bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stýri með loftpúða fjarlægt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7610
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Wed 29. Sep 2004 20:17 ]
Post subject:  Stýri með loftpúða fjarlægt

Hefur e-r tekið loftpúða-stýri úr bíl?
Er maður ekki safe ef maður tekur rafmagnið af bílnum áður en hafist er handa og leggur svo loftpúðann með BMW-merkið upp og geymir hann þannig og fer með hann eins og ungabarn.
Þarf að komast í bilaðan/ónýtan stefnuljósarofa á e36 bíl með venjulegu '94 airbag stýri.

Author:  Svezel [ Wed 29. Sep 2004 20:22 ]
Post subject: 

Aftengja geyminn og bíða í 5sec fyrir bíla eftir '93 en 30mín í bílum fyrir það

Author:  318is [ Thu 30. Sep 2004 13:16 ]
Post subject: 

Afhverju þarf að bíða svona lengi (þ.e. fyrir bíla fyrir 1993)? Er þetta tíminn sem rekur tölvuna restarta sér eða?

Author:  Tommi Camaro [ Thu 30. Sep 2004 22:48 ]
Post subject: 

318is wrote:
Afhverju þarf að bíða svona lengi (þ.e. fyrir bíla fyrir 1993)? Er þetta tíminn sem rekur tölvuna restarta sér eða?

í summ bíll eingum nýri þá er Backup á air bag :):)

Author:  Tommi Camaro [ Thu 30. Sep 2004 22:50 ]
Post subject:  Re: Stýri með loftpúða fjarlægt

Bjarki wrote:
Hefur e-r tekið loftpúða-stýri úr bíl?
Er maður ekki safe ef maður tekur rafmagnið af bílnum áður en hafist er handa og leggur svo loftpúðann með BMW-merkið upp og geymir hann þannig og fer með hann eins og ungabarn.
Þarf að komast í bilaðan/ónýtan stefnuljósarofa á e36 bíl með venjulegu '94 airbag stýri.

púðinn springur ekki ef þú lemur ekki á skynjaranna í huddinu um leið þú ert að fikta í þessu . þetta er ekkert mmál

Author:  GudmundurGeir [ Fri 01. Oct 2004 01:26 ]
Post subject: 

Nei, fara nógu varlega í þetta!! Ég sá video þegar ég var í skyndihjálparnámsskeiði, það var af slösuðum manni í bíl. Loftpúðinn hafði ekki sprungið við áreksturinn. Einn sjúkraliðsmaðurinn hafði teygt sig inní bílinn milli stýrisins og mannsins í ökumanssætinu, þegar annar maður var að eiga við miðjustokkinn til að komast betur að þá sleit hann tölvuna úr sambandi og við það sprakk loftpúðinn. Gaurinn sem var við sýrið kastaðist ca. 3 metra á frá bílnum og hásbrotnaði!!

Það er hrikalegt power í þessu og betra að fara varlega...

Author:  jens [ Fri 01. Oct 2004 06:27 ]
Post subject: 

Hef séð þetta myndband líka... Það er ótrúlegt hvað er mikið power í þessu dóti, maðurinn sem varð fyrir púðanum var nokkuð þrekinn en hann flaug eins og ekkert væri undan púðanum. Þetta líkist fallbyssuskoti.

Flat6 skrifaði:

Quote:
Ég sá video þegar ég var í skyndihjálparnámsskeiði

Starfaru í svona björgun.

Author:  GunniT [ Fri 01. Oct 2004 11:55 ]
Post subject: 

púðin springur út á 300 km hraða...

Author:  Haffi [ Fri 01. Oct 2004 13:17 ]
Post subject: 

GunniT wrote:
púðin springur út á 300 km hraða...


og það er VONT<<<<<<<<<<<<<<<< :? :oops:

Author:  gstuning [ Fri 01. Oct 2004 13:24 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
GunniT wrote:
púðin springur út á 300 km hraða...


og það er VONT<<<<<<<<<<<<<<<< :? :oops:


Einn af skemmtanastjórunum okkar veit það :(

Author:  íbbi_ [ Fri 01. Oct 2004 14:53 ]
Post subject: 

364 eða 365km hraða las ég, hef fengið sona í andlitið :? duftið í honum er mikið verra en höggið

Author:  GudmundurGeir [ Fri 01. Oct 2004 18:51 ]
Post subject: 

jens wrote:
Hef séð þetta myndband líka... Það er ótrúlegt hvað er mikið power í þessu dóti, maðurinn sem varð fyrir púðanum var nokkuð þrekinn en hann flaug eins og ekkert væri undan púðanum. Þetta líkist fallbyssuskoti.

Flat6 skrifaði:

Quote:
Ég sá video þegar ég var í skyndihjálparnámsskeiði

Starfaru í svona björgun.


Nei, en ég var í björgunarfélaginu í mínum bæ... þannig ég er búinn að fara á nokkur svona námskeið. Kemur sér alltaf vel að kunna bregðast við;)

Author:  jens [ Fri 01. Oct 2004 22:42 ]
Post subject: 

Rétt ! það fær mann til að hugsa áður en maður framkvæmir t.d með hraðakstur.

Author:  Tommi Camaro [ Sat 02. Oct 2004 02:15 ]
Post subject: 

flat6 wrote:
Nei, fara nógu varlega í þetta!! Ég sá video þegar ég var í skyndihjálparnámsskeiði, það var af slösuðum manni í bíl. Loftpúðinn hafði ekki sprungið við áreksturinn. Einn sjúkraliðsmaðurinn hafði teygt sig inní bílinn milli stýrisins og mannsins í ökumanssætinu, þegar annar maður var að eiga við miðjustokkinn til að komast betur að þá sleit hann tölvuna úr sambandi og við það sprakk loftpúðinn. Gaurinn sem var við sýrið kastaðist ca. 3 metra á frá bílnum og hásbrotnaði!!

Það er hrikalegt power í þessu og betra að fara varlega...

isss piss
ég geri þetta á hverjum degi , það eru nú fleiri verskst hérna í rvk sem eru að gera við bíll og rétt og ekki hef ég heyrt að það hafi orðið slys hérna á íslandi við ísettningu á þessu.
púðinn er settu af stað með rafmagni ,til að geta sprengt púðan þarf hann rafmagn hann færð það í gegnum air bag tölvu sem er stað sett í bílnum til að talva vit hvað púða á að sprengja þarf skinjari að verða fyrir höggi eða snjaski, ef púðinn er tekin úr sambandi við tölvunna geturu keyrt yfir hann og ekkert gerist.

Author:  Tommi Camaro [ Sat 02. Oct 2004 02:21 ]
Post subject: 

p.s.
það hefur komið fyrir að menn sem hafa ekki hlotið rétta þjálfunn eins og nýliðar og aðkomu menn að slysum. sem hafa reynt að hjálp fóki sem liggur í bílum sem ekki air bag hefur sprungið síðan þegar reynt er við flakið þá hefur það sett púðann af stað. í dag þá gengur slökkvilið með bók (tækjabíllinn) til að vita hvernig á að vera óhætt að klippa að opna bíla sem hafa lent í tjóni og air bag ekki sprungið því allt er þetta mismunandi eftir tegundum.því regla numer eitt er alltaf að rúfa sambandið á geymir, siðan getur verið þéttir eða lítil rafhlaði sem backup á air bag tölvunna og getur hún verið virk allt í 60 min eftir að rafmagnið sé rofið.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/