bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ljósavesen
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7485
Page 1 of 1

Author:  Beorn [ Sun 19. Sep 2004 15:31 ]
Post subject:  Ljósavesen

Ég var að skipta um sviss í bílnum hjá mér (skipti um allt stóra stykkið sem stýrið er sett framan á). Bíllinn virkar alveg en það er eitthvað vandamál komið upp með ljósabúnaðinn. Það er bara hægt að kveikja á parkljósunum. Stefnuljósaarmurinn virkar ekki (hvorki stefnuljós né háu ljósin). Samt virka hazard ljósin. Þannig að ljósabúnaðurinn sem slíkur er í lagi, það er bara eitthvað að búnaðinum sem kveikir á ljósunum.
Ég tók þetta sviss stykki úr ´89 módeli af e34 en minn bíll er ´91 módel. Getur ekki verið að þetta tengist eitthvað dagljósabúnaðinum, því það var dagljósabúnaður á ´91 bílnum en veit ekki hvort það hafi verið á ´89 bílnum.
Vantar ekki bara einhvern nema í nýja svissinn sem kveikir sjálfvirkt á ljósunum? En hvað er þá málið með stefnuljósin?

Author:  Beorn [ Thu 23. Sep 2004 17:49 ]
Post subject: 

Veit enginn hvernig dagljósabúnaðurinn virkar í þessum bíl?

Author:  saemi [ Thu 23. Sep 2004 18:00 ]
Post subject: 

tengdirðu nokkuð vitlaust plöggin sem eru undir vinstra megin. Mig minnir að það séu 2 eins plögg þar!

Author:  Beorn [ Thu 23. Sep 2004 19:55 ]
Post subject: 

Nei tengdi þau rétt, það er eitt stórt svart, eitt stórt hvítt og eitt lítið svart.
En ef ég myndi bara skipta um stykkið þar sem lykillinn er settur í (þ.e.a.s. sjálfan svissinn) og hafa það úr bíl sem var upprunalega með dagljósabúnaði. Það hlýtur að vera einhver nemi inní svissinum fyrir dagljósabúnaðinn eða eitthvað álíka...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/