bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá umhugsun (vandræði)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=756
Page 1 of 1

Author:  GHR [ Fri 07. Feb 2003 12:40 ]
Post subject:  Smá umhugsun (vandræði)

Þannig er það að bílinn hjá mér er alltaf að klára rafgeyminn, þegar hann stendur í smá tíma. Rafgeymirinn sjálfur er góður og hleðslan góð og þetta gerist ekki nema bílinn standi óhreyfður í c.a. 3-4 vikur.
En allavega þá held ég að ég sé búinn að finna ástæðuna????? Miðstöðin eða eitthver viftuhljóð heyrast af og til úr húddinu (heyrist mjög lítið en heyrist þegar maður er með húddið opið inn í skúr :wink: ) Held samt að þetta sé ekki miðstöðin því það er ekkert rafmagn á og það er ekki hægt að kveikja á miðstöðinni nema í stillingu 1 eða 2 (á lyklasvissinum sem sagt)
Ég veit að það er hægt að nota timer-inn til að setja miðstöðina í gang á ákveðnum tíma, en þetta heyrist nokkru sinnum á dag. Er eitthver búnaður í þessum bílum sem ......... æjjii ég veit ekki - alveg stopp :roll:
Gæti þetta verið viftan sem kælir tölvuna eða er kannski rakaskynjari í bílunum??????
Ekki bætir úr skák að hafa húddið rafmagns (þ.e.a.s rafmagn sem lokar og opnar það) þegar bílinn stendur svona og maður þarf alltaf að komast í skottið (sem er varahlutalagerinn minn :wink: - HUGE)

PLEASE HELP


*Bílinn er að fara á eftir í sprautun :D :D (ef eitthver sér hann á leiðinni ekki fá shock - það er búið að rífa allan frampartinn og listana af - ógeðslega ljótur :? Nei ég má ekki segja þetta

Author:  bebecar [ Fri 07. Feb 2003 13:13 ]
Post subject: 

Ég veit ekki betur en þetta sé eðlilegt. Það er talað um að M5 bílarnir hangi inni í 3-6 vikur áður en þeir verða rafmagnslausir. Það er hellingur af drasli í gangi og einmitt eru svona rafmagnshljóð oft í mínum þó það sé dautt á honum.

Author:  GHR [ Fri 07. Feb 2003 13:53 ]
Post subject: 

Nú, er það ????
Gott að vita það, þá eru þetta bara óþarfa áhyggjur hjá mér.
Takk fyrir það Babecar

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/