bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hjálp við 520 '91
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7570
Page 1 of 1

Author:  Brekkan [ Sat 25. Sep 2004 19:52 ]
Post subject:  Hjálp við 520 '91

Mig vantar smá hjálp útaf rúðupissinu á bílnum hjá mér, þannig er málið að þegar ég toga í stöngina sem stjórnar þurrkum og pissi, þá fara þurrkurnar af stað (3 eða 4 umferðir) og framljósin fá tvær bunur af vökva en rúðan ekkert. Samt er það þannig að ljósin fá alls ekki alltaf baðið sitt heldur fara oftast þurrkurnar einar af stað.
Ef ég ýti á endann á fjárans stönginni (reikna með að þar sé rofi) þá gerist ekki neitt.

Er þetta rofavandamál inni í bíl eða hvað? Svör óskast fljótt því endurskoðunarfresturinn er að renna út.

Author:  oskard [ Sat 25. Sep 2004 19:54 ]
Post subject: 

eru stútarnir ekki bara síflaðir ?

Author:  Brekkan [ Sat 25. Sep 2004 20:31 ]
Post subject: 

Eiga semsagt framljósin alltaf að fá þvott þegar framrúðan fær bunu?

Author:  Bjarki [ Sat 25. Sep 2004 22:10 ]
Post subject: 

Ég giska á stíflaða stúta þ.e. ef dælan dælir vatni, mjög auðvelt að tékka það.
Ljósin fá hreinsun þegar það er kveikt á ljósunum annars ekki.
Þú er með "sensitive wash" kerfi (sterkari blandi í sér tanki) eða hvað það heitir og ég giska á það að rofinn sé eitthvað lélegur. Togaðu takkann af og hreinsaði snerturnar í takkanum og settu smá contact treatment spray á þetta, ekki WD40 það einangrar.

Author:  Brekkan [ Sat 25. Sep 2004 22:47 ]
Post subject: 

Takk fyrir góð svör.
Læt vita hvort þetta virkar.

Author:  Brekkan [ Mon 27. Sep 2004 17:17 ]
Post subject: 

Auðvitað var það rofinn sem var að klikka.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/