bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

eyðsla á e34 m5
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7586
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Sep 2004 16:54 ]
Post subject:  eyðsla á e34 m5

þið hérna sem eruð búnir að vera á e34 m5, hvað eru þeir búnir að vera eyða (rauneyðsla) við allar aðstæður hita kulda hálku snjó... við graða inngjöf og í rólegheitunum innanbæjar sem utan.

takk íbbi,

Author:  Logi [ Mon 27. Sep 2004 17:55 ]
Post subject: 

Átti 5 í 1 ár. Skráði alltaf niður eyðslu og hún var á milli 11 og 18 eftir aðstæðum.

100% innanbæjarakstur síðasta vetur gerði mest hjá mér um 18 lítra. Reyndar keyrði ég bílinn alltaf "heitan" (aldrei minna en 10-15 km í einu) og fór aldrei niður laugaveginn, eða neitt slíkt. Það er örugglega mjög auðvelt að fara yfir 20 lítra að vetrarlagi, ef maður passar sig ekki.

Það sem mér fannst koma best út var að sjálfsögðu langkeyrslan og sú staðreynd að það virtist ekki skipta öllu máli hver meðalhraðinn var. Eyðslan var alltaf mjög svipuð....

Author:  íbbi_ [ Mon 27. Sep 2004 18:20 ]
Post subject: 

langar rosalega í sona bíl, og er búin að vera skoða þá núna síðan ég var 17 ára, er að spá í að fara í skóla næsta haust annig að það er sona síðasti sjens ef manni langar að eignast sona, er bara spá í hvort maður nenni að standa í sona rosalegum bensínkostnaði áfram.

Author:  Logi [ Tue 28. Sep 2004 16:50 ]
Post subject: 

Það er ekki spurn. um að nenna þessum bensínkostnaði....... Ef þú átt pening til að nota í svona "eyðslu" þá er þetta ekki spurning 8) Sá aldrei eftir einni einustu krónu sem fór í bensínkostnað á MJ877 :wink:

Author:  bebecar [ Tue 28. Sep 2004 17:57 ]
Post subject: 

Ég átti sama bíl í 18 mánuði sirka... ég náði honum held ég aldrei uppfyrir 18.5 ef ég man rétt... en hann hékk í 17 að jafnaði yfir vetur og ósköp svipa yfir sumarið ef langkeyrslan er tekin frá.

Author:  íbbi_ [ Wed 29. Sep 2004 15:25 ]
Post subject: 

já.. ég held að 18l sé nú sona í hærri kantinum :?
var komin á að fá mér einhver japanskan economy bara en ég hugsa að mig langi frekar þá bara í einhvern eyðslugrennri bimma, 18 er ekki ólíkt því sem ég er í núna þannig að.. langar bara svo í m5 8)

Author:  Logi [ Thu 30. Sep 2004 15:43 ]
Post subject: 

Þú færð töluvert MEIRA fyrir 18l/100 km í M5 heldur en í 735i :shock: Get lofað þér því 8)

Author:  Einsii [ Thu 30. Sep 2004 19:52 ]
Post subject: 

minn ætlar nu að hanga vel í 19L/100km :?

er það ekki soltið mikið fyrir 3.5 m30??
vara að vísu að fá hann og þá er maður alltaf graður á gjöfinni ;)

Author:  Kristjan [ Thu 30. Sep 2004 21:52 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
minn ætlar nu að hanga vel í 19L/100km :?

er það ekki soltið mikið fyrir 3.5 m30??
vara að vísu að fá hann og þá er maður alltaf graður á gjöfinni ;)


Ef þú ert nógu graður á gjöfinni þá eyðir hann alveg MAD

Ég er búinn að keyra minn mjög rólega undanfarna 500 km og eyðslan stendur í 13.5

Author:  gstuning [ Fri 01. Oct 2004 11:43 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Einsii wrote:
minn ætlar nu að hanga vel í 19L/100km :?

er það ekki soltið mikið fyrir 3.5 m30??
vara að vísu að fá hann og þá er maður alltaf graður á gjöfinni ;)


Ef þú ert nógu graður á gjöfinni þá eyðir hann alveg MAD

Ég er búinn að keyra minn mjög rólega undanfarna 500 km og eyðslan stendur í 13.5


Þetta er nú meira,
Ég var að draga óskar í gær og handbremsan er alltaf aðeins á(helvítis barkar) og eyðslan er núna 11.7,,

Author:  Kristjan [ Fri 01. Oct 2004 12:57 ]
Post subject: 

Þessi týpíski rúntakstur er frekar leiðinlegur... bílinn virðist eyða frekar mikið þá

Author:  Einsii [ Fri 01. Oct 2004 14:24 ]
Post subject: 

hérna á ak er maður bara að bremsa og taka af stað allann tíman sem meður er að keyra... það eiðir bensini... svo er víst ekkert að marka þessa eiðslumæla fyrren yfir einhverjum ákveðnum hraða þannig að ef maður er að taka nokkra hringi niður í bæ þá eiðir hann töluvert

Author:  íbbi_ [ Fri 01. Oct 2004 14:47 ]
Post subject: 

virðist bara vera svipað hjá þér og mér.. já ég fæ meira útrúr 18l á m5 en 735 en hinsvegar fæ ég alveg eithtvað í 735 sem ég fæ ekki í m5

Author:  gstuning [ Fri 01. Oct 2004 15:03 ]
Post subject: 

Einsii wrote:
hérna á ak er maður bara að bremsa og taka af stað allann tíman sem meður er að keyra... það eiðir bensini... svo er víst ekkert að marka þessa eiðslumæla fyrren yfir einhverjum ákveðnum hraða þannig að ef maður er að taka nokkra hringi niður í bæ þá eiðir hann töluvert


til að mælir sé réttur þarf eftirfarandi að vera eftirfarandi

Rétt stærð á dekkjum miðað við original stærð
Hreint bensín kerfi (eins hreint og þegar það var nýtt)
Bensín þrýsti jafnarinn verður að vera í 100% lagi (þ.e verður að vera réttur bensín þrýstingur í gangi)

Dekkjastærðin er notuð til að vita uppá hár hvað hver snúningur á dekkinu er löng vegalengd

Merkið fer í mælaborðið og svo þaðann til tölvunar þar sem að hún hún reiknar eyðsluna út frá því hvernig opnunartíminn á spíssunum er akkúrat núna, þ.e ef þú heldur pedalanum(í raun dömpar alltaf jafn mikið af bensíni fyrir hvern snúning á dekkinu) alveg eins næstu 100kmh þá mun eyðslan vera eins og mælirinn segir

Spáið í því hversu oft þegar þíð eruð að keyra innan bæjar að þið eru alls ekkert að stíga á pedallann, það er furðu mikið, en þar sem að eyðslan er meiri þegar maður eru alltaf að fara af stað þá verður svo hátt meðaltal að það er hærra en jafnt cruise meðaltal

Ein leið til að spara bensín er að ekki kúpla frá þegar þið eruð að bremsa því að þegar pedallinn er alveg tilbaka þá fer ekkert bensín í vélina og því sparast bensín í stað þess að setja vélina í lausagang þar sem að hún er að éta bensín, þetta sparar einnig bremsurnar ykkar og..
heldur uppi olíuþrýsting sem eykur endingu á vélinni ykkar
og muna svo að stíga rólega á bensín pedallan þegar þið ætlið að auka hraðann aftur, :)
þið sem eruð með "automagic" to bad so sad,, fáið minna um það ráðið hvernig eyðslan er

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/