bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Skipt um bremsuvökva https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7419 |
Page 1 of 1 |
Author: | jonthor [ Tue 14. Sep 2004 15:45 ] |
Post subject: | Skipt um bremsuvökva |
Ég hef verið að lesa mikið um bremsuvökvaskipti og þetta er eitthvað flóknara ef bílinn er með ABS. Ég var að velta því fyrir mér að gera þetta bara old style. Fá konuna til að pumpa og passa bara að hafa alltaf nóg á varatankinum. Flestir segja að þetta ætti að vera í lagi. Hefur einhver reynslu af þessu? |
Author: | Bjarki [ Tue 14. Sep 2004 18:39 ] |
Post subject: | |
Er það ekki góð aðferð! Fara í apótek og kaupa stóra sprautu og dæla öllum vökvanum úr forðabúrinu. Bæta nýjum vökva á. Ganga svo á allar dælurnar og jafnvel kúpplings..?..dótið og blæða slatta á öllum stöðum og fylgjast alltaf með því að það sé nóg í forðabúrinu svo það fari ekki loft á kerfið. Þegar þessu er lokið þá ættir þú að vera með mjög ferskan bremsuvökva. |
Author: | Ozeki [ Tue 14. Sep 2004 18:47 ] |
Post subject: | |
Þetta ætti að duga ... en ef þú ert með ABS, þá skalltu skella þér í bíltúr á eftir og bremsa hraustlega nokkrum sinnum svo ABS-ið fari á. Keyra svo heim og endurtaka skiftin á bremsuvökva. |
Author: | Ozeki [ Tue 14. Sep 2004 18:59 ] |
Post subject: | |
Bremsu info á unofficialbmw.com |
Author: | jonthor [ Wed 15. Sep 2004 07:46 ] |
Post subject: | |
Jább, flott ég var einmitt búinn að lesa þetta. Geri þetta bara svona. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |