bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Súrefnisskynjari
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7644
Page 1 of 1

Author:  Beorn [ Sun 03. Oct 2004 15:51 ]
Post subject:  Súrefnisskynjari

Ég ætlaði að skipta um súrefnisskynjara í bílnum mínum (518i e34) en síðan er bara enginn súrefnisskynjari til að skipta um.
Ég fór undir bílinn og skoðaði pústið gjörsamlega og skoðaði líka vel ofan í húddinu, þar fann ég laust plugg sem annar endi súrefnisskynjarans sem ég keypti passar í. Hins vegar er ekkert gat á pústinu til að tengja hinn enda skynjarans í.
Þetta er allt saman mjög skrítið því fyrir stuttu rauk bensíneyðslan úr 10L/100km uppí 13.5L/100km og maður hefði haldið að það væri útaf biluðum súrefnisskynjara. Sérstaklega þar sem súrefnisskynjarinn á að duga 160þús km og minn bíll er keyrður 170þús.
Er einhver sem getur hjálpað mér með þetta?

Author:  srr [ Sun 03. Oct 2004 16:06 ]
Post subject:  Re: Súrefnisskynjari

Beorn wrote:
Ég ætlaði að skipta um súrefnisskynjara í bílnum mínum (518i e34) en síðan er bara enginn súrefnisskynjari til að skipta um.
Ég fór undir bílinn og skoðaði pústið gjörsamlega og skoðaði líka vel ofan í húddinu, þar fann ég laust plugg sem annar endi súrefnisskynjarans sem ég keypti passar í. Hins vegar er ekkert gat á pústinu til að tengja hinn enda skynjarans í.
Þetta er allt saman mjög skrítið því fyrir stuttu rauk bensíneyðslan úr 10L/100km uppí 13.5L/100km og maður hefði haldið að það væri útaf biluðum súrefnisskynjara. Sérstaklega þar sem súrefnisskynjarinn á að duga 160þús km og minn bíll er keyrður 170þús.
Er einhver sem getur hjálpað mér með þetta?


Sko ,
Bosch segir að 02 endist 10.000km ekki 160.000km
Ef þú ert með plögg í harnessinu þá er lítið mál að láta pústverkstæði setja í pústið svo að þú getur haft o2

Author:  Svezel [ Sun 03. Oct 2004 16:11 ]
Post subject: 

Þú sérð þetta hérna
http://rust.mine.nu/bmw/showparts.do?model=HA11&mospid=45130&prod=19890900&btnr=18_0217&hg=18&fg=05&x=101&y=132

Author:  Beorn [ Sun 03. Oct 2004 16:14 ]
Post subject: 

TB sagði allavega að þetta ætti að duga 160þús, en þetta er bara spurning um bensíneyðsluna, þetta hlýtur að tengjast einhverju öðru en 0_2 skynjaranum því hann er ekki bilaður, heldur ekki til staðar. Mér er nett sama þó það sé enginn skynjari til staðar, ég vil bara ná eyðslunni niður. En hvernig getur verið að bíll með innspýtingu sé ekki með o_2 skynjara?

Author:  Beorn [ Sun 03. Oct 2004 16:34 ]
Post subject: 

ég er búinn að skoða þetta algjörlega frá öllum hliðum og það er ekkert plögg á pústinu eins og á þessari mynd

Author:  Bjarki [ Sun 03. Oct 2004 17:21 ]
Post subject: 

Hefur ekki bara verið skipt um pústið og þegar eigandinn fékk að vita hvað o2 skynjarinn kostaði þá var ákveðið að bíða með þetta svo gekk bíllinn og eyðslan jókst ekkert voðalega og þar við sat.

Author:  Beorn [ Sun 03. Oct 2004 17:41 ]
Post subject: 

Já Bjarki það gæti passað en það eru meira en 2 ár síðan ég keypti bílinn þannig að þetta er orðið svolítið síðan.
Spurning hvort það gæti minnkað eyðsluna að tengja þetta drasl eða hvort maður eigi frekar að pæla í þessari setningu sem ég fann á netinu:
"Vacuum leaks and ignition problems are common fuel economy destroyers"

Author:  Tommi Camaro [ Mon 04. Oct 2004 00:06 ]
Post subject: 

Beorn wrote:
Já Bjarki það gæti passað en það eru meira en 2 ár síðan ég keypti bílinn þannig að þetta er orðið svolítið síðan.
Spurning hvort það gæti minnkað eyðsluna að tengja þetta drasl eða hvort maður eigi frekar að pæla í þessari setningu sem ég fann á netinu:
"Vacuum leaks and ignition problems are common fuel economy destroyers"

hefur hægri fóturinn ekki bara þyngst.
ef hann gangur eðlilega og missir ekki úr gang reykir ekki svörtu við inngjöf ,einginn bensínlykt úr pústinu. þá held ég að eyðsla eigi ekki að geta rökið upp úr öllu valdi nema þú sert með gat á tankinum

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/