Þá er maður loksins orðinn maður með mönnum.
Nei ég var ekki að koma út úr skápnum heldur var ég að setja Xenon-kit í bílinn minn.
Gettu hvor hliðin er búin þarna
Ísetningin var frekar auðveld. Það þarf ekkert að gera nema bara finna stað fyrir boxin sem fylgja þessu ásamt lítilsháttar dúlleríi.
Reyndar er svolítið vesen hjá mér, því að stöðuljósin eru í sömu lugt og aðalljósin. Því þurfti ég að leggja rafmagnið upp á nýtt í stöðuljósin. Svo þarf líka að breyta svolítið stykkinu sem skrúfast upp á ljóskerið, það þarf að gera gat þar fyrir nýju leiðslurnar úr perunni og stöðuljósunum.
En "kittið" sjálft er mjög flott, allur frágangur á því til fyrirmyndar og allt fylgir með til að gera þetta. Festingar, skrúfur, strap ofl.
Ég vildi hafa þetta þannig að það bæri sem minnst á þessu svo ég setti þetta allt rétt hjá ljósunum frammi í, sést ekkert innan úr húddinu
Ég bíð spenntur eftir að prufa þetta þar sem engin götulýsing er, en þetta er svooooo svalt að sjá miðað við gamla dótaríið. Þyrfti bara að fá mér ný ljósker líka til að þetta njóti sín alveg til fullnustu.
En... megaflott.
P.S. -Alpina- á þakkir skildar fyrir að redda mér þessu, þurfti bara hann til að sparka í rassinn á mér og láta mig kaupa þetta af sér. Hefði átt að vera löngu búinn að þessu
