bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sjálfskiptingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=7&t=7296
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Fri 03. Sep 2004 17:40 ]
Post subject:  Sjálfskiptingar

Mig langaði að vita eitt, hvernig er best að "höndla" sjálfsskiptinguna sína? Á maður að skella í "N" þegar maður er stopp á ljósum eða ? Endilega komið með comment á þetta ef þið eruð gáfaðri í þessu en ég.. Búinn að vera pæla í þessu í dágóðann tíma..

Author:  ta [ Fri 03. Sep 2004 22:58 ]
Post subject: 

nei,
allir sem ég hef spurt segja nei.
hafa hana i drive, minna álag

Author:  Haffi [ Sat 04. Sep 2004 00:48 ]
Post subject: 

amm nope is the thing...

Author:  íbbi_ [ Sat 04. Sep 2004 02:44 ]
Post subject: 

ég tek nú alltaf mína bíla úr D þegar ég stoppa, ég bara sé ekki hvernig það getur verið minna álga á skiptinguna að vera í D þegar maður er stopp heldur en N

Author:  gunnar [ Sat 04. Sep 2004 22:35 ]
Post subject: 

Ég einmitt hélt að það væri betra að hafa í D þar sem þá þarf skiptingin ekki að vera "kúpla" sig alltaf í annað mode...

Maybe it's just me ? :oops:

Author:  Einsii [ Sun 05. Sep 2004 08:17 ]
Post subject: 

Það fer vist ekki vel með eitthvað sem ég man ekki hvað heitir að vera altaf að skipta á milli D og N það slítur henni töluvert hraðar. svo er skiptingin altaf að kúpla aðeins þegar stigið er á bremsuna en bara litið svo hun sé snögg að tengja saman.

Author:  Alpina [ Sun 05. Sep 2004 09:39 ]
Post subject:  Re: Sjálfskiptingar

gunnar wrote:
Mig langaði að vita eitt, hvernig er best að "höndla" sjálfsskiptinguna sína? Á maður að skella í "N" þegar maður er stopp á ljósum eða ? Endilega komið með comment á þetta ef þið eruð gáfaðri í þessu en ég.. Búinn að vera pæla í þessu í dágóðann tíma..



ALLS EKKI setja í N,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Vegna þess að í hvert skipti sem sett er í P N D R eða hvað sem er þá slitnar kúplingin,, því oftar sem verið er að hræra í þessu því meira slit
Annað gildir ef þú ert fastur í röð eða eitthvað álíka,, þá er eðlilegt að hvíla bremsufótinn og setja í P eða N

Author:  gunnar [ Sun 05. Sep 2004 18:05 ]
Post subject: 

Roger!

Takk fyrir

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/