Post subject: | |
Gæti verið ..........lega |
Author: | gstuning [ Mon 04. Oct 2004 23:19 ] |
Post subject: | |
BMWmania wrote: Hann er ekinn 100 þús km, og ég er búin að keyra bílinn einhverja 20þús km síðan ég fékk hann. Veit í rauninni ekkert um klossana, gæti verið að þeir væru langt komnir. Hljóðið er utan við finnst mér, en það er mjög lágt, erfitt að greina hvaðan það kemur.
Kemur það þegar þú beygir eða bara þegar þú ert að fara áfram eða bremsar, eða þegar bílinn er að fjaðra, |
Author: | BMWmania [ Mon 04. Oct 2004 23:25 ] |
Post subject: | |
Hljóðið er stöðugt |
Author: | BMWmania [ Mon 04. Oct 2004 23:27 ] |
Post subject: | |
heyrist mest þegar ég er að keyra úti á vegum á 100+ ![]() |
Author: | Munto [ Mon 04. Oct 2004 23:31 ] |
Post subject: | |
þá er þetta mjö líklega hjólalegan þetta lýsir sér alveg nákvælega eins og hjá mér þá skipti ég um leguna þá lagaðist þetta. Hefurðu prófað að tjaka bílinn upp og snúa hjólunum?? |
Author: | gstuning [ Mon 04. Oct 2004 23:34 ] |
Post subject: | |
Þá myndi ég líka segja hjólalega |
Author: | BMWmania [ Mon 04. Oct 2004 23:38 ] |
Post subject: | |
Hmmmm ok þar sem ég er nú stelpa þá hef ég ekkert vit á þessu..... Hvað er það sem er að gerast þarna? Er dekkið mitt þá bara að detta af eða? Ms. Forvitin ![]() |
Author: | Munto [ Mon 04. Oct 2004 23:40 ] |
Post subject: | |
hehe veit það nú ekki alveg en þú færð allavegana leguna og nafið niðri poulsen á 7500 kal í staðinn fyrir 22800 kall hjá b og l |
Author: | Munto [ Mon 04. Oct 2004 23:41 ] |
Post subject: | |
og það er minnsta mál að skipta um þetta sjálfur ef þú þekkir einhvern sem treystir sér í þetta ![]() |
Author: | BMWmania [ Mon 04. Oct 2004 23:55 ] |
Post subject: | |
Treystir sér í þetta? Kannski ég geri þetta bara sjálf ha ![]() Nú eða ekki.....heh ![]() Þúsund þakkir fyrir gagnlegar ábendingar strákar ![]() |
Author: | Munto [ Mon 04. Oct 2004 23:58 ] |
Post subject: | |
það var ekkert ![]() |
Author: | gstuning [ Tue 05. Oct 2004 08:32 ] |
Post subject: | |
Ég myndi segja að TB sé þitt næsta stopp, fá þá til að skipta um þetta bara |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |