bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sígur alltaf úr dekkjunum mínum!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7389
Page 1 of 1

Author:  BMWmania [ Sun 12. Sep 2004 00:44 ]
Post subject:  Sígur alltaf úr dekkjunum mínum!!

Hver er ykkar reynsla af þessu? Ég veit ekki hvort þetta eru einhver álög á mér eða hvað, en allavega er ég alltaf að lenda í því að þurfa að keyra á varadekkinu, af því að það er sífellt að síga úr hjá mér. Tek það fram að ég keyri dáldið á malarvegum sem er kannski ekki það besta, en vil samt meina að það sé ekki málið, frekar en á öðrum bílum. Er núna með slöngu öðrum megin að aftan, og það heldur alveg, en það er búið að síga tvisvar úr dekkinu hinum megin að aftan, og í fyrra skiptið lét ég líma það og það hélt ekki.


Hafið þið einhverjar ráðleggingar? Mér finnst þetta ekki eðlilegt.

Dekkjastærðin mín er 205/50/16

Author:  saemi [ Sun 12. Sep 2004 00:50 ]
Post subject: 

Lélegir kantar á felgunni eða ventill ónýtur er líklegasta ástæðan.

Author:  Eggert [ Sun 12. Sep 2004 01:13 ]
Post subject: 

Ég á akkúrat þessa stærð af negldum vetrardekkjum, láttu þig vita ef þig vantar góð nýleg vetrardekk fyrir sumarið.

Annars hef ég litla reynslu á þessu, er það ekki yfirleitt ónýtur ventill, brotin felga eða einfaldlega ónýtt dekk sem veldur þessu?

Author:  Haffi [ Sun 12. Sep 2004 01:54 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Ég á akkúrat þessa stærð af negldum vetrardekkjum, láttu þig vita ef þig vantar góð nýleg vetrardekk fyrir sumarið.

Annars hef ég litla reynslu á þessu, er það ekki yfirleitt ónýtur ventill, brotin felga eða einfaldlega ónýtt dekk sem veldur þessu?


huh? :oops:

Author:  srr [ Sun 12. Sep 2004 11:07 ]
Post subject: 

Hef nokkrum sinnum lent í þessu, bæði á mínum bíl og svo vinnubílum.
Alltaf voru þetta ónýtir ventlar. Næsta dekkjaverkstæði getur líka analyzað þetta fyrir þig á örfáum mínútum og ráðlagt þér.

Author:  Eggert [ Sun 12. Sep 2004 17:34 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
Eggert wrote:
Ég á akkúrat þessa stærð af negldum vetrardekkjum, láttu þig vita ef þig vantar góð nýleg vetrardekk fyrir sumarið.

Annars hef ég litla reynslu á þessu, er það ekki yfirleitt ónýtur ventill, brotin felga eða einfaldlega ónýtt dekk sem veldur þessu?


huh? :oops:


Augljóslega innsláttarvilla...

Nagladekk notar maður á veturna :roll:

Author:  Wolf [ Sun 12. Sep 2004 23:41 ]
Post subject:  .

Ef að þetta eru ekki ventlarnir, þá er nú mjög líklegt að þetta séu kantarnir á felgunni, sérstaklega ef hún er gömul og oft búið að skipta um dekk á henni og ýmiskonar leiðinda drulla kominn á kantinn. Hef lent í þessu og strákarnir á dekkinu í Hafnarfirði slípuðu kantinn bara vel og rækilega og þá var þetta til friðs.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/