bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Klukkuljós
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7318
Page 1 of 1

Author:  grettir [ Mon 06. Sep 2004 15:28 ]
Post subject:  Klukkuljós

Jæja, enn ein spurning um ljós í mælaborði :D

Það var að kvikna ljós hjá mér sem er eins og klukka, pínkulítið kvikindi beint fyrir ofan þjónustuljósin ( þetta er e36 bíll ). Það slökknar á því um leið og þjónustuljósin hverfa.
Ég reyndi að taka mynd af þessu, en maður getur eins notað blað og blýant eins og að reyna að mynda svona smágerða hluti með Nokia símum.

Ég var að láta mér detta í hug að þetta væri merki um að nú ætti maður að drífa sig í að láta skipta um tímareim? Hvað segið þið um það?

Author:  hlynurst [ Mon 06. Sep 2004 15:56 ]
Post subject: 

Þetta er inspection ljósið... tölvan er að segja þér að nú sé tími á að fara í svoleiðis skoðun. Hvort sem þú gerir það eða lætur bara slökkva á ljósinu.

Author:  grettir [ Mon 06. Sep 2004 15:59 ]
Post subject: 

Takk fyrir þetta.
Ætli maður leyfi þessu bara ekki að loga. Truflar mig ekki neitt, ég var bara að pæla í því hvort þetta væri reimin. Býst við að það sé að koma tími á hana.. verra að láta hana slitna :shock:

Author:  525 [ Wed 08. Sep 2004 22:02 ]
Post subject: 

Held að þetta ljós hafi eitthvað með bremsuvökvann að gera.

Author:  Stefan325i [ Thu 09. Sep 2004 12:10 ]
Post subject: 

hvernig bíl ertu á,
það er mjög sennilegt að þú sért með keðju frekar en timareim, þannig að ef þú ert með keðju þá þarftu ekki að hafa áhyggjur á að skipta um hana.

m40 vélarnar eru að ég held einu e36 vélarnar með reim m43 er kominn með keðju og báðar twinn cam vélarnar m42 og m44 eru með keðju.

allar sexur eru með keðju.

Author:  grettir [ Thu 09. Sep 2004 12:51 ]
Post subject: 

Ó boy. Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta er 1991 318i bíll. Hvernig getur maður séð þessa m tölu?

Author:  iar [ Thu 09. Sep 2004 15:51 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Ó boy. Ég hef ekki hugmynd um það. Þetta er 1991 318i bíll. Hvernig getur maður séð þessa m tölu?


Flettu öftustu 7 stöfunum í framleiðslunúmeri (VIN) bílsins hér: http://www.bmw-z1.com/VIN/VINdecode-e.cgi

Þar sérðu hvaða vélartýpa er í bílinum.

Svo getur þú athugað vélartýpuna t.d. hjá John. G. Burns hér: http://www.unixnerd.demon.co.uk/enumber.html

Þar sérðu í timing dálknum hvort þú ert með reim eða keðju.

Vona að einhver leiðrétti mig ef ég fer með tóma vitleysu. :oops:

Author:  grettir [ Thu 09. Sep 2004 20:34 ]
Post subject: 

Takk fyrir þetta. Betra hafa þessa hluti á hreinu :lol:

Author:  grettir [ Fri 10. Sep 2004 09:16 ]
Post subject: 

Jæja, smellti þessu inn og niðurstaðan er m40 og þar af leiðandi reimardrifið tryllitæki.
iar, þetta eru snilldarsíður, takk fyrir það :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/