bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Olíuskipti sjálfur eða hjá fagaðila?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7431
Page 1 of 1

Author:  jonthor [ Wed 15. Sep 2004 11:58 ]
Post subject:  Olíuskipti sjálfur eða hjá fagaðila?

Hef verið að velta því fyrir mér að þjónusta bara bílinn sjálfur. Finnst fullmikið að borga 300€ fyrir að láta skipta um olíu og olíusíu, athuga þrýstinginn í dekkjunum, bremsuvökvann, kælivökvann og hvort rúðuþurrkurnar eru í lagi eða ekki! Hvað gera menn hér?

Author:  Bjarki [ Wed 15. Sep 2004 12:08 ]
Post subject: 

Ef ég er með nýlegan bíl með flekklausa þjónustubók þá blæði ég í BMW. En með gamlan góðan bíl þá prenta ég út oil service eyðublaðið og tékka allt sem stendur á því skrifa samviskusamlega niður km tölu og skrifa ef eitthvað er að bílnum eða ef eitthvað var gert sem ekki stendur á blaðinu og set þetta í möppu bílsins.

Author:  Jss [ Wed 15. Sep 2004 12:46 ]
Post subject: 

Ég læt gera allt svona fyrir minn á verkstæðinu hjá B&L. ;) Enda í mjög góðri aðstöðu til þess. ;) :D

Author:  gstuning [ Wed 15. Sep 2004 12:58 ]
Post subject: 

Hvað getur fagmaður gert sem ég get ekki

Losað 17mm bolta á pönnunni, 13 eða 12mm ró á síulokinu,
tekið síuna úr án þess að láta leka út um allt, sett olíuna úr pönnunni í eitthvað fat og komið á réttan stað, sett svo reccomended magn af olíu í eftir að vera búinn að skrúfa 17mm róna aftur í,,

Svo get ég líka skrifað í smurningar bókina :)

Author:  Thrullerinn [ Wed 15. Sep 2004 15:39 ]
Post subject: 

Ég er þannig lagað sáttur við þjónustuna upp í B&L, fer alltaf þangað.
Hvernig ætti maður svo sem að núlla "Next oil service" dúddann sjálfur,
er það hægt?

Author:  Haffi [ Wed 15. Sep 2004 16:33 ]
Post subject: 

Bjéogell eða sambærilegur :oops:

Author:  iar [ Wed 15. Sep 2004 19:16 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Ef ég er með nýlegan bíl með flekklausa þjónustubók þá blæði ég í BMW. En með gamlan góðan bíl þá prenta ég út oil service eyðublaðið og tékka allt sem stendur á því skrifa samviskusamlega niður km tölu og skrifa ef eitthvað er að bílnum eða ef eitthvað var gert sem ekki stendur á blaðinu og set þetta í möppu bílsins.


Oil service eyðublaðið?? Do tell. :-)

Annað þessu tengt, hvaða hafa menn hér gert almennt ef þeir gera eitthvað, t.d. er í þjónustubókinni minni hak þar sem er merkt ef skipt er um microfilter. Ég hef verið að spá í hvort ég eigi að halda uppi sér blaði (ég tók t.d. niður KM töluna þegar ég skipti um microfilter) með því sem ég dunda mér við og láta þjónustuaðila sem taka etv. Insp. I/II um að stimpla í bókina eða hvort ég eigi bara að spandera þessum ekkert svo svakalega mörgu síðum í þjónustubókinni í dútlið mitt. Hvað segja menn? :-)

Author:  Alpina [ Wed 15. Sep 2004 19:39 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Hvað getur fagmaður gert sem ég get ekki

Losað 17mm bolta á pönnunni, 13 eða 12mm ró á síulokinu,
tekið síuna úr án þess að láta leka út um allt, sett olíuna úr pönnunni í eitthvað fat og komið á réttan stað, sett svo reccomended magn af olíu í eftir að vera búinn að skrúfa 17mm róna aftur í,,

Svo get ég líka skrifað í smurningar bókina :)


og hvað gefið gst stimpil :lol2: :lol2:

Author:  gstuning [ Wed 15. Sep 2004 21:46 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
gstuning wrote:
Hvað getur fagmaður gert sem ég get ekki

Losað 17mm bolta á pönnunni, 13 eða 12mm ró á síulokinu,
tekið síuna úr án þess að láta leka út um allt, sett olíuna úr pönnunni í eitthvað fat og komið á réttan stað, sett svo reccomended magn af olíu í eftir að vera búinn að skrúfa 17mm róna aftur í,,

Svo get ég líka skrifað í smurningar bókina :)


og hvað gefið gst stimpil :lol2: :lol2:


Jafn góður og hver annar stimpill að undanskildum umboðsstimpli,
Skiptir mig heldur ekki máli og ég nenni ekkert að spá í svona, ég veit hvenær ég geri hlutina á bílnum mínum og þarf ekki að fylgjast með því í bók og veit hvenær þarf að gera þá aftur,

Af hafa einhverja stimpla í bók að undanskildum umboðstimpli finnst mér bara ekkert spes,, frændi manns á næstu olíuþjónustu getur stimplað nokkru sinnum í bókina og skrifað einhverjar dagsetningar og km stöður áður en maður selur,

Svona stimplar eru ekki trygging uppá eitt né neitt, hvað þá gott viðhald og þjónustu,

Author:  Bjarki [ Wed 15. Sep 2004 21:51 ]
Post subject: 

iar wrote:

Oil service eyðublaðið?? Do tell. :-)



http://www.bmwe34.net/e34main/maintenan ... ERVICE.pdf

svo eru hin líka til fann þau ekki núna

Author:  Alpina [ Wed 15. Sep 2004 22:05 ]
Post subject: 

GST,,,,,,,þetta var SKRÖKU-LÝGI hjá mér

Author:  íbbi_ [ Fri 17. Sep 2004 07:34 ]
Post subject: 

ég geri þetta bara sjálfur, enda olíuskipti algerlega idiot proof, er einmitt núna að fara tappa á skiptinguni og skolana út og skipta um síu,

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/